Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2022 12:00 Ótrúleg leitarsaga Juan Gabriel. Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið var haldið áfram að fjalla um leit Juan Gabriel Rios Kristjánssonar að móður sinni. Í fyrri þættinum komst hann í samband við bræður sína og fleiri fjölskyldumeðlimi en Juan Gabriel var ættleiddur frá Kólumbíu fyrir rétt rúmum 40 árum og hafði leitað að ættingjum sínum þar í rúman áratug. Í uppvextinum vissi hann það eitt um upprunann að hann ætti þar móður og bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann. Svo kom á daginn að Juan Gabriel átti fleiri bræður og hitti hann þá í Kólumbíu og eyddi deginum með þeim, og fékk Sigrún Ósk að fylgjast vel með. En stóra markmiðið var alltaf að fá að hitta móður sína. Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn og vilja ekki vita hvernig málin þróuðust í leit Juan Gabriel ættu ekki að lesa lengur. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Sigrún Ósk og Gabriel héldu einn morguninn af stað til borgarinnar Cucuta í Kólumbíu en ætlunarverkið var reyna að finna bróður Gabríels í borginni. Sá var gefinn til ættleiðingar, líkt og Gabríel, en til fjölskyldu í Cucuta og samkvæmt upplýsingum frá Nelie, móður Gabríels, hefur honum ekki verið sagt að hann sé ættleiddur. Gabríel var ákveðinn í að reyna að hafa upp á honum og reiknaði með að segja honum sannleikann um hvernig þeir tengdust. Gabriel komst að því hver bróðir sinn er sem var einnig ættleiddur en náði ekki að komast í samband við hann í þættinum. Eins og kemur fram í greininni er málið gríðarlega flókið. @egill Gabriel hitti frænkur sínar í fallegu boði þar sem til að mynda var haldið upp á alla þá afmælisdaga sem þær misstu af með frænda sínum. Þegar Sigrún Ósk og Gabriel ætluðu sér að halda ferðalagi sínu áfram kom í ljós að fjölskyldunni hafði tekist finna föður Gabríels á Facebook, en því miður mundi enginn eftirnafn hans og gæti málið í raun verið efni í annan þátt. Augnablikið þegar hann hitti móður sína í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Leitin að bróður hans gekk erfiðlega en eftir erfiðan leitardag náði hann að fá upplýsingar um Facebook-síðu hans. Málið er samt sem áður flókið, þar sem móðir hans vill ekki að hann viti að hann hafi verið ættleiddur. En því næst var förinni haldið til borgarinnar Barranquilla þar sem móðir hans var stödd. Þegar þau mættu í borgina hélt tökuteymið, Sigrún Ósk og Gabriel á heimili frænku Gabriels þar sem hópurinn fékk að hitta eldri bróður hans og móður. Eftir þrettán ára leit var komið að stundinni. Hér að neðan má sjá augnablikið mikilvæga þegar hann fékk loks að hitta móður sína. Klippa: Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig Leitin að upprunanum Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Í fyrri þættinum komst hann í samband við bræður sína og fleiri fjölskyldumeðlimi en Juan Gabriel var ættleiddur frá Kólumbíu fyrir rétt rúmum 40 árum og hafði leitað að ættingjum sínum þar í rúman áratug. Í uppvextinum vissi hann það eitt um upprunann að hann ætti þar móður og bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann. Svo kom á daginn að Juan Gabriel átti fleiri bræður og hitti hann þá í Kólumbíu og eyddi deginum með þeim, og fékk Sigrún Ósk að fylgjast vel með. En stóra markmiðið var alltaf að fá að hitta móður sína. Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn og vilja ekki vita hvernig málin þróuðust í leit Juan Gabriel ættu ekki að lesa lengur. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Sigrún Ósk og Gabriel héldu einn morguninn af stað til borgarinnar Cucuta í Kólumbíu en ætlunarverkið var reyna að finna bróður Gabríels í borginni. Sá var gefinn til ættleiðingar, líkt og Gabríel, en til fjölskyldu í Cucuta og samkvæmt upplýsingum frá Nelie, móður Gabríels, hefur honum ekki verið sagt að hann sé ættleiddur. Gabríel var ákveðinn í að reyna að hafa upp á honum og reiknaði með að segja honum sannleikann um hvernig þeir tengdust. Gabriel komst að því hver bróðir sinn er sem var einnig ættleiddur en náði ekki að komast í samband við hann í þættinum. Eins og kemur fram í greininni er málið gríðarlega flókið. @egill Gabriel hitti frænkur sínar í fallegu boði þar sem til að mynda var haldið upp á alla þá afmælisdaga sem þær misstu af með frænda sínum. Þegar Sigrún Ósk og Gabriel ætluðu sér að halda ferðalagi sínu áfram kom í ljós að fjölskyldunni hafði tekist finna föður Gabríels á Facebook, en því miður mundi enginn eftirnafn hans og gæti málið í raun verið efni í annan þátt. Augnablikið þegar hann hitti móður sína í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Leitin að bróður hans gekk erfiðlega en eftir erfiðan leitardag náði hann að fá upplýsingar um Facebook-síðu hans. Málið er samt sem áður flókið, þar sem móðir hans vill ekki að hann viti að hann hafi verið ættleiddur. En því næst var förinni haldið til borgarinnar Barranquilla þar sem móðir hans var stödd. Þegar þau mættu í borgina hélt tökuteymið, Sigrún Ósk og Gabriel á heimili frænku Gabriels þar sem hópurinn fékk að hitta eldri bróður hans og móður. Eftir þrettán ára leit var komið að stundinni. Hér að neðan má sjá augnablikið mikilvæga þegar hann fékk loks að hitta móður sína. Klippa: Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig
Leitin að upprunanum Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira