Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. nóvember 2022 07:54 Flestir telja ljóst að Trump ætli sér aftur í framboð til forseta. AP Photo/Michael Conroy Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. Á öllum þeim fundum ýjaði hann hinsvegar sterklega að því að hann myndi brátt lýsa því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til forseta árið 2024. Á dögunum sagði hann að von væri á yfirlýsingu á fjöldafundinum í Ohio sem fram fór í gær. Á endanum varð þó ekkert úr því að hann lýsti yfir framboði en hann boðaði þó „mjög stóra tilkynningu“ þann 15. nóvember næstkomandi. Þá ætlar hann að halda einhverskonar samkomu á heimaslóðum í Mar-a-Lago í Flórída og búast flestir við því að hann lýsi þar yfir framboði. Í gærkvöldi sagði hann stuðningsmönnum sínum að ef þeir vildu stöðva „eyðileggingu landsins okkar“, þá verði þeir að kjósa Repúblikana. Flokkur Trumps þarf aðeins fimm ný sæti í fulltrúadeildinni til að ná þar völdum og aðeins eitt í öldungadeildinni. Fastlega er búist við því að það takist í fulltrúadeildinni og raunar gott betur, því flokknum er spáð 15 til 25 sætum til viðbótar við það sem hann hefur nú. Í öldungadeildinni er baráttan hinsvegar afar tvísýn og stjórnmálaskýrendur treysta sér ekki til að spá fyrir um á hvern veginn sú orrusta fer. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningar hafnar í Bandaríkjunum Milljónir Bandaríkjamanna ganga að kjörborðinu í dag. Kosið er um alla fulltrúadeild þingins, um þriðjung af öldungardeildarsætum og þá eru ríkisstjórakosningar víða, svo nokkuð sé nefnt. 8. nóvember 2022 06:56 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Á öllum þeim fundum ýjaði hann hinsvegar sterklega að því að hann myndi brátt lýsa því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til forseta árið 2024. Á dögunum sagði hann að von væri á yfirlýsingu á fjöldafundinum í Ohio sem fram fór í gær. Á endanum varð þó ekkert úr því að hann lýsti yfir framboði en hann boðaði þó „mjög stóra tilkynningu“ þann 15. nóvember næstkomandi. Þá ætlar hann að halda einhverskonar samkomu á heimaslóðum í Mar-a-Lago í Flórída og búast flestir við því að hann lýsi þar yfir framboði. Í gærkvöldi sagði hann stuðningsmönnum sínum að ef þeir vildu stöðva „eyðileggingu landsins okkar“, þá verði þeir að kjósa Repúblikana. Flokkur Trumps þarf aðeins fimm ný sæti í fulltrúadeildinni til að ná þar völdum og aðeins eitt í öldungadeildinni. Fastlega er búist við því að það takist í fulltrúadeildinni og raunar gott betur, því flokknum er spáð 15 til 25 sætum til viðbótar við það sem hann hefur nú. Í öldungadeildinni er baráttan hinsvegar afar tvísýn og stjórnmálaskýrendur treysta sér ekki til að spá fyrir um á hvern veginn sú orrusta fer.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningar hafnar í Bandaríkjunum Milljónir Bandaríkjamanna ganga að kjörborðinu í dag. Kosið er um alla fulltrúadeild þingins, um þriðjung af öldungardeildarsætum og þá eru ríkisstjórakosningar víða, svo nokkuð sé nefnt. 8. nóvember 2022 06:56 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Kosningar hafnar í Bandaríkjunum Milljónir Bandaríkjamanna ganga að kjörborðinu í dag. Kosið er um alla fulltrúadeild þingins, um þriðjung af öldungardeildarsætum og þá eru ríkisstjórakosningar víða, svo nokkuð sé nefnt. 8. nóvember 2022 06:56
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24
Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30