„Virðist ekkert vera sérstakur skotmaður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 21:46 Antonio Keyshawn Woods átti ekki sinn besta leik á Egilsstöðum. Körfuboltakvöld Frammistaða Antonio Keyshawn Woods í tapi Tindastóls á Egilsstöðum í Subway deild karla í körfubolta á dögunum var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Teitur Örlygsson telur leikmanninn einfaldlega ekki vera það góðan skotmann. „Það var basl hjá Tindastól, sérstaklega sóknarlega. Settu aðeins 69 stig á töfluna og þeim vantaði vissulega lykilpósta og horfa kannski á Keyshawn Woods, erlendan leikmann sinn, sem lausn sóknarlega,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds í fjarveru Kjartans Atla Kjartanssonar. „Hattarmenn gerðu virkilega vel að taka hann út úr leiknum,“ bætti Hörður við áður en Matthías Orri Sigurðarson fékk orðið. „Hann spilar svolítið hægt, þetta er svona áhugaverður karakter fyrir Kana-ígildi. Allt sem hann gerir er mjög vel stjórnað, veit alltaf hvert hann ætlar að fara en það gerist allt mjög hægt. Það gerir [Nemanja] Knezevic kleift að „trappa“ hann hátt upp á þriggja stiga línunni. Það á ekki að geta gerst en hann spilar þannig leik að það auðveldar mönnum á að loka á allar sendingalínur,“ sagði Matthías en Woods var með aðeins sex prósent skotnýtingu í leiknum. „Það skein í gegn að honum leið ekki vel í seinni hálfleik að þurfa að skjóta öllum þessum skotum. Sjálfstraustið var farið,“ sagði Hörður og gaf Teiti Örlygssyni svo orðið. „Hann var ekkert sérstakur í leiknum á undan á móti Njarðvík heldur. Sigtryggur Arnar [Björnsson] var ekki með og eflaust hefur það einhver áhrif á þetta [slakt gengi Woods] en það afsakar ekki að þú brennir af venjulegum skotum. Það virðist eitthvað vera að angra hann.“ Tölfræði Woods í undanförnum leikjum.Körfuboltakvöld „Það sem ég er búinn að sjá af honum, þá virðist hann ekkert vera sérstakur skotmaður. Kemur sér oft í fín færi og er að komast á ágætis staði en nær ekki að klára,“ sagði Teitur jafnframt en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Virðist ekkert vera sérstakur skotmaður Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira
„Það var basl hjá Tindastól, sérstaklega sóknarlega. Settu aðeins 69 stig á töfluna og þeim vantaði vissulega lykilpósta og horfa kannski á Keyshawn Woods, erlendan leikmann sinn, sem lausn sóknarlega,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds í fjarveru Kjartans Atla Kjartanssonar. „Hattarmenn gerðu virkilega vel að taka hann út úr leiknum,“ bætti Hörður við áður en Matthías Orri Sigurðarson fékk orðið. „Hann spilar svolítið hægt, þetta er svona áhugaverður karakter fyrir Kana-ígildi. Allt sem hann gerir er mjög vel stjórnað, veit alltaf hvert hann ætlar að fara en það gerist allt mjög hægt. Það gerir [Nemanja] Knezevic kleift að „trappa“ hann hátt upp á þriggja stiga línunni. Það á ekki að geta gerst en hann spilar þannig leik að það auðveldar mönnum á að loka á allar sendingalínur,“ sagði Matthías en Woods var með aðeins sex prósent skotnýtingu í leiknum. „Það skein í gegn að honum leið ekki vel í seinni hálfleik að þurfa að skjóta öllum þessum skotum. Sjálfstraustið var farið,“ sagði Hörður og gaf Teiti Örlygssyni svo orðið. „Hann var ekkert sérstakur í leiknum á undan á móti Njarðvík heldur. Sigtryggur Arnar [Björnsson] var ekki með og eflaust hefur það einhver áhrif á þetta [slakt gengi Woods] en það afsakar ekki að þú brennir af venjulegum skotum. Það virðist eitthvað vera að angra hann.“ Tölfræði Woods í undanförnum leikjum.Körfuboltakvöld „Það sem ég er búinn að sjá af honum, þá virðist hann ekkert vera sérstakur skotmaður. Kemur sér oft í fín færi og er að komast á ágætis staði en nær ekki að klára,“ sagði Teitur jafnframt en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Virðist ekkert vera sérstakur skotmaður
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Sjá meira