Brighton henti Arsenal úr keppni | Man City hafði getur gegn Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2022 22:21 Tariq Lamptey hampað eftir að hann skoraði þriðja mark Brighton gegn Arsenal í kvöld. John Walton/Getty Images Heill haugur af leikjum í enska deildarbikarnum fór fram í kvöld. Þar ber helst að nefna að Brighton & Hove Albion lagði Arsenal, Nottingham Forest lagði Tottenham Hotspur, Manchester City lagði Chelsea og leikur Liverpool Derby County fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Á Emirates vellinum í Lundúnum kom Eddie Nketiah Skyttunum yfir eftir tuttugu mínútna leik en Danny Welbeck jafnaði metin fyrir gestina sjö mínútum síðar. Kaoru Mitoma kom gestunum yfir og þó Mikel Arteta hafi reynt að snúa einvíginu sér í hag með því að setja nafnana Gabriel, Martinelli og Jesus inn á ásamt Oleksandr Zinchenko og Granit Xhaka þá var það Brighton sem skoraði fjórða mark leiksins. Það gerði Tariq Lamptey á 71. mínútu og tryggði það mark Brighton áfram í enska deildarbikarnum. .@OfficialBHAFC have turned it around!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/vgocIS7P0C— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Antonio Conte stillti svo gott sem sínu sterkasta liði gegn Forest á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Renan Lodi heimamönnum yfir eftir sendingu Jesse Lingard þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lingard skoraði svo annað mark Forest sjö mínútum síðar og þar við sat, lokatölur 2-0. Skipti engu þó Orel Mangala hafi fengið tvö gul spjöld og þar með rautt í liði heimamanna þegar enn var stundarfjórðungur eftir. Man City vann 2-0 sigur á Chelsea þökk sé mörkum Riyad Mahrez og Julián Álvarez í síðari hálfleik. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea í síðustu fjórum leikjum. Liverpool hafði betur gegn C-deildarliði Derby County í vítaspyrnukeppni eftir að ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Liverpool stillti upp mikið breyttu liði en hafði á endanum betur 3-2 eftir vítaspyrnukeppnina. .@ManCity are through and @LiverpoolFC progress on penalties!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/orMNwnoN0e— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Mikið var um vítaspyrnukeppnir í kvöld en alls þurfti fjórar slíkar til að útkljá leiki kvöldsins. Önnur úrslit Newcastle United 0-0 Crystal Palace [Newcastle áfram eftir vítaspyrnukeppni]Southampton 1-1 Sheffield Wendesday [Southampton áfram eftir vítaspyrnukeppni] West Ham United 2-2 Blackburn Rovers [Blackburn áfram eftir vítaspyrnukeppni]Wolves 1-0 Leeds United Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Á Emirates vellinum í Lundúnum kom Eddie Nketiah Skyttunum yfir eftir tuttugu mínútna leik en Danny Welbeck jafnaði metin fyrir gestina sjö mínútum síðar. Kaoru Mitoma kom gestunum yfir og þó Mikel Arteta hafi reynt að snúa einvíginu sér í hag með því að setja nafnana Gabriel, Martinelli og Jesus inn á ásamt Oleksandr Zinchenko og Granit Xhaka þá var það Brighton sem skoraði fjórða mark leiksins. Það gerði Tariq Lamptey á 71. mínútu og tryggði það mark Brighton áfram í enska deildarbikarnum. .@OfficialBHAFC have turned it around!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/vgocIS7P0C— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Antonio Conte stillti svo gott sem sínu sterkasta liði gegn Forest á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Renan Lodi heimamönnum yfir eftir sendingu Jesse Lingard þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Lingard skoraði svo annað mark Forest sjö mínútum síðar og þar við sat, lokatölur 2-0. Skipti engu þó Orel Mangala hafi fengið tvö gul spjöld og þar með rautt í liði heimamanna þegar enn var stundarfjórðungur eftir. Man City vann 2-0 sigur á Chelsea þökk sé mörkum Riyad Mahrez og Julián Álvarez í síðari hálfleik. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea í síðustu fjórum leikjum. Liverpool hafði betur gegn C-deildarliði Derby County í vítaspyrnukeppni eftir að ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Liverpool stillti upp mikið breyttu liði en hafði á endanum betur 3-2 eftir vítaspyrnukeppnina. .@ManCity are through and @LiverpoolFC progress on penalties!#EFL | #CarabaoCup pic.twitter.com/orMNwnoN0e— Carabao Cup (@Carabao_Cup) November 9, 2022 Mikið var um vítaspyrnukeppnir í kvöld en alls þurfti fjórar slíkar til að útkljá leiki kvöldsins. Önnur úrslit Newcastle United 0-0 Crystal Palace [Newcastle áfram eftir vítaspyrnukeppni]Southampton 1-1 Sheffield Wendesday [Southampton áfram eftir vítaspyrnukeppni] West Ham United 2-2 Blackburn Rovers [Blackburn áfram eftir vítaspyrnukeppni]Wolves 1-0 Leeds United
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira