Eigandi Dallas Cowboys í vandræðum vegna hrekkjavökubúnings Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 20:45 Jerry Jones er í veseni og það ekki í fyrsta sinn. Getty/Tom Pennington Jerry Jones, hinn litríki eigandi Dallas Cowboys, gæti átt von á sekt frá forsvarsmönnum NFL deildarinnar. Búningur sem hann klæddist á hrekkjavökunni hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Jerry Jones hefur verið eigandi Cowboys liðsins síðan 1989 og haldið utan um taumana föstum höndum síðan þá. Jones er grjótharður viðskiptamaður og á stóran þátt í því að allt frá árinu 2016 hefur Dallas Cowboys verið í efsta sæti á lista Forbes yfir verðmætustu íþróttalið í heimi. Hinn áttræði Jones gæti hins vegar verið í vandræðum. Á hrekkjavökunni, sem haldin var hátíðleg í Bandaríkjunum og víðar um heim á sunnudag, ákvað hann að mæta klæddur sem blindur dómari. Cowboys owner Jerry Jones with the epic troll Halloween costume. A blind ref.Hope @nfl has a sense of humor pic.twitter.com/WkZyjmDj1J— Clarence Hill Jr (@clarencehilljr) October 30, 2022 Þetta vakti ekki mikla lukku hjá forsvarsmönnum deildarinnar. Deildin hefur stundum verið uppnefnd „No Fun League“ þar sem reglur þykja í sumum tilvikum strangar. Ein þessara reglna er frá árinu 2019 og snýr að því að ekki er leyfilegt að tjá sig á neikvæðan hátt um dómara í deildinni á samfélagsmiðlum. Myndin af Jones birtist á Twitter reikningi frænku hans en sjálfur virðist Jones ekki hafa miklar áhyggjur af því að þetta uppátæki hans muni draga dilk á eftir sér. „Ég var með stafinn og allt saman. Ég beindi honum að fólki,“ sagði Jones í samtali við Sports Illustrated og á þar við blindrastafinn sem hann sést með á myndinni. Steven Jones, sonur Jerry og varaforseti Cowboys, vonast til þess að forsvarsmenn deildarinnar og dómararnir sjái það broslega í þessu öllu saman. „Þeir eru að sinna erfiðu starfi. Ég vona að þeir skilji að það er hægt að grínast með þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir viti að af hálfu Dallas Cowboys er borin virðing fyrir því hversu erfitt starf þeirra er og hversu vel þeir standa sig,“ sagði Jones yngri í samtali við The K&C Masterpiece. Cowboys hafa farið vel af stað í NFL deildinni og eru með sex sigra eftir átta leiki. Forsvarsmenn deildarinnar hafa ekki tjáð sig um mögulega refsingu vegna uppátækis Jones. NFL Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Jerry Jones hefur verið eigandi Cowboys liðsins síðan 1989 og haldið utan um taumana föstum höndum síðan þá. Jones er grjótharður viðskiptamaður og á stóran þátt í því að allt frá árinu 2016 hefur Dallas Cowboys verið í efsta sæti á lista Forbes yfir verðmætustu íþróttalið í heimi. Hinn áttræði Jones gæti hins vegar verið í vandræðum. Á hrekkjavökunni, sem haldin var hátíðleg í Bandaríkjunum og víðar um heim á sunnudag, ákvað hann að mæta klæddur sem blindur dómari. Cowboys owner Jerry Jones with the epic troll Halloween costume. A blind ref.Hope @nfl has a sense of humor pic.twitter.com/WkZyjmDj1J— Clarence Hill Jr (@clarencehilljr) October 30, 2022 Þetta vakti ekki mikla lukku hjá forsvarsmönnum deildarinnar. Deildin hefur stundum verið uppnefnd „No Fun League“ þar sem reglur þykja í sumum tilvikum strangar. Ein þessara reglna er frá árinu 2019 og snýr að því að ekki er leyfilegt að tjá sig á neikvæðan hátt um dómara í deildinni á samfélagsmiðlum. Myndin af Jones birtist á Twitter reikningi frænku hans en sjálfur virðist Jones ekki hafa miklar áhyggjur af því að þetta uppátæki hans muni draga dilk á eftir sér. „Ég var með stafinn og allt saman. Ég beindi honum að fólki,“ sagði Jones í samtali við Sports Illustrated og á þar við blindrastafinn sem hann sést með á myndinni. Steven Jones, sonur Jerry og varaforseti Cowboys, vonast til þess að forsvarsmenn deildarinnar og dómararnir sjái það broslega í þessu öllu saman. „Þeir eru að sinna erfiðu starfi. Ég vona að þeir skilji að það er hægt að grínast með þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir viti að af hálfu Dallas Cowboys er borin virðing fyrir því hversu erfitt starf þeirra er og hversu vel þeir standa sig,“ sagði Jones yngri í samtali við The K&C Masterpiece. Cowboys hafa farið vel af stað í NFL deildinni og eru með sex sigra eftir átta leiki. Forsvarsmenn deildarinnar hafa ekki tjáð sig um mögulega refsingu vegna uppátækis Jones.
NFL Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira