Flensan farin að láta á sér kræla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2022 13:01 Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert um veikindi þessa dagana. Vísir/Sigurjón Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Inflúensa gengur að jafnaði árlega yfir hér á landi. Kórónuveirufaraldurinn hafði þó nokkur áhrif á hana en veturinn 2020-2021 greindist engin inflúensa hér á landi. Síðasta vetur var hún svo seinna á ferðinni en venjulega. Nú hefur flensan hins vegar stungið sér niður hér á landi. „Hún er aðeins farin að greinast. Það er ekki komið mjög mikið en það er búið að greina hérna flensu alveg þannig að hún er komin þó það sé ekki flensufaraldur,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir töluvert álag á heilsugæslugæslunni þessa dagana. „Það er náttúrulega bara mjög mikið af haustpestum. Bara kvefpestum og efri loftvegasýkingum ýmsum sem að við erum að sjá og svo eru alltaf einstaka magapestir í gangi. Þannig að það er alveg nóg af verkefnum.“ Landsmenn hafi að miklu leyti hafa sloppið við þessar pestar á meðan að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir „Við höfum passað okkur svo vel síðustu tvö þrjú árin. Það er þannig að þessar venjulegu umgangspestir við urðum minna vör við þær í Covidtímanum. Þannig að þá eru margir ekki varðir og eru móttækilegri fyrir sýkingum nú í ár.“ Ekki sé of seint að bólusetja sig gegn inflúensunni en erfitt sé að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. „Það fer eftir því hvaða stofnar eru og svona en vissulega erum við búin að passa okkur vel síðustu tvö árin. Þannig það er ekkert ólíklegt að við finnum fyrir henni í vetur. Þannig það skiptir máli að þessar hefðbundu sóttvarnir sem við tileinkuðum okkur í Covidinu, þær gilda alveg áfram.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Inflúensa gengur að jafnaði árlega yfir hér á landi. Kórónuveirufaraldurinn hafði þó nokkur áhrif á hana en veturinn 2020-2021 greindist engin inflúensa hér á landi. Síðasta vetur var hún svo seinna á ferðinni en venjulega. Nú hefur flensan hins vegar stungið sér niður hér á landi. „Hún er aðeins farin að greinast. Það er ekki komið mjög mikið en það er búið að greina hérna flensu alveg þannig að hún er komin þó það sé ekki flensufaraldur,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir töluvert álag á heilsugæslugæslunni þessa dagana. „Það er náttúrulega bara mjög mikið af haustpestum. Bara kvefpestum og efri loftvegasýkingum ýmsum sem að við erum að sjá og svo eru alltaf einstaka magapestir í gangi. Þannig að það er alveg nóg af verkefnum.“ Landsmenn hafi að miklu leyti hafa sloppið við þessar pestar á meðan að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir „Við höfum passað okkur svo vel síðustu tvö þrjú árin. Það er þannig að þessar venjulegu umgangspestir við urðum minna vör við þær í Covidtímanum. Þannig að þá eru margir ekki varðir og eru móttækilegri fyrir sýkingum nú í ár.“ Ekki sé of seint að bólusetja sig gegn inflúensunni en erfitt sé að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. „Það fer eftir því hvaða stofnar eru og svona en vissulega erum við búin að passa okkur vel síðustu tvö árin. Þannig það er ekkert ólíklegt að við finnum fyrir henni í vetur. Þannig það skiptir máli að þessar hefðbundu sóttvarnir sem við tileinkuðum okkur í Covidinu, þær gilda alveg áfram.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira