Umfjöllun: Grindavík - Njarðvík 79-83 | Íslandsmeistararnir aftur á sigurbraut Siggeir Ævarsson skrifar 9. nóvember 2022 20:00 Bríet Sif Hinriksdóttiir, leikmaður Njarðvíkur, keyrir að körfunni. Vísir/Bára Grindavík tók á móti Njarðvík í HS Orku höllinni í Subway deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindvíkingum loks tekist að tengja saman nokkra sigra í deildinni en Njarðvík bókfærðu sitt fjórða tap í síðasta leik gegn Keflavík, og eflaust staðráðnar í að tapa ekki öðrum Suðurnesjaslagnum í röð. Það kom þó ekki á daginn þar sem gestirnir unnu að lokum fjögurra stiga sigur í hörkuleik. Sóknarleikur beggja liða var hægur í gang í kvöld og fyrstu fimm mínúturnar komu sárafá stig á töfluna. Njarðvíkingar voru þó öllu líflegri, komust í 3-7 en þá kom 9-0 kafli frá Grindavík og tóninn settur fyrir leikhlutann, sem þær unnu 21-14. Leikurinn jafnaðist þó töluvert í 2. leikhluta og staðan í hálfleik 40-40. Athygli vakti að öll stig Grindavíkur í fyrri hálfleik komu frá þremur erlendum leikmönnum þeirra, Dani með 19 af þeim og Elma með 15, allt úr þriggja en hún klikkaði bara úr einum þristi í fyrri hálfleik. Það var hart tekist á í seinni hálfleik og margar villur dæmdar á bæði lið. Heimakonur enduðu þriðja leikhlutann á góðum spretti og leiddu með fjórum stigum fyrir lokaátökin. Þá var eins og gestirnir vöknuðu loks almennilega af værum blundi og skelltu í lás varnarmegin. Grindavík komst ekki á blað fyrr en fyrr en rúmar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum, og þegar 3:30 voru til leiksloka var 65-73 gestunum í vil, staðan í leikhlutanum þá 2-14. Lokatölurnar gefa ef til vill til kynna að lokamínúturnar hafi verið æsispennandi en Njarðvíkingar voru í raun búnar að klára þetta þegar tvær mínútur voru eftir. Þær voru þó full kærulausar í lokin og Grindvíkingum tókst að hleypa leiknum aðeins upp, en það var of seint. Lokatölur 79-83. Af hverju vann Njarðvík? Þær stigu upp þegar á reyndi og kláruðu þennan leik í upphafi fjórða leikhluta. Grindvíkurkonur sömuleiðis pínu klaufar að ná ekki að fylgja eftir góðum endaspretti í 3. leikhluta, en þær voru 4 stigum yfir fyrir lokaátökin. Hverjar stóðu uppúr? Erlendu leikmenn Grindavíkur voru allt í öllu í þeirra liði í kvöld, þá sérstaklega þær Dani Rodriguez og Elma Dautovic. Elma var 5/6 í þristum í fyrri hálfleik en tók bara tvo þrista í seinni. Njarðvíkurstúlkur sennilega fengið skýr skilaboð í hálfleik um að spila betri vörn á hana. Dani endaði leikinn með 29 stig og 12 fráköst 4 stoðsendingar og 4 stolna, Elma 23 og 7 fráköst. Hjá Njarðvík var Aliyah Collier nokkuð lengi í gang. Hún hitti illa í fyrri hálfleik og á köflum var eins og félagar hennar væru svolítið að bíða eftir hvað hún myndi hrista fram úr erminni. Í seinni hálfleik skoraði hún rúman þriðjung stiga sinna, endaði með 32 stig, 11 fráköst og 13 villur fiskaðar, þar af 10 í seinni hálfleik. Raquel Laneiro var einnig atkvæðamikil í liði Njarðvík, skoraði 20 stig, tók 8 fráköst og bætti við 4 stoðsendingum. Hvað gekk illa? Upphaf fjórða leikhluta hjá Grindavík hlýtur að verða fyrir valinu hér. Að tapa fyrstu 7 mínútum hans 2-14 var hola sem þær komust einfaldlega ekki uppúr aftur. