Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 17:30 Kyrie Irving fær ekki að spila með Brooklyn Nets þessa dagana. AP Photo/Rick Bowmer Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. Irving komst enn og aftur í sviðsljósið fyrir hegðun sína utan vallar. Nú vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hægt er að tengja við gyðingahatur. Var hann á endanum skikkaður í fimm leikja bann af Nets og þá setti félagið sex skilyrði sem hann þyrfti að uppfylla áður en hann fengi að snúa aftur. Þá hefur Nike sagt upp samningi sínum við leikmanninn. „Vorum við ekki að tala um þetta fyrir ári síðan með bólusetningarnar líka, pældu í hvað þessi gæi gerir bara árlega. Þetta er ótrúlegt,“ svaraði Hörður Unnsteinsson varðandi hvort Kyrie myndi spila aftur. Næstur á mælendaskrá var Sigurður Orri Kristjánsson. „Hann gæti alveg verið búinn að því. Hann er ekki maðurinn sem dregur úr. Hann fer með hælana dýpra og dýpra í sandinn.“ „Fyrir mér er Kyrie Irving full frjálst að hafa þær skoðanir sem hann vill hafa. En það sem ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu. Að nenna, dag eftir dag,“ sagði Kjartan Atli við góð viðbrögð sérfræðinga þáttarins. „Það er bara aldrei slagur sem þú sleppir,“ sagði Sigurður Orri um Kyrie og hló dátt. Klippa: Lögmál leiksins: Hefur Kyrie Irving spilað sinn síðasta leik í NBA? „Vaknaðu bara, fáðu þér einn kaffibolla, croissant, lestu blöðin, farðu í vinnuna, komdu heim og njóttu þess, Það er geggjað líf,“ sagði Kjartan Atli að endingu. Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 21.45 í kvöld. Þar verður farið yfir stöðu mála hjá Nets og Kyrie ásamt því helsta sem er í gangi í NBA deildinni. Þá er Nei eða Já á sínum stað. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30 Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31 Kyrie fer ekki fet Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023. 22. ágúst 2022 16:16 Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Irving komst enn og aftur í sviðsljósið fyrir hegðun sína utan vallar. Nú vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hægt er að tengja við gyðingahatur. Var hann á endanum skikkaður í fimm leikja bann af Nets og þá setti félagið sex skilyrði sem hann þyrfti að uppfylla áður en hann fengi að snúa aftur. Þá hefur Nike sagt upp samningi sínum við leikmanninn. „Vorum við ekki að tala um þetta fyrir ári síðan með bólusetningarnar líka, pældu í hvað þessi gæi gerir bara árlega. Þetta er ótrúlegt,“ svaraði Hörður Unnsteinsson varðandi hvort Kyrie myndi spila aftur. Næstur á mælendaskrá var Sigurður Orri Kristjánsson. „Hann gæti alveg verið búinn að því. Hann er ekki maðurinn sem dregur úr. Hann fer með hælana dýpra og dýpra í sandinn.“ „Fyrir mér er Kyrie Irving full frjálst að hafa þær skoðanir sem hann vill hafa. En það sem ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu. Að nenna, dag eftir dag,“ sagði Kjartan Atli við góð viðbrögð sérfræðinga þáttarins. „Það er bara aldrei slagur sem þú sleppir,“ sagði Sigurður Orri um Kyrie og hló dátt. Klippa: Lögmál leiksins: Hefur Kyrie Irving spilað sinn síðasta leik í NBA? „Vaknaðu bara, fáðu þér einn kaffibolla, croissant, lestu blöðin, farðu í vinnuna, komdu heim og njóttu þess, Það er geggjað líf,“ sagði Kjartan Atli að endingu. Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 21.45 í kvöld. Þar verður farið yfir stöðu mála hjá Nets og Kyrie ásamt því helsta sem er í gangi í NBA deildinni. Þá er Nei eða Já á sínum stað. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30 Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31 Kyrie fer ekki fet Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023. 22. ágúst 2022 16:16 Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30
Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31
Kyrie fer ekki fet Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023. 22. ágúst 2022 16:16