Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:12 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lagði stund á doktorsnám í Bandaríkjunum og er vel kunnugur stjórnmálum þar í landi. Kristinn Ingvarsson Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. „Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Hamingjan sanna!“ sagði þakklátur John Fetterman, nýkjörnum öldungardeildarþingmanni demókrata í Pennsylvaníu, eftir að sigur hans á sjónvarpslækninum Mehmet Oz varð ljós í nótt. Slagur þeirra var í eldlínunni í kosningabaráttunni, þeir mældust hnífjafnir fram á síðustu stundu, en Fetterman varð ofan á. Og það gerðu Demókratar í talsvert meira mæli en reiknað var með. Þetta kom Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði á óvart. Hann eins og svo margir aðrir bjóst við svokallaðri „rauðri bylgju“. „En eins og staðan er núna virðist það vera þannig að demókratar hafa mjög mikla möguleika á að halda öldungadeildinni þó það sé alls ekki ljóst á þessu augnabliki. Og ef repúblikanar vinna fulltrúadeildina verður það með frekar litlum mun,“ segir Guðmundur. Skipan dómara undir í öldungadeildinni Mikill eða lítill munur; hvort sem verður er tap í fulltrúadeildinni mikið högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. „En auðvitað því minnu sem munar, því meiri líkur eru á að hægt verði í að minnsta kosti sumum málum að ná samkomulagi yfir línuna. Þannig að demókratar gætu mögulega stoppað þau mál sem ganga hvað lengst í þá átt sem menn eins og Trump hafa verið að boða,“ segir Guðmundur. Endanleg úrslit í öldungadeildinni verða þó mögulega ekki ljós fyrr en í desember, eftir aukakosningar í Georgíu. Guðmundur segir til mikils að vinna þar fyrir demókrata. „Til dæmis skipan dómara, vegna þess að ef að repúblikanar hafa þar meirihluta geta þeir stoppað skipanir og myndu sjálfsagt gera það. Þannig að það hefur talsvert að segja.“ En hvað ætli skýri þetta góða gengi demókrata, þvert á kannanir? Kannanirnar sjálfar meðal annars, segir Guðmundur. Þær virðist erfiðar í framkvæmd í Bandaríkjunum og nái illa utan um lendingu atkvæða. En fleira komi til. „Í útgönguspám er fólk spurt hvað réði þegar það kaus og þar virðist þungunarrof hafa skipt talsvert miklu máli,“ segir Guðmundur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9. nóvember 2022 09:50 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Hamingjan sanna!“ sagði þakklátur John Fetterman, nýkjörnum öldungardeildarþingmanni demókrata í Pennsylvaníu, eftir að sigur hans á sjónvarpslækninum Mehmet Oz varð ljós í nótt. Slagur þeirra var í eldlínunni í kosningabaráttunni, þeir mældust hnífjafnir fram á síðustu stundu, en Fetterman varð ofan á. Og það gerðu Demókratar í talsvert meira mæli en reiknað var með. Þetta kom Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði á óvart. Hann eins og svo margir aðrir bjóst við svokallaðri „rauðri bylgju“. „En eins og staðan er núna virðist það vera þannig að demókratar hafa mjög mikla möguleika á að halda öldungadeildinni þó það sé alls ekki ljóst á þessu augnabliki. Og ef repúblikanar vinna fulltrúadeildina verður það með frekar litlum mun,“ segir Guðmundur. Skipan dómara undir í öldungadeildinni Mikill eða lítill munur; hvort sem verður er tap í fulltrúadeildinni mikið högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. „En auðvitað því minnu sem munar, því meiri líkur eru á að hægt verði í að minnsta kosti sumum málum að ná samkomulagi yfir línuna. Þannig að demókratar gætu mögulega stoppað þau mál sem ganga hvað lengst í þá átt sem menn eins og Trump hafa verið að boða,“ segir Guðmundur. Endanleg úrslit í öldungadeildinni verða þó mögulega ekki ljós fyrr en í desember, eftir aukakosningar í Georgíu. Guðmundur segir til mikils að vinna þar fyrir demókrata. „Til dæmis skipan dómara, vegna þess að ef að repúblikanar hafa þar meirihluta geta þeir stoppað skipanir og myndu sjálfsagt gera það. Þannig að það hefur talsvert að segja.“ En hvað ætli skýri þetta góða gengi demókrata, þvert á kannanir? Kannanirnar sjálfar meðal annars, segir Guðmundur. Þær virðist erfiðar í framkvæmd í Bandaríkjunum og nái illa utan um lendingu atkvæða. En fleira komi til. „Í útgönguspám er fólk spurt hvað réði þegar það kaus og þar virðist þungunarrof hafa skipt talsvert miklu máli,“ segir Guðmundur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9. nóvember 2022 09:50 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01
Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9. nóvember 2022 09:50
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18