Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2022 23:30 Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu í gær. Getty/McNamee Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó útlit sé fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. „Byrjar þetta aftur, falsaðar kosningar,“ segir Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneita úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Lýræðið sjálft á kjörseðlinum Repúblikanar hafa verið duglegir að skapa efa um komandi þingkosningar og voru ekki lengi að bregðast við ummælum yfirmanns kjörstjórnar í Pennsylvaníu sem hann lét falla í viðtali í síðustu viku. Í ummælunum kom meðal annars fram að nokkra daga gæti tekið að telja atkvæði í fylkinu. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz nýtti tækifærið og gerði ummælin tortryggileg. Hann velti því meðal annars upp hvers vegna það væri aðeins í „bláum borgum demókrata“ sem talning atkvæða tæki svo langan tíma. Í öðrum fylkjum væri það einfaldlega gert á kosninganótt. CNN segir ummæli Cruz röng. Fyrir utan þá staðreynd að atkvæði séu bersýnilega fleiri í stærri - og oft „bláum“ borgum - sé reglulega ómögulegt að klára talningu atkvæða á kosninganótt, allt eins í fylkjum sem almennt hafa verið hliðholl repúblikönum. Í sumum „rauðum“ fylkjum hafi utankjörfundaratkvæði jafnvel verið talin mörgum dögum eftir kosningar. Þá hafi almenningi jafnan verið kleift að lagfæra vankanta á framkvæmd við kosningu, til að mynda með því að framvísa skilríkjum, mörgum dögum eftir kjördag. Demókratar hafa harmað málflutning repúblikana undanfarnar vikur. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varaði við því í gær að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður: „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33 Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó útlit sé fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. „Byrjar þetta aftur, falsaðar kosningar,“ segir Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneita úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Lýræðið sjálft á kjörseðlinum Repúblikanar hafa verið duglegir að skapa efa um komandi þingkosningar og voru ekki lengi að bregðast við ummælum yfirmanns kjörstjórnar í Pennsylvaníu sem hann lét falla í viðtali í síðustu viku. Í ummælunum kom meðal annars fram að nokkra daga gæti tekið að telja atkvæði í fylkinu. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz nýtti tækifærið og gerði ummælin tortryggileg. Hann velti því meðal annars upp hvers vegna það væri aðeins í „bláum borgum demókrata“ sem talning atkvæða tæki svo langan tíma. Í öðrum fylkjum væri það einfaldlega gert á kosninganótt. CNN segir ummæli Cruz röng. Fyrir utan þá staðreynd að atkvæði séu bersýnilega fleiri í stærri - og oft „bláum“ borgum - sé reglulega ómögulegt að klára talningu atkvæða á kosninganótt, allt eins í fylkjum sem almennt hafa verið hliðholl repúblikönum. Í sumum „rauðum“ fylkjum hafi utankjörfundaratkvæði jafnvel verið talin mörgum dögum eftir kosningar. Þá hafi almenningi jafnan verið kleift að lagfæra vankanta á framkvæmd við kosningu, til að mynda með því að framvísa skilríkjum, mörgum dögum eftir kjördag. Demókratar hafa harmað málflutning repúblikana undanfarnar vikur. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varaði við því í gær að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður: „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33 Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. 3. nóvember 2022 10:33
Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32