Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá staðnum sem send á fréttamann í kjölfar umfjöllunar um úttekt verkfræðingsins Júlíusar Þórs Björnssonar á vinningslíkum í lukkuhjólum á skemmtistöðum borgarinnar. Drunk Rabbit kom einna síst út í samanburðinum.
Í yfirlýsingunni segir að staðurinn vilji byrja á því að leiðrétta Júlíus Þór og nefna að staðurinn heiti The Drunk Rabbit, en ekki The Drunken Rabbit líkt og sagði í gögnum Júlíusar.
Vilja aðstandendur staðarins meina að útreikningarnir standist ekki og séu meira „skot út í loftið“, þó að ekkert komi fram sem hrekur gögn og útreikninga Júlíusar.
„Í gegnum tíðina hefur lukkuhjólið á Drunk verið eitt það vinsælasta í bænum. Er ekki verkfæðingur að mennt en get klárlega stafað Drunk Rabbit rétt. Tel ég að hans útreikningar standast ekki, og er meira skot út í loftið. Má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér en að gefnu tilefni þá ætlar Drunk Rabbit að blása til sóknar og vera með gjafaverð á hjólinu alla helgina eða 1500 kr.,“ segir í yfirlýsingunni.
Sjá má innslag úr Íslandi í dag í spilaranum að ofan þar sem fjallað er um lukkuhjólin í borginni.