Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Samúel Karl Ólason, Hólmfríður Gísladóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 9. nóvember 2022 09:50 Bandaríkjamenn gengu til kosninga í gær. AP/Ringo H.W. Chiu Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. Í sögulegu samhengi kemur flokkur sitjandi forseta yfirleitt alltaf illa út úr þingkosningum og höfðu kannanir vestanhafs ýtt stoðum undir að svo færi aftur að þessu sinni. Það gæti enn gerst en útlitið er mun betra en á horfðist fyrir Demókrata. Sjá einnig: Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Eins og staðan er núna, samkvæmt AP fréttaveitunni, eru yfirráð í öldungadeildinni óljós. Repúblikanar hafi nú tryggt sér 49 sæti á móti 48 sætum Demókrata en 51 þarf til að mynda meirihluta þar. Demókratar gætu tryggt sér meirihluta með 50 atkvæðum þar sem varaforsetinn, sem er Demókrati, hefur úrstlitaatkvæði. Demókrötum hefur tekist að snúa einu sæti í öldungadeildinni og John Fetterman sigraði Dr. Mehmet Oz í Pennsylvaníu. Þá hafa Repúblikanar, samkvæmt AP, tryggt sér 203 sæti í fulltrúadeildinni og Demókratar 176 sæti. Þar þarf 218 þingsæti til að tryggja sér meirihluta. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC News. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.
Í sögulegu samhengi kemur flokkur sitjandi forseta yfirleitt alltaf illa út úr þingkosningum og höfðu kannanir vestanhafs ýtt stoðum undir að svo færi aftur að þessu sinni. Það gæti enn gerst en útlitið er mun betra en á horfðist fyrir Demókrata. Sjá einnig: Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Eins og staðan er núna, samkvæmt AP fréttaveitunni, eru yfirráð í öldungadeildinni óljós. Repúblikanar hafi nú tryggt sér 49 sæti á móti 48 sætum Demókrata en 51 þarf til að mynda meirihluta þar. Demókratar gætu tryggt sér meirihluta með 50 atkvæðum þar sem varaforsetinn, sem er Demókrati, hefur úrstlitaatkvæði. Demókrötum hefur tekist að snúa einu sæti í öldungadeildinni og John Fetterman sigraði Dr. Mehmet Oz í Pennsylvaníu. Þá hafa Repúblikanar, samkvæmt AP, tryggt sér 203 sæti í fulltrúadeildinni og Demókratar 176 sæti. Þar þarf 218 þingsæti til að tryggja sér meirihluta. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC News. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira