„Liðið hefur verið samansafn af lokuðum pappakössum“ Atli Arason skrifar 4. nóvember 2022 23:46 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir sigur liðsins á útivelli gegn Njarðvík í kvöld. Jóhann telur Grindvíkinga hafa skortað hörku undanfarin ár og kvaðst ánægður að Gkay Skordilis, leikmaður Grindavíkur, hafi látið reka sig af velli. „Ég er mjög ánægður með hann, bara mjög ánægður. Þetta er bara það sem við viljum standa fyrir. Frá tímabilinu 2016/17 þegar Lalli [Þorleifur Ólafsson] bróðir hættir þá hefur liðið verið samansafn af lokuðum pappakössum sem eru litir í sér og þora ekki að berja frá sér. Það hefur bara verið einkenni liðsins undanfarin ár og við ætlum okkur að breyta því,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leik. Markmið Grindavíkur fyrir leikinn var að sýna kraft og hugrekki sem þeir yrðu sáttir með í leikslok, alveg sama hver úrslit leiksins hefðu verið. „Við erum hættir að vera litlir í okkur. Við lofuðum sjálfum okkur frammistöðu og ætluðum að vera sáttir með okkur í klefa eftir leik sama hvernig færi. Þetta var geggjuð frammistaða og rúsínan í pylsuendanum eru tvo stig,“ sagði Jóhann áður en hann bætti við. „Mér fannst við gera mjög vel varnarlega á hálfum velli og það var það sem við lögðum upp með.“ Í viðtali fyrir leikinn í kvöld sagði Jóhann að undanfarin vika hafi verið erfið í Grindavík en Jón Axel Guðmundsson yfirgaf félagið rúmum tveimur vikum eftir að hann samdi við liðið. Eftir leik talaði Jóhann m.a. um ástarsorg í Grindavík en bætti við að núna væri kominn tími til að horfa fram á veginn. „Það gekk svo sem ekkert á. Þetta var búið að vera lengi í loftinu, hvort hann væri að koma eða hvort hann væri ekki að koma. Það verður svo eitthvað úr þessu en svo er hann bara aftur farinn.“ „Ekki að ég sé eitthvað að lasta Jóni Axel eða neitt slíkt, vonandi gengur honum bara ofboðslega vel í því sem hann er að gera. Þetta var samt svolítið högg í andlitið, við spiluðum við Ármann í bikar á mánudaginn og það var bara eins og menn voru í ástarsorg. Ég hefði getað staðið hér fyrir leik og talið upp fullt af afsökunum og verið eitthvað að væla en við vorum bara klárir í að koma hingað og setja upp alvöru frammistöðu og við gerðum það.“ Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, steig heldur betur upp í fjarveru Jóns Axels en Bragi gerði 19 stig í leiknum. Framundan er landsleikjahlé sem Jóhann og Grindvíkingar ætla að nýta til að reyna að finna nýja og rétta leikmenn í liðið. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða okkar mál en ég ætla samt ekki að taka hvað sem er. Bragi var geggjaður í kvöld og sýndi að hann á heima á þessu sviði. Nökkvi og Hilmir áttu líka flottar mínútur. Við þurfum núna bara að sjá hvað gæti passað í liðið og hvað ekki,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með hann, bara mjög ánægður. Þetta er bara það sem við viljum standa fyrir. Frá tímabilinu 2016/17 þegar Lalli [Þorleifur Ólafsson] bróðir hættir þá hefur liðið verið samansafn af lokuðum pappakössum sem eru litir í sér og þora ekki að berja frá sér. Það hefur bara verið einkenni liðsins undanfarin ár og við ætlum okkur að breyta því,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leik. Markmið Grindavíkur fyrir leikinn var að sýna kraft og hugrekki sem þeir yrðu sáttir með í leikslok, alveg sama hver úrslit leiksins hefðu verið. „Við erum hættir að vera litlir í okkur. Við lofuðum sjálfum okkur frammistöðu og ætluðum að vera sáttir með okkur í klefa eftir leik sama hvernig færi. Þetta var geggjuð frammistaða og rúsínan í pylsuendanum eru tvo stig,“ sagði Jóhann áður en hann bætti við. „Mér fannst við gera mjög vel varnarlega á hálfum velli og það var það sem við lögðum upp með.“ Í viðtali fyrir leikinn í kvöld sagði Jóhann að undanfarin vika hafi verið erfið í Grindavík en Jón Axel Guðmundsson yfirgaf félagið rúmum tveimur vikum eftir að hann samdi við liðið. Eftir leik talaði Jóhann m.a. um ástarsorg í Grindavík en bætti við að núna væri kominn tími til að horfa fram á veginn. „Það gekk svo sem ekkert á. Þetta var búið að vera lengi í loftinu, hvort hann væri að koma eða hvort hann væri ekki að koma. Það verður svo eitthvað úr þessu en svo er hann bara aftur farinn.“ „Ekki að ég sé eitthvað að lasta Jóni Axel eða neitt slíkt, vonandi gengur honum bara ofboðslega vel í því sem hann er að gera. Þetta var samt svolítið högg í andlitið, við spiluðum við Ármann í bikar á mánudaginn og það var bara eins og menn voru í ástarsorg. Ég hefði getað staðið hér fyrir leik og talið upp fullt af afsökunum og verið eitthvað að væla en við vorum bara klárir í að koma hingað og setja upp alvöru frammistöðu og við gerðum það.“ Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, steig heldur betur upp í fjarveru Jóns Axels en Bragi gerði 19 stig í leiknum. Framundan er landsleikjahlé sem Jóhann og Grindvíkingar ætla að nýta til að reyna að finna nýja og rétta leikmenn í liðið. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða okkar mál en ég ætla samt ekki að taka hvað sem er. Bragi var geggjaður í kvöld og sýndi að hann á heima á þessu sviði. Nökkvi og Hilmir áttu líka flottar mínútur. Við þurfum núna bara að sjá hvað gæti passað í liðið og hvað ekki,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti