Tom Brady niðurlútur eftir enn eitt tapið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 11:01 Tom Brady gengur niðurlútur af velli eftir tapið á móti Baltimore Ravens í nótt. (AP/Jason Behnken Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers töpuðu enn einum leiknum í NFL-deildinni í nótt þegar liðið átti ekki svör á móti Baltimore Ravens á heimavelli. Baltimore Ravens vann leikinn 27-22. Þetta var þriðja tap Buccaneers í röð og það fimmta í síðustu sex leikjum. Bucs komust í 10-3 en skoruðu síðan ekki aftur snertimark fyrr en 53 sekúndur voru eftir af leiknum og Ravens var þá komið 27-16 yfir. Brady hefur spilað í deildinni í 23 ár en liðið hans hefur aldrei verið búið að tapa svo mörgum leikjum eftir átta leiki. 3-5 er því söguleg staða á einstökum ferli kappans. 3-5 is the worst start of Tom Brady's career through 8 games. pic.twitter.com/jun5njDjMd— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 28, 2022 Bandaríski miðillinn ESPN segir frá því að Brady hafi starað dapur á gólfið í langan tíma í búningsklefanum eftir leik og svo lengi að nokkrir liðsfélagar hans voru farnir úr klefanum, þegar hann fór að huga að því að klæða sig úr keppnisbúningnum. „Ég veit að hann er harður við sjálfan sig. Við erum það allir. Við ætlum að reyna okkar besta til að laga leik liðsins því þetta er ekki skemmtilegt þessa stundina,“ sagði Tristan Wirfs, liðsfélagi Brady. Þegar gengur svona illa hjá Brady, bæði inn á vellinum sem og í hjónabandinu heima fyrir, þá eru margir búnir að spá því að hann klári ekki tímabilið. Brady passes Roethlisberger as the most sacked QB in NFL history. pic.twitter.com/uuoPyUi8Ez— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 28, 2022 „Ég vona að hann spili eins lengi og hann getur. Ég myndi elska að getað spilað með honum endalaust. Ég elska Tom. Ég vildi óska að hlutirnir gengu eins og í sögu hjá honum. Það er pirrandi þegar hlutirnir ganga ekki upp og þú ert ekki með svörin á reiðum höndum,“ sagði Wirfs. „Það er enginn að benda fingrinum á Tom Brady. Þetta er allt liðið. Þetta er liðsleikur og ekki bara einn leikmaður,“ sagði stjörnuútherjinn Mike Evans. „Það er ekki hægt að stroka út það sem hefur verið gangi undanfarnar átta vikur. Við verðum að grafa djúpt, finna út hvað við stöndum fyrir, mæta í vinnuna, reyna að bæta okkur og auka með því líkur okkar á sigri,“ sagði Tom Brady sjálfur. Lamar Jackson joins an ELITE group of QBs to never lose to Tom Brady pic.twitter.com/BbquhFuXDp— FanDuel Sportsbook (@FDSportsbook) October 28, 2022 NFL Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Baltimore Ravens vann leikinn 27-22. Þetta var þriðja tap Buccaneers í röð og það fimmta í síðustu sex leikjum. Bucs komust í 10-3 en skoruðu síðan ekki aftur snertimark fyrr en 53 sekúndur voru eftir af leiknum og Ravens var þá komið 27-16 yfir. Brady hefur spilað í deildinni í 23 ár en liðið hans hefur aldrei verið búið að tapa svo mörgum leikjum eftir átta leiki. 3-5 er því söguleg staða á einstökum ferli kappans. 3-5 is the worst start of Tom Brady's career through 8 games. pic.twitter.com/jun5njDjMd— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 28, 2022 Bandaríski miðillinn ESPN segir frá því að Brady hafi starað dapur á gólfið í langan tíma í búningsklefanum eftir leik og svo lengi að nokkrir liðsfélagar hans voru farnir úr klefanum, þegar hann fór að huga að því að klæða sig úr keppnisbúningnum. „Ég veit að hann er harður við sjálfan sig. Við erum það allir. Við ætlum að reyna okkar besta til að laga leik liðsins því þetta er ekki skemmtilegt þessa stundina,“ sagði Tristan Wirfs, liðsfélagi Brady. Þegar gengur svona illa hjá Brady, bæði inn á vellinum sem og í hjónabandinu heima fyrir, þá eru margir búnir að spá því að hann klári ekki tímabilið. Brady passes Roethlisberger as the most sacked QB in NFL history. pic.twitter.com/uuoPyUi8Ez— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 28, 2022 „Ég vona að hann spili eins lengi og hann getur. Ég myndi elska að getað spilað með honum endalaust. Ég elska Tom. Ég vildi óska að hlutirnir gengu eins og í sögu hjá honum. Það er pirrandi þegar hlutirnir ganga ekki upp og þú ert ekki með svörin á reiðum höndum,“ sagði Wirfs. „Það er enginn að benda fingrinum á Tom Brady. Þetta er allt liðið. Þetta er liðsleikur og ekki bara einn leikmaður,“ sagði stjörnuútherjinn Mike Evans. „Það er ekki hægt að stroka út það sem hefur verið gangi undanfarnar átta vikur. Við verðum að grafa djúpt, finna út hvað við stöndum fyrir, mæta í vinnuna, reyna að bæta okkur og auka með því líkur okkar á sigri,“ sagði Tom Brady sjálfur. Lamar Jackson joins an ELITE group of QBs to never lose to Tom Brady pic.twitter.com/BbquhFuXDp— FanDuel Sportsbook (@FDSportsbook) October 28, 2022
NFL Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti