Jóhann Gunnar valdi verstu dómaratuðara Olís-deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2022 12:31 Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur í flestum tilfellum skoðun á dómgæslunni. vísir/hulda margrét Hvaða þjálfarar eru duglegastir að tuða í dómurum Olís-deildar karla? Jóhann Gunnar Einarsson reyndi að svara því í Seinni bylgjunni og valdi fimm mestu dómaratuðara deildarinnar. „Mér finnst þjálfarar tuða svolítið mikið í dómurum. Ég held það sé ekkert óhemju slæmt núna en mér finnst margir þjálfarar kvarta undan hverjum einasta dómi,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég setti saman lista, bæði byggðan á minni sannfæringu og gögnum, hverjir eru mestu tuðarar deildarinnar.“ Í 5. sæti listans er laumutuðarinn Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eins og Jóhann Gunnar komst að orði. „Það fer ekki mikið fyrir honum. Hann er ekki æstur en á það til að tuða alveg djöfullega þegar hann kemst í góðan gír.“ Maðurinn í 4. sæti listans, Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er ekki laumutuðari að mati Jóhanns Gunnars. „Þegar hann tuðar sér maður að hann er að tuða. Hann verður mjög reiður. Hann byrjar að tuða í dómurum og svo verður hann mjög svekktur út í þá.“ Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, fékk 3. sætið á lista Jóhanns Gunnars. „Mér finnst hann tuða mikið. Hann á það til labba þvers og kruss um bekkinn.“ Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 tuðlisti Þjálfari Harðar, Carlos Martin Santos, vermir svo 2. sætið. „Að strjúka skallan hefur verið hans einkennis hreyfing. Þegar honum er virkilega heitt í hamsi rennir hann höndunum yfir skallann.“ Gamli þjálfarinn hans Jóhanns Gunnars, Einar Jónsson hjá Fram, trónir á toppi listans sem kom kannski ekki mikið á óvart. „Þessi snögga höfuðhreyfing fram er hans ekta tuðhreyfing. Það sem einkennir góðan tuðara er að þegar þeim er sagt að slaka á slaka þeir ekki á. Þeir taka kannski eitt skref aftur á bak en koma svo aftur og tuða,“ sagði Jóhann Gunnar en benti á að hann hefði ekki ætlað að setja Einar í toppsæti listans en fólkið á Twitter togaði hann upp. Horfa má á innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Mér finnst þjálfarar tuða svolítið mikið í dómurum. Ég held það sé ekkert óhemju slæmt núna en mér finnst margir þjálfarar kvarta undan hverjum einasta dómi,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég setti saman lista, bæði byggðan á minni sannfæringu og gögnum, hverjir eru mestu tuðarar deildarinnar.“ Í 5. sæti listans er laumutuðarinn Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eins og Jóhann Gunnar komst að orði. „Það fer ekki mikið fyrir honum. Hann er ekki æstur en á það til að tuða alveg djöfullega þegar hann kemst í góðan gír.“ Maðurinn í 4. sæti listans, Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er ekki laumutuðari að mati Jóhanns Gunnars. „Þegar hann tuðar sér maður að hann er að tuða. Hann verður mjög reiður. Hann byrjar að tuða í dómurum og svo verður hann mjög svekktur út í þá.“ Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, fékk 3. sætið á lista Jóhanns Gunnars. „Mér finnst hann tuða mikið. Hann á það til labba þvers og kruss um bekkinn.“ Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 tuðlisti Þjálfari Harðar, Carlos Martin Santos, vermir svo 2. sætið. „Að strjúka skallan hefur verið hans einkennis hreyfing. Þegar honum er virkilega heitt í hamsi rennir hann höndunum yfir skallann.“ Gamli þjálfarinn hans Jóhanns Gunnars, Einar Jónsson hjá Fram, trónir á toppi listans sem kom kannski ekki mikið á óvart. „Þessi snögga höfuðhreyfing fram er hans ekta tuðhreyfing. Það sem einkennir góðan tuðara er að þegar þeim er sagt að slaka á slaka þeir ekki á. Þeir taka kannski eitt skref aftur á bak en koma svo aftur og tuða,“ sagði Jóhann Gunnar en benti á að hann hefði ekki ætlað að setja Einar í toppsæti listans en fólkið á Twitter togaði hann upp. Horfa má á innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira