Vilja að einn milljarður dollara í Bitcoin verði gerður upptækur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2022 21:45 Skjáskot af vefsíðunni Silkroad Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að um einn milljarður dollara í rafmyntinni Bitcoin sem stolið var frá sölusíðunni Silk Road, sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, verði gerður upptækur Greint er frá þessu á vef Reuters þar sem fram kemur að fulltrúar Skattsins í Bandaríkjunum hafi lagt hald á fimmtíu þúsund Bitcoin í lögregluaðgerð í nóvember á síðasta ári. Hið mikla magn rafmyntarinnar fannst í fórum hins 32 ára James Zhong, sem ákærður var fyrir fjársvik með því að hafa stolið fjármununum frá Silk Road árið 2012. Sölusíðan Silk Road var upprætt árið 2013 af lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunu. Íslenska lögreglan spilaði þar lykilhlutverk á sínum tíma og fékk lögreglan hér á landi nokkur hundruð milljónir króna frá yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrir aðstoðina. Á vef Reuters segir að sumt af þeirri rafmynt sem yfirvöld lögðu hald á í aðgerðunum gegn Zhong hafi fundist á tölvu sem falin var í poppkornskassa í baðhergisskáp. Í Bandaríkjunum er ekki óalgengt að andvirði ólöglegs ávinnings af lögbrotum sé látið renna til lögreglunnar eða þess embættis sem rannsakar og upplýsir um þau. Í málinu gegn Zhong hafa bandarísk yfirvöld gert kröfu um að rafmyntin sem fannst verði gerð upptæk. Miðað við gengi dagsins eru fimmtíu þúsund Bitcoin virði um 150 milljarða íslenskra króna. Lögfræðingur Zhong segir að skjólstæðingur sinn sjái mjög eftir að hafa framið þá glæpi sem hann er sakaður um. Búast má við að hann fái allt að þriggja ára fangelsisdóm vegna málsins. Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17. desember 2019 17:45 Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10. október 2019 06:00 Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmu bréfi til dómarans. 29. maí 2015 21:01 Leyniþjónustufulltrúi stal bitcoin að jafnvirði 100 milljóna Dró sér rafmynt í miðri rannsókn yfirvalda á Silk Road. 1. september 2015 07:02 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Reuters þar sem fram kemur að fulltrúar Skattsins í Bandaríkjunum hafi lagt hald á fimmtíu þúsund Bitcoin í lögregluaðgerð í nóvember á síðasta ári. Hið mikla magn rafmyntarinnar fannst í fórum hins 32 ára James Zhong, sem ákærður var fyrir fjársvik með því að hafa stolið fjármununum frá Silk Road árið 2012. Sölusíðan Silk Road var upprætt árið 2013 af lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunu. Íslenska lögreglan spilaði þar lykilhlutverk á sínum tíma og fékk lögreglan hér á landi nokkur hundruð milljónir króna frá yfirvöldum í Bandaríkjunum fyrir aðstoðina. Á vef Reuters segir að sumt af þeirri rafmynt sem yfirvöld lögðu hald á í aðgerðunum gegn Zhong hafi fundist á tölvu sem falin var í poppkornskassa í baðhergisskáp. Í Bandaríkjunum er ekki óalgengt að andvirði ólöglegs ávinnings af lögbrotum sé látið renna til lögreglunnar eða þess embættis sem rannsakar og upplýsir um þau. Í málinu gegn Zhong hafa bandarísk yfirvöld gert kröfu um að rafmyntin sem fannst verði gerð upptæk. Miðað við gengi dagsins eru fimmtíu þúsund Bitcoin virði um 150 milljarða íslenskra króna. Lögfræðingur Zhong segir að skjólstæðingur sinn sjái mjög eftir að hafa framið þá glæpi sem hann er sakaður um. Búast má við að hann fái allt að þriggja ára fangelsisdóm vegna málsins.
Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17. desember 2019 17:45 Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10. október 2019 06:00 Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmu bréfi til dómarans. 29. maí 2015 21:01 Leyniþjónustufulltrúi stal bitcoin að jafnvirði 100 milljóna Dró sér rafmynt í miðri rannsókn yfirvalda á Silk Road. 1. september 2015 07:02 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Sjá meira
Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17. desember 2019 17:45
Fé fyrir Silk Road-rannsókn komið í nýjan löggæslusjóð Bandarísk stjórnvöld hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæpar þrjár milljónir dollara vegna aðstoðar við upprætingu ólöglegu sölusíðunnar Silk Road. Síðan var hýst hér á landi. Féð, alls 355 milljónir króna, hefur þegar verið afhent. Því verður varið til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. 10. október 2019 06:00
Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmu bréfi til dómarans. 29. maí 2015 21:01
Leyniþjónustufulltrúi stal bitcoin að jafnvirði 100 milljóna Dró sér rafmynt í miðri rannsókn yfirvalda á Silk Road. 1. september 2015 07:02