„Það er ótrúlegt hvernig hann nær þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 09:43 Björgvin Páll Gústavsson var frábær í Valsmarkinu í gær. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik á Benidorm í gærkvöldi þegar Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í Evrópudeildinni. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn tók hvert dauðafærið á fætur öðru, varði tvö víti og átti sína eina af ótrúlegustu markvörslu í manna minnum. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir frammistöðu Björgvins eftir leikinn og hann fékk mikið hrós frá þeim. „Björgvin Páll Gústavsson var virkilega góður í þessum leik og varði sextán bolta. Hann er með rétt undir fjörutíu prósent markvörslu. Svo var hann að verja úr dauðafærum,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Umræða um frammistöðu Björgvin Páls á Benidorm „Hann byrjaði leikinn strax á að verja bolta. Hann fær einn bolta í hausinn sem gerir hann bara ruglaðri í markinu en hann var fyrir,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Þannig kveikir maður á honum,“ skaut Stefán Árni inn í. „Ég er að segja það. Hann var mjög góður og er lykillinn að þessum sigri hjá Valsmönnum,“ sagði Þorgrímur Smári. „Ég tek alveg undir það. Þetta eru nánast allt dauðafæri því Benidorm spilar upp á það að fá sex metra færi. Þeir eru ekki að skjóta mikið fyrir utan. Hann tekur þarna tvö víti í röð og á síðan ótrúlega markvörslu þegar hann skutlar sér á eftir boltanum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Það er svo mikilvægt fyrir hann þegar hann byrjar leiki vel því það gefur sjálfstraust í liðið,“ sagði Jóhann Gunnar. Þeir sýndu síðan markvörslu Björgvins þegar hann skutlar sér á eftir boltanum og nær að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. „Þessi varsla er rugl. Það er ótrúlegt hvernig hann nær þessu,“ sagði Jóhann. Það má horfa á umræðuna um Björgvin Pál og allar flottu markvörslurnar hér fyrir ofan. Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn tók hvert dauðafærið á fætur öðru, varði tvö víti og átti sína eina af ótrúlegustu markvörslu í manna minnum. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir frammistöðu Björgvins eftir leikinn og hann fékk mikið hrós frá þeim. „Björgvin Páll Gústavsson var virkilega góður í þessum leik og varði sextán bolta. Hann er með rétt undir fjörutíu prósent markvörslu. Svo var hann að verja úr dauðafærum,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Umræða um frammistöðu Björgvin Páls á Benidorm „Hann byrjaði leikinn strax á að verja bolta. Hann fær einn bolta í hausinn sem gerir hann bara ruglaðri í markinu en hann var fyrir,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson. „Þannig kveikir maður á honum,“ skaut Stefán Árni inn í. „Ég er að segja það. Hann var mjög góður og er lykillinn að þessum sigri hjá Valsmönnum,“ sagði Þorgrímur Smári. „Ég tek alveg undir það. Þetta eru nánast allt dauðafæri því Benidorm spilar upp á það að fá sex metra færi. Þeir eru ekki að skjóta mikið fyrir utan. Hann tekur þarna tvö víti í röð og á síðan ótrúlega markvörslu þegar hann skutlar sér á eftir boltanum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Það er svo mikilvægt fyrir hann þegar hann byrjar leiki vel því það gefur sjálfstraust í liðið,“ sagði Jóhann Gunnar. Þeir sýndu síðan markvörslu Björgvins þegar hann skutlar sér á eftir boltanum og nær að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. „Þessi varsla er rugl. Það er ótrúlegt hvernig hann nær þessu,“ sagði Jóhann. Það má horfa á umræðuna um Björgvin Pál og allar flottu markvörslurnar hér fyrir ofan.
Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira