Sagður hafa verið yfirheyrður á heimili sínu í tveimur aðskildum málum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 13:01 Faðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna umsvifamikilla vopnaviðskipta, sem hafa minnst tvívegis komið til kasta lögreglu. Vísir/vilhelm Héraðssaksóknari segir að skýrsla hafi verið tekin af föður ríkislögreglustjóra, í tengslum við hryðjuverkamálið svokallaða, daginn áður en héraðssaksóknara var falin rannsókn málsins. DV hefur eftir heimildamanni í frétt sem birtist í gær að Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hafi verið yfirheyrður á heimili hans á sama tíma og húsleit var gerð þar í lok septembermánaðar í tengslum við hryðjuverkamálið. Þar segir jafnframt að við húsleitina hafi honum verið kynnt að hann hefði stöðu sakbornings og væri grunaður um vopnalagabrot. „Þetta er reyndar áður en við fáum stýringuna á rannsókninni. Þetta er deginum á undan,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi séð um húsleitina en hann gat þó ekki staðfest hvort yfirheyrslan hafi farið fram á heimili Guðjóns. Sama kvöld og farið var í þessa aðgerð hafi Sigríður Björk sagt sig frá málinu. Á fjórða tug óskráðra skotvopna fannst á heimili Guðjóns. Var yfirheyrður heima árið 2018 Reynist rétt að Guðjón hafi verið yfirheyrður á heimili sínu er það ekki fyrsta sinn sem hann er yfirheyrður heima. Árið 2018 var Guðjón yfirheyrður vegna hálfsjálfvirks ólöglegs riffils sem fannst í húsleit hjá manni sem hafði keypt riffilinn af Guðjóni. Þeir deildu um hvort riffillinn hafi verið í ólöglegri mynd þegar Guðjón seldi hann. Málið var flutt til lögreglunnar á Vesturlandi þar sem Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. Lögreglumaður af Vesturlandi, sem annaðist rannsóknina, tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans í Hafnarfirði. Guðjón fékk stöðu vitnis í málinu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að það væri ekkert sem benti til að Guðjóni hafi verið hlíft af lögreglu vegna fjölskyldutengsla við ríkislögreglustjóra. Héraðssaksóknari segist ekki geta upplýst um stöðu Guðjóns í hryðjuverkarannsókninni. Er Guðjón með réttarstöðu sakbornings eða réttarstöðu vitnis? „Við höfum ekki kommenterað á stöðu einstakra aðila,“ segir Ólafur Þór. Lögmenn sem fréttastofa hefur rætt við vegna málsins segja afar óeðlilegt að fólk sé yfirheyrt heima hjá sér. Það sé ekki gert nema fólk sé alvarlega sært eða veikt og samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal skýrslutaka af sakborningum og vitnum fara fram fyrir luktum dyrum. Hefur stundað vopnaviðskipti með reiðufé Fram kemur í frétt DV, sem hefur allt eftir heimildarmanni, að sakborningar í hryðjuverkamálinu séu fjórir. Tveir þeirra hafi átt í viðskiptum við Guðjón, hvorugur þeirra í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Öðrum þeirra hafi Guðjón lánað hálfsjálfvirkan og ólöglegan Colt riffil. Hinn hafi aft milligöngu að því að selja Guðjóni þrívíddarprentað skotvopn og Guðjón borgað 400 þúsund í reiðufé fyrir. Í áðurnefndu máli, sem upp kom 2018, kemur fram í dómsgögnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Guðjóni hafi verið borgað fyrir riffilinn í seðlum. Hvorki hafi kvittun, reikningur né millifærsla verið til staðar fyrir viðskiptunum. Guðjón hélt því fram að hann hafi selt riffilinn fyrir 700 þúsund krónur en maðurinn sem keypti hann sagðist hafa borgað 1,5 milljón króna. Allt í seðlum. Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Mál föður ríkislögreglustjóra „óþægilegt“ og veki upp margar spurningar Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. 5. nóvember 2022 17:25 Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52 Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
DV hefur eftir heimildamanni í frétt sem birtist í gær að Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hafi verið yfirheyrður á heimili hans á sama tíma og húsleit var gerð þar í lok septembermánaðar í tengslum við hryðjuverkamálið. Þar segir jafnframt að við húsleitina hafi honum verið kynnt að hann hefði stöðu sakbornings og væri grunaður um vopnalagabrot. „Þetta er reyndar áður en við fáum stýringuna á rannsókninni. Þetta er deginum á undan,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi séð um húsleitina en hann gat þó ekki staðfest hvort yfirheyrslan hafi farið fram á heimili Guðjóns. Sama kvöld og farið var í þessa aðgerð hafi Sigríður Björk sagt sig frá málinu. Á fjórða tug óskráðra skotvopna fannst á heimili Guðjóns. Var yfirheyrður heima árið 2018 Reynist rétt að Guðjón hafi verið yfirheyrður á heimili sínu er það ekki fyrsta sinn sem hann er yfirheyrður heima. Árið 2018 var Guðjón yfirheyrður vegna hálfsjálfvirks ólöglegs riffils sem fannst í húsleit hjá manni sem hafði keypt riffilinn af Guðjóni. Þeir deildu um hvort riffillinn hafi verið í ólöglegri mynd þegar Guðjón seldi hann. Málið var flutt til lögreglunnar á Vesturlandi þar sem Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. Lögreglumaður af Vesturlandi, sem annaðist rannsóknina, tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans í Hafnarfirði. Guðjón fékk stöðu vitnis í málinu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að það væri ekkert sem benti til að Guðjóni hafi verið hlíft af lögreglu vegna fjölskyldutengsla við ríkislögreglustjóra. Héraðssaksóknari segist ekki geta upplýst um stöðu Guðjóns í hryðjuverkarannsókninni. Er Guðjón með réttarstöðu sakbornings eða réttarstöðu vitnis? „Við höfum ekki kommenterað á stöðu einstakra aðila,“ segir Ólafur Þór. Lögmenn sem fréttastofa hefur rætt við vegna málsins segja afar óeðlilegt að fólk sé yfirheyrt heima hjá sér. Það sé ekki gert nema fólk sé alvarlega sært eða veikt og samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal skýrslutaka af sakborningum og vitnum fara fram fyrir luktum dyrum. Hefur stundað vopnaviðskipti með reiðufé Fram kemur í frétt DV, sem hefur allt eftir heimildarmanni, að sakborningar í hryðjuverkamálinu séu fjórir. Tveir þeirra hafi átt í viðskiptum við Guðjón, hvorugur þeirra í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Öðrum þeirra hafi Guðjón lánað hálfsjálfvirkan og ólöglegan Colt riffil. Hinn hafi aft milligöngu að því að selja Guðjóni þrívíddarprentað skotvopn og Guðjón borgað 400 þúsund í reiðufé fyrir. Í áðurnefndu máli, sem upp kom 2018, kemur fram í dómsgögnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Guðjóni hafi verið borgað fyrir riffilinn í seðlum. Hvorki hafi kvittun, reikningur né millifærsla verið til staðar fyrir viðskiptunum. Guðjón hélt því fram að hann hafi selt riffilinn fyrir 700 þúsund krónur en maðurinn sem keypti hann sagðist hafa borgað 1,5 milljón króna. Allt í seðlum.
Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Mál föður ríkislögreglustjóra „óþægilegt“ og veki upp margar spurningar Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. 5. nóvember 2022 17:25 Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52 Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Mál föður ríkislögreglustjóra „óþægilegt“ og veki upp margar spurningar Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. 5. nóvember 2022 17:25
Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52
Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49