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki næst 16. nóvember. Njarðvík tekur þá á móti Fjölni og Grindavík sækir Breiðablik heim í Smárann. „Njarðvík bara sýndi styrk sinn í fjórða og tóku fram úr“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindvíkur gat sannarlega tekið undir að upphaf fjórða leikhluta hefði orðið hans liði að falli í kvöld, þar sem Grindavík setti aðeins tvö stig á fyrstu 7 mínútunum eða svo. „Njarðvík bara sýndi styrk sinn í fjórða og tóku fram úr. Við vorum ekki nógu sterkar á svellinu og þetta var bara erfitt í fjórða. Tvö stig á þessum fyrstu mínútum er sannarlega mjög lítið og þær gera virkilega vel varnarlega, sérstaklega á Dani. Við vorum ekki að ná að hreyfa boltann nógu vel en þarna í restina þá fórum við í „what ever“ ham. Tókum boltann og skutum honum þegar leikurinn var eiginlega búinn og þá fóru skotin að detta. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að temja okkur meira.“ Elma Dautovic var sjóðandi heit í fyrri hálfleik en tók aðeins 2 þrista í þeim seinni, eftir að hafa verið 5/6 fyrir utan í fyrri. Hún virkaði nokkuð þreytt þegar hún fékk skiptingu undir lokin, var hún alveg sprungin, eða hvað olli því að hún skaut ekki meira en þetta í seinni hálfleik? „Eigum við ekki að segja það að Njarðvíkingar hafi talað um það í hálfleik að gefa henni ekki neitt opið. Hún fékk fá færi en var að reyna að búa sér til öðruvísi skot og keyra á körfuna en það gekk ekki upp, eins og svo margt í seinni hálfleik, þá sérstaklega í fjórða.“ Helga Rut Hallgrímsdóttir hefur komið af miklum krafti inn í lið Grindavíkur í haust. Það var umtalað í stúkunni í kvöld að hún væri að setja skrín af lífi og sál inni á vellinum. Þarf hún ekki bara að taka hina stóru leikmennina í liðinu í kennslustund, kenna þeim að setja fullorðins hindranir og stappa aðeins í þær stálinu? „Jú eigum við ekki að segja það. Hún fer bara í það á næstu æfingu að kenna þeim að skrína. En hún er virkilega sterk fyrir okkur og gerir bakverðina betri og gefur þeim mjög mikið. Frábært að fá hana inn í hópinn.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík UMF Njarðvík
Grindavík tók á móti Njarðvík í HS Orku höllinni í Subway deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindvíkingum loks tekist að tengja saman nokkra sigra í deildinni en Njarðvík bókfærðu sitt fjórða tap í síðasta leik gegn Keflavík, og eflaust staðráðnar í að tapa ekki öðrum Suðurnesjaslagnum í röð. Það kom þó ekki á daginn þar sem gestirnir unnu að lokum fjögurra stiga sigur í hörkuleik. Sóknarleikur beggja liða var hægur í gang í kvöld og fyrstu fimm mínúturnar komu sárafá stig á töfluna. Njarðvíkingar voru þó öllu líflegri, komust í 3-7 en þá kom 9-0 kafli frá Grindavík og tóninn settur fyrir leikhlutann, sem þær unnu 21-14. Leikurinn jafnaðist þó töluvert í 2. leikhluta og staðan í hálfleik 40-40. Athygli vakti að öll stig Grindavíkur í fyrri hálfleik komu frá þremur erlendum leikmönnum þeirra, Dani með 19 af þeim og Elma með 15, allt úr þriggja en hún klikkaði bara úr einum þristi í fyrri hálfleik. Það var hart tekist á í seinni hálfleik og margar villur dæmdar á bæði lið. Heimakonur enduðu þriðja leikhlutann á góðum spretti og leiddu með fjórum stigum fyrir lokaátökin. Þá var eins og gestirnir vöknuðu loks almennilega af værum blundi og skelltu í lás varnarmegin. Grindavík komst ekki á blað fyrr en fyrr en rúmar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum, og þegar 3:30 voru til leiksloka var 65-73 gestunum í vil, staðan í leikhlutanum þá 2-14. Lokatölurnar gefa ef til vill til kynna að lokamínúturnar hafi verið æsispennandi en Njarðvíkingar voru í raun búnar að klára þetta þegar tvær mínútur voru eftir. Þær voru þó full kærulausar í lokin og Grindvíkingum tókst