Rauða spjald Jóhanns Birgis dregið til baka Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 18:45 Jóhann Birgir í leik gegn Haukum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Aganefnd HSÍ fundaði í gær og tók þá fyrir mál fjögurra leikmanna sem fengu rautt spjald í 7.umferð Olís-deildar karla um síðustu helgi. Rauða spjaldið sem FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson fékk gegn ÍBV var dregið til baka. Í úrskurði nefndarinnar, sem lesa má á vef HSÍ, er greint frá úrskurði í málum þeirra Jóhanns Birgis og Ágústs Birgissonar leikmanna FH sem og í málum Blæs Hinrikssonar og Igors Kopyshynskyi leikmanna Aftureldingar. Allir fengu þeir rautt spjald í leikjum liða sinna á sunnudag þar sem FH mætti ÍBV í Eyjum og Afturelding lék gegn Herði á Ísafirði. Athygli vekur að dómarar í sigurleik FH í Vestmannaeyjum, þeir Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Ólafur Víðir Ólafsson, óskuðu eftir því við aganefndina að rauða spjald Jóhanns Birgis yrði dregið til baka þar sem þeir mátu sem svo að ákvörðun þeirra í leiknum hafi verið röng. Spjaldið var það fyrra af tveimur rauðum spjöldum sem FH-ingar fengu í leiknum en þeir unnu ÍBV þó með eins marks mun. Voru þetta fyrstu stigin sem lið í Olís-deildinni sóttu til Eyja á tímabilinu. Spjald Ágústs stendur óhaggað en hann var þó ekki sendur í leikbann af aganefndinni. Sama á við um rauðu spjöld Blæs Hinrikssonar og Igors Kopyshynskyi á Ísafirði. Hvorugur þeirra fær leikbann og geta þeir því leikið með Aftureldingu í næstu umferð Olís-deildarinnar þar sem liðið tekur á móti KA. FH Afturelding Olís-deild karla ÍBV Hörður Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - FH 28-29 | FH-ingar fyrstir til að fara með stig úr Eyjum FH vann sinn fyrsta leik í Vestmannaeyjum síðan 2018 þegar liðið lagði ÍBV að velli, 28-29, í 7. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar urðu þar með fyrsta liðið á tímabilinu til að fara með stig úr Eyjum. 30. október 2022 15:20 Umfjöllun: Hörður - Afturelding 29-36 | Fjórði sigur Aftureldingar í röð Afturelding fór á Ísafjörð og vann sjö marka sigur á Herði 29-36. Afturelding var yfir allan leikinn. Heimamenn minnkuðu forskot Aftureldingar niður í tvö mörk þegar sjö mínútur voru eftir en gestirnir svöruðu því og fögnuðu á endanum sjö marka sigri. 30. október 2022 17:35 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar, sem lesa má á vef HSÍ, er greint frá úrskurði í málum þeirra Jóhanns Birgis og Ágústs Birgissonar leikmanna FH sem og í málum Blæs Hinrikssonar og Igors Kopyshynskyi leikmanna Aftureldingar. Allir fengu þeir rautt spjald í leikjum liða sinna á sunnudag þar sem FH mætti ÍBV í Eyjum og Afturelding lék gegn Herði á Ísafirði. Athygli vekur að dómarar í sigurleik FH í Vestmannaeyjum, þeir Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Ólafur Víðir Ólafsson, óskuðu eftir því við aganefndina að rauða spjald Jóhanns Birgis yrði dregið til baka þar sem þeir mátu sem svo að ákvörðun þeirra í leiknum hafi verið röng. Spjaldið var það fyrra af tveimur rauðum spjöldum sem FH-ingar fengu í leiknum en þeir unnu ÍBV þó með eins marks mun. Voru þetta fyrstu stigin sem lið í Olís-deildinni sóttu til Eyja á tímabilinu. Spjald Ágústs stendur óhaggað en hann var þó ekki sendur í leikbann af aganefndinni. Sama á við um rauðu spjöld Blæs Hinrikssonar og Igors Kopyshynskyi á Ísafirði. Hvorugur þeirra fær leikbann og geta þeir því leikið með Aftureldingu í næstu umferð Olís-deildarinnar þar sem liðið tekur á móti KA.
FH Afturelding Olís-deild karla ÍBV Hörður Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - FH 28-29 | FH-ingar fyrstir til að fara með stig úr Eyjum FH vann sinn fyrsta leik í Vestmannaeyjum síðan 2018 þegar liðið lagði ÍBV að velli, 28-29, í 7. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar urðu þar með fyrsta liðið á tímabilinu til að fara með stig úr Eyjum. 30. október 2022 15:20 Umfjöllun: Hörður - Afturelding 29-36 | Fjórði sigur Aftureldingar í röð Afturelding fór á Ísafjörð og vann sjö marka sigur á Herði 29-36. Afturelding var yfir allan leikinn. Heimamenn minnkuðu forskot Aftureldingar niður í tvö mörk þegar sjö mínútur voru eftir en gestirnir svöruðu því og fögnuðu á endanum sjö marka sigri. 30. október 2022 17:35 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - FH 28-29 | FH-ingar fyrstir til að fara með stig úr Eyjum FH vann sinn fyrsta leik í Vestmannaeyjum síðan 2018 þegar liðið lagði ÍBV að velli, 28-29, í 7. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar urðu þar með fyrsta liðið á tímabilinu til að fara með stig úr Eyjum. 30. október 2022 15:20
Umfjöllun: Hörður - Afturelding 29-36 | Fjórði sigur Aftureldingar í röð Afturelding fór á Ísafjörð og vann sjö marka sigur á Herði 29-36. Afturelding var yfir allan leikinn. Heimamenn minnkuðu forskot Aftureldingar niður í tvö mörk þegar sjö mínútur voru eftir en gestirnir svöruðu því og fögnuðu á endanum sjö marka sigri. 30. október 2022 17:35