Mamma Elvars rakst á konu á Facebook sem hún kannaðist við Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2022 12:31 Elvar var ættleiddur fyrir fjörutíu árum. Elvar Már Torfason var ættleiddur frá Gvatemala fyrir fjörutíu árum, aðeins nokkurra mánaða gamall. Hann var alinn upp af yndislegum foreldrum í hópi þriggja systkina á Íslandi. Áhugi hans á upprunaleit kviknaði ekki fyrr en fyrir örfáum árum, en eftir það ákvað móðir hans, Margrét Þráinsdóttir, að gera allt sem í hennar valdi stæði til að hjálpa honum að leita. Kærasta og barnsmóðir Elvars er fædd í Taílandi en fluttist til Íslands á unglingsárunum og hefur búið hér síðan. Synir þeirra eru því íslenskir og taílenskir, eiga ættingja í Taílandi sem þeir heimsækja reglulega og föðurfjölskyldu hér heima - og svo eru það líffræðilegu ættingjarnir í Gvatemala sem Elvar vissi lítið sem ekkert um. Fengu fréttirnar þegar hann var aðeins vikugamall Margrét Þráinsdóttir, mamma Elvars, hellti sér út í upprunaleit með syninum. Hún og eiginmaður hennar, Torfi Karl Karlsson, ættleiddu eldri son sinn, Davíð Örn, frá Gvatemala árið 1979. Hann var aðeins vikugamall þegar þau fengu fregnir af honum og hálfum mánuði seinna voru þau komin út að sækja hann. Elvar fæddist með skarð í vör. Hann fór í aðgerðir vegna þess hér heima sem gengu vel og sem fyrr segir átti hann góð og hamingjurík æskuár á Íslandi. Ef þú hefur ekki nú þegar séð þáttinn ættir þú ekki að lesa meira. . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . Pappírar Elvars reyndust vera á spænsku og við fyrstu sýn virtust þeir líka innihalda fátt annað en staðlaðar upplýsingar um ættleiðingar. Margrét fékk spænskumælandi einstakling til liðs við sig og fékk þann grun sinn staðfestan, en í pappírunum var þó bæði nafn móðurinnar og fæðingardagur svo Margrét lagði af stað með fátt annað í höndunum, nafnið Dominga Mateo og fæðingardagurinn 28. september 1963. Í ljós kom að listinn á Facebook var langur yfir konur sem hétu þessum nöfnum. Engin þeirra reyndist þó vera skráð með þennan fæðingardag og Margrét eyddi löngum stundum í að fletta í gegnum myndaalbúm og velta því fyrir sér hvort viðkomandi kona gæti verið sú sem var á myndinni sem fylgdi með syni hennar fyrir 40 árum. Margrét eyddi ófáum stundum fyrir framan tölvuna að leita að Dominga Mateo. En eftir ófáar stundir framan við tölvuna sá hún andlit á konu sem henni fannst að gæti verið kunnuglegt. Eftir dágóða stund ákvað Margrét að senda konunni skilaboð og eftir langan tíma og aðstoð frá vinum hennar á Facebook kom loksins svar. Hún var konan á myndinni og móðir Elvars fundin. Bróðir Elvars myrtur Það var því ákveðið að skella sér út til Gvatemala og fór kærasta Elvars með honum út. Elvar hafði áður fengið að vita að hann hefði verið frumburður móður sinnar og að hann ætti fjögur yngri systkini í Gvatemala sem hefðu vitað af honum alla tíð. Þrjár systur og bróður sem lést árið 2013 en sá var myrtur þegar hann var staddur á bensínstöð. Einstök stund þegar þau féllust í faðma. Fjölskylda Elvar býr við mikla fátækt úti og voru aðstæður þeirra slæmar en það kom ekki að sök þegar Elvar fékk að hitta móður sína í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Einstaklega fallegt augnablik eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Mamma Elvars rakst á konu á Facebook sem hún kannaðist við Leitin að upprunanum Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Hann var alinn upp af yndislegum foreldrum í hópi þriggja systkina á Íslandi. Áhugi hans á upprunaleit kviknaði ekki fyrr en fyrir örfáum árum, en eftir það ákvað móðir hans, Margrét Þráinsdóttir, að gera allt sem í hennar valdi stæði til að hjálpa honum að leita. Kærasta og barnsmóðir Elvars er fædd í Taílandi en fluttist til Íslands á unglingsárunum og hefur búið hér síðan. Synir þeirra eru því íslenskir og taílenskir, eiga ættingja í Taílandi sem þeir heimsækja reglulega og föðurfjölskyldu hér heima - og svo eru það líffræðilegu ættingjarnir í Gvatemala sem Elvar vissi lítið sem ekkert um. Fengu fréttirnar þegar hann var aðeins vikugamall Margrét Þráinsdóttir, mamma Elvars, hellti sér út í upprunaleit með syninum. Hún og eiginmaður hennar, Torfi Karl Karlsson, ættleiddu eldri son sinn, Davíð Örn, frá Gvatemala árið 1979. Hann var aðeins vikugamall þegar þau fengu fregnir af honum og hálfum mánuði seinna voru þau komin út að sækja hann. Elvar fæddist með skarð í vör. Hann fór í aðgerðir vegna þess hér heima sem gengu vel og sem fyrr segir átti hann góð og hamingjurík æskuár á Íslandi. Ef þú hefur ekki nú þegar séð þáttinn ættir þú ekki að lesa meira. . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . Pappírar Elvars reyndust vera á spænsku og við fyrstu sýn virtust þeir líka innihalda fátt annað en staðlaðar upplýsingar um ættleiðingar. Margrét fékk spænskumælandi einstakling til liðs við sig og fékk þann grun sinn staðfestan, en í pappírunum var þó bæði nafn móðurinnar og fæðingardagur svo Margrét lagði af stað með fátt annað í höndunum, nafnið Dominga Mateo og fæðingardagurinn 28. september 1963. Í ljós kom að listinn á Facebook var langur yfir konur sem hétu þessum nöfnum. Engin þeirra reyndist þó vera skráð með þennan fæðingardag og Margrét eyddi löngum stundum í að fletta í gegnum myndaalbúm og velta því fyrir sér hvort viðkomandi kona gæti verið sú sem var á myndinni sem fylgdi með syni hennar fyrir 40 árum. Margrét eyddi ófáum stundum fyrir framan tölvuna að leita að Dominga Mateo. En eftir ófáar stundir framan við tölvuna sá hún andlit á konu sem henni fannst að gæti verið kunnuglegt. Eftir dágóða stund ákvað Margrét að senda konunni skilaboð og eftir langan tíma og aðstoð frá vinum hennar á Facebook kom loksins svar. Hún var konan á myndinni og móðir Elvars fundin. Bróðir Elvars myrtur Það var því ákveðið að skella sér út til Gvatemala og fór kærasta Elvars með honum út. Elvar hafði áður fengið að vita að hann hefði verið frumburður móður sinnar og að hann ætti fjögur yngri systkini í Gvatemala sem hefðu vitað af honum alla tíð. Þrjár systur og bróður sem lést árið 2013 en sá var myrtur þegar hann var staddur á bensínstöð. Einstök stund þegar þau féllust í faðma. Fjölskylda Elvar býr við mikla fátækt úti og voru aðstæður þeirra slæmar en það kom ekki að sök þegar Elvar fékk að hitta móður sína í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Einstaklega fallegt augnablik eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Mamma Elvars rakst á konu á Facebook sem hún kannaðist við
Leitin að upprunanum Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið