Elsti fanginn í Guantanamo látinn laus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 21:57 Aðstæður sem fangar mega sæta í Guantanamo Bay eru ekki góðar. Chris Hondros/Getty Elsti fangi sem setið hefur inni í hinu alræmda Guantanamo Bay-fangelsi, sem Bandaríkjastjórn starfrækir á Kúbu, hefur verið látinn laus. Hinn 75 ára Saifullah Paracha frá Pakistan var handtekinn í Tælandi árið 2003, grunaður um að hafa tengsl við Al Kaída hryðjuverkasamtökin. Hann var meðal annars talinn hafa tengst Osama bin Laden, sem var leiðtogi samtakanna þangað til hann var felldur í aðgerðum Bandaríkjahers í Pakistan árið 2011. Eftir að hafa verið handekinn í júlí 2003 sat Paracha í 14 mánuði í bandarísku herfangelsi í Afganistan. Eftir það var hann fluttur í Guantanamo Bay, hvar margir grunaðir hryðjuverkamenn hafa setið inni. Fangelsið er alræmt fyrir slæmar aðstæður og mýmargar ásakanir um gróf mannréttindabrot innan veggja þess hafa komið fram. Lögmaður Paracha hefur verið afar gagnrýninn á hve langan tíma tók að sleppa honum, en meira en ár leið frá því að samþykki fékkst fyrir lausn hans og þar til honum var sleppt til heimalands síns. „Hann var vanur að humma við mig Eagles-lagið Hotel California, þar sem þú getur tékkað þig út hvenær sem þú vilt, en færð aldrei að fara,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir lögmanninum, Clive Stafford-Smith. Saifullah Piracha var sleppt í gær og er hann snúinn aftur til Pakistan.Getty Hann segist eiga von á því að fleiri föngum verði sleppt á næstunni. „Fjórir minna skjólstæðinga sitja enn þar inni, en búið er að samþykkja að láta þá alla lausa,“ sagði Stafford-Smith og sagði málið „vandræðalegt fyrir Bandaríkin.“ Heldur hefur fækkað í fangelsinu á undanförnum árum, sem eitt sinn hýsti hundruð fanga. Nú eru þeir 35, en nokkur pressa er á Joe Biden Bandaríkjaforseta að loka fangelsinu, líkt og hann hefur sjálfur lýst yfir áhuga á að gera. Barack Obama, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2017 sagðist einnig ætla að gera það. Joe Biden var varaforseti í forsetatíð Obama. Bandaríkin Kúba Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Hinn 75 ára Saifullah Paracha frá Pakistan var handtekinn í Tælandi árið 2003, grunaður um að hafa tengsl við Al Kaída hryðjuverkasamtökin. Hann var meðal annars talinn hafa tengst Osama bin Laden, sem var leiðtogi samtakanna þangað til hann var felldur í aðgerðum Bandaríkjahers í Pakistan árið 2011. Eftir að hafa verið handekinn í júlí 2003 sat Paracha í 14 mánuði í bandarísku herfangelsi í Afganistan. Eftir það var hann fluttur í Guantanamo Bay, hvar margir grunaðir hryðjuverkamenn hafa setið inni. Fangelsið er alræmt fyrir slæmar aðstæður og mýmargar ásakanir um gróf mannréttindabrot innan veggja þess hafa komið fram. Lögmaður Paracha hefur verið afar gagnrýninn á hve langan tíma tók að sleppa honum, en meira en ár leið frá því að samþykki fékkst fyrir lausn hans og þar til honum var sleppt til heimalands síns. „Hann var vanur að humma við mig Eagles-lagið Hotel California, þar sem þú getur tékkað þig út hvenær sem þú vilt, en færð aldrei að fara,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir lögmanninum, Clive Stafford-Smith. Saifullah Piracha var sleppt í gær og er hann snúinn aftur til Pakistan.Getty Hann segist eiga von á því að fleiri föngum verði sleppt á næstunni. „Fjórir minna skjólstæðinga sitja enn þar inni, en búið er að samþykkja að láta þá alla lausa,“ sagði Stafford-Smith og sagði málið „vandræðalegt fyrir Bandaríkin.“ Heldur hefur fækkað í fangelsinu á undanförnum árum, sem eitt sinn hýsti hundruð fanga. Nú eru þeir 35, en nokkur pressa er á Joe Biden Bandaríkjaforseta að loka fangelsinu, líkt og hann hefur sjálfur lýst yfir áhuga á að gera. Barack Obama, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2017 sagðist einnig ætla að gera það. Joe Biden var varaforseti í forsetatíð Obama.
Bandaríkin Kúba Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira