Snorri Steinn: Vantar ekki dagana hjá okkur til þess að létta á álaginu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. nóvember 2022 23:00 Það er mikið um að vera hjá Valsliði Snorra Steins þessa dagana. Vísir/Vilhelm Valur vann í kvöld fimm marka sannfærandi sigur á Selfyssingum. Lokatölur 38-33 í Origo höllinni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Bara góð frammistaða. Bara ánægður með mína menn og vorum flottir á mörgum sviðum. Kannski aðeins svona, vorum ekki eins og ég hefði viljað hafa okkur varnarlega. Að sama skapi bara flottir fram á við í hraðaupphlaupunum og sóknarlega mjög góðir,“ segir Snorri Steinn. HandSnorri Steinn er ekki ánægður með að leikurinn hafi farið fram í dag, eða þá í það minnsta að Valsmenn hefðu fengið þéttari leikjaniðurröðun í Olís-deildinni síðastliðnar tvær vikur. „Já og nei. Mér finnst álagið ekkert vera byrjað hjá okkur. Það skellist á okkur aðeins í næstu viku en það er ekki leikur fyrr en á mánudaginn sko. Þannig að ég hefði viljað spila annan leik í vikunni til að létta á okkur þar en það var ekki í boði.“ Segir Snorri Steinn þetta þar sem liðið er að fara í mjög þétt leikjaprógramm á næstu vikum vegna þátttöku þeirra í Evrópukeppni. Aðspurður hvort hann hefði vilja spila leik við Gróttu, sem var frestað til 19. desember, núna í vikunni hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Bara alveg hundrað prósent. Síðasta föstudag eða núna í vikunni. Allavegana vantar ekki dagana hjá okkur til þess að létta á álaginu í nóvember og desember en það var ekki hægt,“ segir Snorri Steinn. Valur mætir Haukum á Ásvöllum í næstu viku og má greina ekkert vanmat í orðum Snorra Steins í garð Hauka, þrátt fyrir brösuga byrjun Hafnfirðinga á tímabilinu. „Sært dýr, frábært lið, gríðarlega vel mannað. Spennandi lið, ungir og reynslumeiri í bland. Það getur vel verið að þeir hafi ekki farið nógu vel af stað en Haukar eru alltaf Haukar og klárlega áfram kandídatar þrátt fyrir að þeir séu ekki í toppbaráttunni eins og er,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að lokum. Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Sjá meira
„Bara góð frammistaða. Bara ánægður með mína menn og vorum flottir á mörgum sviðum. Kannski aðeins svona, vorum ekki eins og ég hefði viljað hafa okkur varnarlega. Að sama skapi bara flottir fram á við í hraðaupphlaupunum og sóknarlega mjög góðir,“ segir Snorri Steinn. HandSnorri Steinn er ekki ánægður með að leikurinn hafi farið fram í dag, eða þá í það minnsta að Valsmenn hefðu fengið þéttari leikjaniðurröðun í Olís-deildinni síðastliðnar tvær vikur. „Já og nei. Mér finnst álagið ekkert vera byrjað hjá okkur. Það skellist á okkur aðeins í næstu viku en það er ekki leikur fyrr en á mánudaginn sko. Þannig að ég hefði viljað spila annan leik í vikunni til að létta á okkur þar en það var ekki í boði.“ Segir Snorri Steinn þetta þar sem liðið er að fara í mjög þétt leikjaprógramm á næstu vikum vegna þátttöku þeirra í Evrópukeppni. Aðspurður hvort hann hefði vilja spila leik við Gróttu, sem var frestað til 19. desember, núna í vikunni hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Bara alveg hundrað prósent. Síðasta föstudag eða núna í vikunni. Allavegana vantar ekki dagana hjá okkur til þess að létta á álaginu í nóvember og desember en það var ekki hægt,“ segir Snorri Steinn. Valur mætir Haukum á Ásvöllum í næstu viku og má greina ekkert vanmat í orðum Snorra Steins í garð Hauka, þrátt fyrir brösuga byrjun Hafnfirðinga á tímabilinu. „Sært dýr, frábært lið, gríðarlega vel mannað. Spennandi lið, ungir og reynslumeiri í bland. Það getur vel verið að þeir hafi ekki farið nógu vel af stað en Haukar eru alltaf Haukar og klárlega áfram kandídatar þrátt fyrir að þeir séu ekki í toppbaráttunni eins og er,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að lokum.
Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Sjá meira