að hleypa leiknum aðeins upp, en það var of seint. Lokatölur 79-83. Af hverju vann Njarðvík? Þær stigu upp þegar á reyndi og kláruðu þennan leik í upphafi fjórða leikhluta. Grindvíkurkonur sömuleiðis pínu klaufar að ná ekki að fylgja eftir góðum endaspretti í 3. leikhluta, en þær voru 4 stigum yfir fyrir lokaátökin. Hverjar stóðu uppúr? Erlendu leikmenn Grindavíkur voru allt í öllu í þeirra liði í kvöld, þá sérstaklega þær Dani Rodriguez og Elma Dautovic. Elma var 5/6 í þristum í fyrri hálfleik en tók bara tvo þrista í seinni. Njarðvíkurstúlkur sennilega fengið skýr skilaboð í hálfleik um að spila betri vörn á hana. Dani endaði leikinn með 29 stig og 12 fráköst 4 stoðsendingar og 4 stolna, Elma 23 og 7 fráköst. Hjá Njarðvík var Aliyah Collier nokkuð lengi í gang. Hún hitti illa í fyrri hálfleik og á köflum var eins og félagar hennar væru svolítið að bíða eftir hvað hún myndi hrista fram úr erminni. Í seinni hálfleik skoraði hún rúman þriðjung stiga sinna, endaði með 32 stig, 11 fráköst og 13 villur fiskaðar, þar af 10 í seinni hálfleik. Raquel Laneiro var einnig atkvæðamikil í liði Njarðvík, skoraði 20 stig, tók 8 fráköst og bætti við 4 stoðsendingum. Hvað gekk illa? Upphaf fjórða leikhluta hjá Grindavík hlýtur að verða fyrir valinu hér. Að tapa fyrstu 7 mínútum hans 2-14 var hola sem þær komust einfaldlega ekki uppúr aftur. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki næst 16. nóvember. Njarðvík tekur þá á móti Fjölni og Grindavík sækir Breiðablik heim í Smárann. „Njarðvík bara sýndi styrk sinn í fjórða og tóku fram úr“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindvíkur gat sannarlega tekið undir að upphaf fjórða leikhluta hefði orðið hans liði að falli í kvöld, þar sem Grindavík setti aðeins tvö stig á fyrstu 7 mínútunum eða svo. „Njarðvík bara sýndi styrk sinn í fjórða og tóku fram úr. Við vorum ekki nógu sterkar á svellinu og þetta var bara erfitt í fjórða. Tvö stig á þessum fyrstu mínútum er sannarlega mjög lítið og þær gera virkilega vel varnarlega, sérstaklega á Dani. Við vorum ekki að ná að hreyfa boltann nógu vel en þarna í restina þá fórum við í „what ever“ ham. Tókum boltann og skutum honum þegar leikurinn var eiginlega búinn og þá fóru skotin að detta. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að temja okkur meira.“ Elma Dautovic var sjóðandi heit í fyrri hálfleik en tók aðeins 2 þrista í þeim seinni, eftir að hafa verið 5/6 fyrir utan í fyrri. Hún virkaði nokkuð þreytt þegar hún fékk skiptingu undir lokin, var hún alveg sprungin, eða hvað olli því að hún skaut ekki meira en þetta í seinni hálfleik? „Eigum við ekki að segja það að Njarðvíkingar hafi talað um það í hálfleik að gefa henni ekki neitt opið. Hún fékk fá færi en var að reyna að búa sér til öðruvísi skot og keyra á körfuna en það gekk ekki upp, eins og svo margt í seinni hálfleik, þá sérstaklega í fjórða.“ Helga Rut Hallgrímsdóttir hefur komið af miklum krafti inn í lið Grindavíkur í haust. Það var umtalað í stúkunni í kvöld að hún væri að setja skrín af lífi og sál inni á vellinum. Þarf hún ekki bara að taka hina stóru leikmennina í liðinu í kennslustund, kenna þeim að setja fullorðins hindranir og stappa aðeins í þær stálinu? „Jú eigum við ekki að segja það. Hún fer bara í það á næstu æfingu að kenna þeim að skrína. En hún er virkilega sterk fyrir okkur og gerir bakverðina betri og gefur þeim mjög mikið. Frábært að fá hana inn í hópinn.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti