Segja að eigendur Liverpool ætli að kaupa Jude Bellingham sem kveðjugjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2022 12:31 Jude Bellingham fagnar marki með liði Borussia Dortmund. Getty/Lars Baron Fenway Sports Group fjárfestingafélagið á enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool en það gæti breyst á næstunni því í gær kom fram að Liverpool væri til sölu. Spænska stórblaðið Marca er með stóra frétt þessu tengdu í dag en hún snýst um mögulega mikilvægustu kaup Liverpool í langan tíma. Liverpool miðjan hefur öskrandi þörf fyrir liðstyrk eins og hefur ítrekað komið í ljós á þessu tímabili þar sem Liverpool hefur verið í talsverðum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni. Could Jude Bellingham be a parting gift from Liverpool s owners? That s the talk in today s papers! #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2022 Blaðamaður Marca slær því upp að fráfarandi eigendur Liverpool ætli sér að kaupa Jude Bellingham frá Borussia Dortmund sem eins konar kveðjugjöf til enska félagsins. Hinn nítján ára gamli Bellingham hefur verið frábær með liði Dortmund og hefur meðal annars borið fyrirliðabandið hjá þýska liðinu. Hann hefur allt til alls til að vera kóngur á miðjunni næstu fimmtán árin. Liverpool gæti keypt hann fyrir 87 milljónir punda en þarf ekki að eyða 130 milljónum punda ef marka má þessa frétt spænska blaðsins. BREAKING: Liverpool are going ALL-IN on Jude Bellingham and the deal is now more complicated for Real Madrid. @marca pic.twitter.com/pgL4VEzV6l— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) November 4, 2022 Liverpool ætlar að gera allt til þess að kaupa mögulega framtíðarleiðtoga á miðju liðsins. Jude Bellingham er með 4 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni og er alls með sjö mörk og tvær stoðsendingar í átján leikjum i deild og Evrópu á þessari leiktíð. Frábær spilamennska Bellingham að undanförnu hefur aukið mikið eftirspurnina eftir leikmanninum og hann gæti einnig sprungið út með enska landsliðinu á HM í Katar sem hefst seinna í þessum mánuði. Þá gæti kaupverðið líka hækkað enn meira. Real Madrid er líka sagt mjög spennt fyrir leikmanninum og þá hafa Manchester United, Manchester City og Chelsea einnig áhuga á þessum frábæra leikmanni. Samkvæmt frétt Marca þá er Liverpool enn í forystu í kapphlaupinu eins og er. Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Spænska stórblaðið Marca er með stóra frétt þessu tengdu í dag en hún snýst um mögulega mikilvægustu kaup Liverpool í langan tíma. Liverpool miðjan hefur öskrandi þörf fyrir liðstyrk eins og hefur ítrekað komið í ljós á þessu tímabili þar sem Liverpool hefur verið í talsverðum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni. Could Jude Bellingham be a parting gift from Liverpool s owners? That s the talk in today s papers! #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2022 Blaðamaður Marca slær því upp að fráfarandi eigendur Liverpool ætli sér að kaupa Jude Bellingham frá Borussia Dortmund sem eins konar kveðjugjöf til enska félagsins. Hinn nítján ára gamli Bellingham hefur verið frábær með liði Dortmund og hefur meðal annars borið fyrirliðabandið hjá þýska liðinu. Hann hefur allt til alls til að vera kóngur á miðjunni næstu fimmtán árin. Liverpool gæti keypt hann fyrir 87 milljónir punda en þarf ekki að eyða 130 milljónum punda ef marka má þessa frétt spænska blaðsins. BREAKING: Liverpool are going ALL-IN on Jude Bellingham and the deal is now more complicated for Real Madrid. @marca pic.twitter.com/pgL4VEzV6l— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) November 4, 2022 Liverpool ætlar að gera allt til þess að kaupa mögulega framtíðarleiðtoga á miðju liðsins. Jude Bellingham er með 4 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni og er alls með sjö mörk og tvær stoðsendingar í átján leikjum i deild og Evrópu á þessari leiktíð. Frábær spilamennska Bellingham að undanförnu hefur aukið mikið eftirspurnina eftir leikmanninum og hann gæti einnig sprungið út með enska landsliðinu á HM í Katar sem hefst seinna í þessum mánuði. Þá gæti kaupverðið líka hækkað enn meira. Real Madrid er líka sagt mjög spennt fyrir leikmanninum og þá hafa Manchester United, Manchester City og Chelsea einnig áhuga á þessum frábæra leikmanni. Samkvæmt frétt Marca þá er Liverpool enn í forystu í kapphlaupinu eins og er.
Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira