Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 10:21 Fjöldi fólks á tvítugs- og þrítugsaldri dó í þröngu húsasundi í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Yonhap fréttaveitan segir mögulegt að tala látinna muni hækka enn frekar því nítján séu enn í alvarlegu ástandi. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi. Þetta er mannskæðasti troðningurinn í sögu Suður-Kóreu og mannskæðasta atvik ríkisins frá árinu 2014, þegar um 304 fórust þegar ferja sökk. Eins og nú voru flestir þeirra sem fórust með ferjunni ungmenni. Yonhap segir að minnst 97 þeirra sem dóu hafi verið konur. Þær hafi komið verr úr troðningnum vegna smæðar þeirra og yfirleitt séu þær einnig í þyngri hrekkjavökubúningum. Yfirvöld segja einnig að 22 þeirra sem dóu hafi verið erlendis frá. Þar á meðal hafi fjórir verið frá Kína, fjórir frá Íran og þrír frá Rússlandi. Lögreglan hefur til rannsóknar hvernig troðningurinn atvikaðist en vitni segja að það hafi byrjað á því að fjöldi fólks fór inn í húsasund. Það húsasund er sagt vera fjórir metrar á breidd og fjörutíu metra langt og halla niður á við. Þar er fólkið sagt hafa fallið eins og dómínókubbar og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu en á meðan á þessu stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundi, án þess að sjá að fólk hafið dottið framar í þrengslunum. Hér í sjónvarpsfrétt Yonhap má meðal annars sjá myndefni sem sýnir aðstæður í umræddu húsasundi. Þar að neðan má sjá fleiri fréttir um troðninginn mannskæða. Suður-Kórea Tengdar fréttir Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Yonhap fréttaveitan segir mögulegt að tala látinna muni hækka enn frekar því nítján séu enn í alvarlegu ástandi. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi. Þetta er mannskæðasti troðningurinn í sögu Suður-Kóreu og mannskæðasta atvik ríkisins frá árinu 2014, þegar um 304 fórust þegar ferja sökk. Eins og nú voru flestir þeirra sem fórust með ferjunni ungmenni. Yonhap segir að minnst 97 þeirra sem dóu hafi verið konur. Þær hafi komið verr úr troðningnum vegna smæðar þeirra og yfirleitt séu þær einnig í þyngri hrekkjavökubúningum. Yfirvöld segja einnig að 22 þeirra sem dóu hafi verið erlendis frá. Þar á meðal hafi fjórir verið frá Kína, fjórir frá Íran og þrír frá Rússlandi. Lögreglan hefur til rannsóknar hvernig troðningurinn atvikaðist en vitni segja að það hafi byrjað á því að fjöldi fólks fór inn í húsasund. Það húsasund er sagt vera fjórir metrar á breidd og fjörutíu metra langt og halla niður á við. Þar er fólkið sagt hafa fallið eins og dómínókubbar og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu en á meðan á þessu stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundi, án þess að sjá að fólk hafið dottið framar í þrengslunum. Hér í sjónvarpsfrétt Yonhap má meðal annars sjá myndefni sem sýnir aðstæður í umræddu húsasundi. Þar að neðan má sjá fleiri fréttir um troðninginn mannskæða.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34
Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52