Skutu leynilegum gervihnöttum út í geim með öflugustu eldflauginni Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2022 13:00 Falcon Heavy á leið á skotpall í Flórída. SpaceX Starfsmenn SpaceX ætla í dag að skjóta svokallaðri Falcon Heavy-eldflaug á loft frá Flórída. Það er öflugasta eldflaugin sem notast er við þessa dagana og verður hún notuð til að skjóta tveimur gervihnöttum út í geim fyrir Bandaríkjaher, auk annarra gervihnatta. Uppfært: Geimskotið heppnaðist vel. Báðar eldflaugarnar lentu í heilu lagi í Flórída og farmurinn virtist rata á sinn stað. SpaceX sagði þó lítið frá því vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir farminum. Gervihnettirnir eiga að fara mjög langt út í geim og eiga þeir að svífa yfir jörðinni í meira en þrjátíu þúsund kílómetra hæð, samkvæmt frétt SpaceFlightNow. Leynd hvílir yfir gervihnöttunum sem verið er að skjóta út í geim fyrir herinn. Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum. Það eru eldflaugar sem SpaceX hefur notað um árabil og eru hannaðar til að snúa aftur til jarðar og lenda, svo hægt sé að nota þær aftur. Falcon 9 eldflaugarnar hafa reynst SpaceX gífurlega vel en þetta er fimmtugasta geimskot fyrirtækisins á þessu ári. Þetta er í fjórða sinn sem SpaceX skýtur Falcon Heavy á loft. Following booster separation, Falcon Heavy s two side boosters will return to Earth and land at SpaceX s Landing Zones 1 and 2 pic.twitter.com/a4GQBGFbC9— SpaceX (@SpaceX) November 1, 2022 Tvær af eldflaugum Falcon Heavy munu lenda aftur í Flórída eftir geimskotið í dag. Ekkert verður sýnt frá efra stigi eldflaugarinnar vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir gervihnöttunum. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá. Til stendur að skjóta eldflaugunum á loft klukkan 13:41 að íslenskum tíma. Gangi það ekki eftir, stendur til að reyna á sama tíma á morgun. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er þó ólíklegt að veðrið muni þvælast fyrir. Mikil þoka er á skotstaðnum í Flórída. Fylgjast má með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Útsending SpaceX hefst 13:30. SpaceX Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira
Uppfært: Geimskotið heppnaðist vel. Báðar eldflaugarnar lentu í heilu lagi í Flórída og farmurinn virtist rata á sinn stað. SpaceX sagði þó lítið frá því vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir farminum. Gervihnettirnir eiga að fara mjög langt út í geim og eiga þeir að svífa yfir jörðinni í meira en þrjátíu þúsund kílómetra hæð, samkvæmt frétt SpaceFlightNow. Leynd hvílir yfir gervihnöttunum sem verið er að skjóta út í geim fyrir herinn. Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum. Það eru eldflaugar sem SpaceX hefur notað um árabil og eru hannaðar til að snúa aftur til jarðar og lenda, svo hægt sé að nota þær aftur. Falcon 9 eldflaugarnar hafa reynst SpaceX gífurlega vel en þetta er fimmtugasta geimskot fyrirtækisins á þessu ári. Þetta er í fjórða sinn sem SpaceX skýtur Falcon Heavy á loft. Following booster separation, Falcon Heavy s two side boosters will return to Earth and land at SpaceX s Landing Zones 1 and 2 pic.twitter.com/a4GQBGFbC9— SpaceX (@SpaceX) November 1, 2022 Tvær af eldflaugum Falcon Heavy munu lenda aftur í Flórída eftir geimskotið í dag. Ekkert verður sýnt frá efra stigi eldflaugarinnar vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir gervihnöttunum. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá. Til stendur að skjóta eldflaugunum á loft klukkan 13:41 að íslenskum tíma. Gangi það ekki eftir, stendur til að reyna á sama tíma á morgun. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er þó ólíklegt að veðrið muni þvælast fyrir. Mikil þoka er á skotstaðnum í Flórída. Fylgjast má með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Útsending SpaceX hefst 13:30.
SpaceX Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Sjá meira