„Vægt til orða tekið mjög óánægður með þessa breytingu“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2022 11:00 Valsmenn fögnuðu frábærum sigri gegn Ferencváros í frumraun sinni í Evrópudeildinni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er hundóánægður með þá staðreynd að Valsmenn skuli ekki hafa fengið að spila leik á milli sigursins gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í síðustu viku, og leiksins við Benidorm á Spáni í kvöld. Handboltalið Vals kom til Benidorm á laugardaginn og freistar þess í kvöld að fylgja eftir sterkum sigri á Ferencváros í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni. Valsmenn léku ekki í Olís-deildinni um helgina, þar sem leik þeirra við Gróttu var frestað til 19. desember en Gróttumenn drógust inn í fyrstu umferð bikarkeppninnar og léku í henni síðasta fimmtudag. „Ég var vægt til orða tekið mjög óánægður með þessa breytingu. Þetta hentar okkur verr að mínu mati sem þjálfara. En það getur vel verið að þetta henti okkur ágætlega núna, enda voru menn mjög hátt uppi eftir fyrsta leik í keppninni,“ sagði Snorri í viðtali við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „En fegurðin og áskorunin fyrir mig sem þjálfara eru þessir leikir á milli Evrópuleikja, og ég hefði viljað sjá okkur glíma við það. Auðvitað hefði þá verið tækifæri fyrir Gróttu í þessu tilviki að vinna okkur, á meðan að menn voru enn hátt uppi, en ég hefði bara viljað spila. Mér finnst þetta ekkert mikið betra upp á þennan leik hérna úti. Maður getur farið í of marga hringi bara sem þjálfari, ofhugsað hlutina, og allt í einu er maður farinn að búa til einhver kerfi sem við notum ekkert. Mín reynsla er að það sé betra að gera það vel sem þú ert vanur og góður í,“ sagði Snorri og er greinilega ekki sömu skoðunar og margir fótboltaþjálfarar sem vilja fá hlé á milli leikja í Evrópukeppnum. Viðtal Arnars Daða við Snorra má heyra í nýjasta þætti Handkastsins hér að neðan. Snorri segir erfitt að segja til um það við hvernig leik megi búast af hálfu Benidorm í kvöld: „Ég býst bara við þessu öllu. Það er mjög erfitt að undirbúa sig. Það var það líka fyrir leikinn við Ungverja sem spila mikið 7 gegn 6 heima í Ungverjalandi. En þetta er allt öðruvísi mótherji, sem er eðlilegt í Evrópukeppni. Mér finnst erfitt að rýna í leiki úr öðrum deildum, kannski er það eitthvað reynsluleysi, en það er alla vega vont að slá einhverju föstu út frá því. Það er rosalega margt sem við þurfum að varast og vera tilbúnir í,“ sagði Snorri. Benedorm - Valur í Evrópudeildinni í kvöld. 19:45 Stöð2 Sport#handbolti pic.twitter.com/nDhWm8hy7O— HSÍ (@HSI_Iceland) November 1, 2022 „Óttast það að hlaupa einhvern tímann á vegg“ „Mér finnst þeir mjög góðir „maður á mann“. Þeir eru mjög snöggir, „litlir“ og ná ágætis floti með boltann. Ég er stundum hissa á því hvað þeir nota mikið „7 á 6“ í sókn því mér finnst þeir ekki þurfa á því að halda, en það er bara mín skoðun. Að sama skapi spila þeir 7 á 6 ágætlega. En ég myndi frekar óttast að þeir spili á okkur 6 á 6, verði mjög beinskeyttir og fari á okkur maður á mann,“ bætti hann við. Valsmenn eru nú í fyrsta sinn með í Evrópudeildinni, sem er næststerkasta keppni Evrópu, og vita að við ramman reip verður að draga. „Ég er ekki sigurviss [fyrir kvöldið] en ég er alveg bjartsýnn,“ sagði Snorri og bætti við: „Ég hef trú á að við getum náð í úrslit hérna. Það er sama tilfinning að koma og fyrir leikinn við Ungverjana. Það er smá óvissa, og maður óttast það að hlaupa einhvern tímann á vegg og hugsanlega gerum við það í þessari keppni. Ég á aðeins erfitt með að meta styrkleika þeirra [leikmanna Benidorm] og hvar við stöndum gagnvart þeim. Ég er því ekki sigurviss en bjartsýnn á að með okkar besta leik getum við náð úrslitum.“ Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:30 í kvöld. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Handboltalið Vals kom til Benidorm á laugardaginn og freistar þess í kvöld að fylgja eftir sterkum sigri á Ferencváros í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni. Valsmenn léku ekki í Olís-deildinni um helgina, þar sem leik þeirra við Gróttu var frestað til 19. desember en Gróttumenn drógust inn í fyrstu umferð bikarkeppninnar og léku í henni síðasta fimmtudag. „Ég var vægt til orða tekið mjög óánægður með þessa breytingu. Þetta hentar okkur verr að mínu mati sem þjálfara. En það getur vel verið að þetta henti okkur ágætlega núna, enda voru menn mjög hátt uppi eftir fyrsta leik í keppninni,“ sagði Snorri í viðtali við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „En fegurðin og áskorunin fyrir mig sem þjálfara eru þessir leikir á milli Evrópuleikja, og ég hefði viljað sjá okkur glíma við það. Auðvitað hefði þá verið tækifæri fyrir Gróttu í þessu tilviki að vinna okkur, á meðan að menn voru enn hátt uppi, en ég hefði bara viljað spila. Mér finnst þetta ekkert mikið betra upp á þennan leik hérna úti. Maður getur farið í of marga hringi bara sem þjálfari, ofhugsað hlutina, og allt í einu er maður farinn að búa til einhver kerfi sem við notum ekkert. Mín reynsla er að það sé betra að gera það vel sem þú ert vanur og góður í,“ sagði Snorri og er greinilega ekki sömu skoðunar og margir fótboltaþjálfarar sem vilja fá hlé á milli leikja í Evrópukeppnum. Viðtal Arnars Daða við Snorra má heyra í nýjasta þætti Handkastsins hér að neðan. Snorri segir erfitt að segja til um það við hvernig leik megi búast af hálfu Benidorm í kvöld: „Ég býst bara við þessu öllu. Það er mjög erfitt að undirbúa sig. Það var það líka fyrir leikinn við Ungverja sem spila mikið 7 gegn 6 heima í Ungverjalandi. En þetta er allt öðruvísi mótherji, sem er eðlilegt í Evrópukeppni. Mér finnst erfitt að rýna í leiki úr öðrum deildum, kannski er það eitthvað reynsluleysi, en það er alla vega vont að slá einhverju föstu út frá því. Það er rosalega margt sem við þurfum að varast og vera tilbúnir í,“ sagði Snorri. Benedorm - Valur í Evrópudeildinni í kvöld. 19:45 Stöð2 Sport#handbolti pic.twitter.com/nDhWm8hy7O— HSÍ (@HSI_Iceland) November 1, 2022 „Óttast það að hlaupa einhvern tímann á vegg“ „Mér finnst þeir mjög góðir „maður á mann“. Þeir eru mjög snöggir, „litlir“ og ná ágætis floti með boltann. Ég er stundum hissa á því hvað þeir nota mikið „7 á 6“ í sókn því mér finnst þeir ekki þurfa á því að halda, en það er bara mín skoðun. Að sama skapi spila þeir 7 á 6 ágætlega. En ég myndi frekar óttast að þeir spili á okkur 6 á 6, verði mjög beinskeyttir og fari á okkur maður á mann,“ bætti hann við. Valsmenn eru nú í fyrsta sinn með í Evrópudeildinni, sem er næststerkasta keppni Evrópu, og vita að við ramman reip verður að draga. „Ég er ekki sigurviss [fyrir kvöldið] en ég er alveg bjartsýnn,“ sagði Snorri og bætti við: „Ég hef trú á að við getum náð í úrslit hérna. Það er sama tilfinning að koma og fyrir leikinn við Ungverjana. Það er smá óvissa, og maður óttast það að hlaupa einhvern tímann á vegg og hugsanlega gerum við það í þessari keppni. Ég á aðeins erfitt með að meta styrkleika þeirra [leikmanna Benidorm] og hvar við stöndum gagnvart þeim. Ég er því ekki sigurviss en bjartsýnn á að með okkar besta leik getum við náð úrslitum.“ Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:30 í kvöld.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira