Miklar tíðablæðingar skráðar sem aukaverkanir af völdum Covid-bóluefna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2022 06:33 Bóluefnin frá Pfizer/BioNTech og Moderna voru þau bóluefni sem flestir Íslendingar fengu gegn Covid-19. Vísir/Vilhelm Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) ákvað á fundi sínum dagana 24. til 27. október að leggja til að miklar tíðablæðingar yrðu skráðar sem möguleg aukaverkun af bóluefnunum Comirnaty og Spikevax gegn Covid-19. Comirnaty er bóluefni Pfizer og BioNTech en Spikevax er framleitt af Moderna. Á vef Lyfjastofnunar segir að um sé að ræða „miklar tíðablæðingar“ þegar blæðingar standa lengur eða magn tíðablóðs er meira en vanalega og þær hafa áhrif á lífsgæði einstaklingsins. Tilkynningar hafi borist um slík tilfelli eftir grunn- og örvunarbólusetningar með bæði Comirnaty og Spikevax. „Til að meta þetta öryggisboð fór PRAC yfir gögn úr klínískum rannsóknum, aukaverkanatilkynningar úr Eudravigilance gagnagrunninum og upplýsingar úr klínískum textum. Niðurstaðan var að það væri að minnsta kosti raunhæfur möguleiki aðtengsl væru á milli bólusetninga með þessum bóluefnum og miklum tíðablæðingum. Aukaverkanirnar voru í flestum tilfellum tímabundnar og ekki alvarlegar. Mælt var með að uppfæra lyfjatexta bóluefnanna með tilliti til þessa,“ segir Lyfjastofnun. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að röskun tíðahringsins sé almennt fremur algeng og geti orðið af ýmsum ástæðum. Allir sem fá blæðingar eftir breytingaskeið eða hafi áhyggjur af tíðahring sínum ættu hins vegar að hafa samband við lækni. Ekkert bendi til þess að aukaverkanir sem tilkynntar hefðu verið hefðu áhrif á frjósemi. Einnig sýndu gögn að svokölluð mRNA bóluefni að þau væru örugg á og eftir meðgöngu. „Nefndin tekur fram að öll gögn bendi til þess að ávinningurinn sé töluvert meiri en áhættan af notkun bóluefnanna. Heilbrigðisstarfsfólk og almenningur eru þó beðin um að halda áfram að tilkynna grun um aukaverkun ef miklar tíðablæðingar verða eftir bólusetningu. PRAC mun halda áfram að fylgjast með tilfellunum og uppfæra tilmæli sín ef þörf þykir.“ Bólusetningar Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Comirnaty er bóluefni Pfizer og BioNTech en Spikevax er framleitt af Moderna. Á vef Lyfjastofnunar segir að um sé að ræða „miklar tíðablæðingar“ þegar blæðingar standa lengur eða magn tíðablóðs er meira en vanalega og þær hafa áhrif á lífsgæði einstaklingsins. Tilkynningar hafi borist um slík tilfelli eftir grunn- og örvunarbólusetningar með bæði Comirnaty og Spikevax. „Til að meta þetta öryggisboð fór PRAC yfir gögn úr klínískum rannsóknum, aukaverkanatilkynningar úr Eudravigilance gagnagrunninum og upplýsingar úr klínískum textum. Niðurstaðan var að það væri að minnsta kosti raunhæfur möguleiki aðtengsl væru á milli bólusetninga með þessum bóluefnum og miklum tíðablæðingum. Aukaverkanirnar voru í flestum tilfellum tímabundnar og ekki alvarlegar. Mælt var með að uppfæra lyfjatexta bóluefnanna með tilliti til þessa,“ segir Lyfjastofnun. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að röskun tíðahringsins sé almennt fremur algeng og geti orðið af ýmsum ástæðum. Allir sem fá blæðingar eftir breytingaskeið eða hafi áhyggjur af tíðahring sínum ættu hins vegar að hafa samband við lækni. Ekkert bendi til þess að aukaverkanir sem tilkynntar hefðu verið hefðu áhrif á frjósemi. Einnig sýndu gögn að svokölluð mRNA bóluefni að þau væru örugg á og eftir meðgöngu. „Nefndin tekur fram að öll gögn bendi til þess að ávinningurinn sé töluvert meiri en áhættan af notkun bóluefnanna. Heilbrigðisstarfsfólk og almenningur eru þó beðin um að halda áfram að tilkynna grun um aukaverkun ef miklar tíðablæðingar verða eftir bólusetningu. PRAC mun halda áfram að fylgjast með tilfellunum og uppfæra tilmæli sín ef þörf þykir.“
Bólusetningar Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira