Tókst ekki að sanna meint einelti af hálfu Írisar Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 20:18 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. vísir/Jói K Vestmannaeyjabær var í gær sýknaður af öllum kröfum fyrrverandi yfirhafnsögumanns Vestmannaeyjahafnar vegna þess að hann var ekki ráðinn í stöðu hafnarstjóra. Hann bar Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum vegna meints eineltis í hans garð. Vestmannaeyjahöfn var hins vegar dæmd til að greiða manninum bætur vegna ágalla á ráðningarferlinu. Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakaði Írisi um einelti og lygar og sagði starfi sínu lausu vegna málsins síðasta sumar. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sakaði hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar en hann yrði ráðinn í starfið. Þá sagði hann að hann sæi sér ekki annan kost færan en að flytja frá Vestmannaeyjum. Eftir að hafa ekki fengið starfið höfðaði Andrés mál á hendur Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjahöfn. Í gær féll dómur í málinu sem hefur þó ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands. Bæjarmiðillinn Eyjar.net greinir frá niðurstöðum málsins. Einelti ekki sannað Í niðurstöðum héraðsdóms segir að Andrési hafi ekki tekist að sanna að hann hefði þurft að þola yfirgang og ósanngjarna framkomu af hálfu bæjarstjórans eða starfsmanna bæjarins. Vestmannaeyjabær var þess vegna sýknaður af öllum kröfum Andrésar. Hins vegar segir í dóminum að brotalamir hafi verið á ráðningarferlinu þegar Dóra Björk Gunnarsdóttir var ráðin hafnarstjóri. Þar segir að hafnarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni né veitt stefnanda andmælarétt vegna greinargerðar Hagvangs, sem sá um ráðningarferlið. Andrés sagðist á sínum tíma vera sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu, sem unnið var að Hagvangi, hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann sagði að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Vegna brotalama á ráðningarferlinu var Vestmannaeyjahöfn dæmd til að greiða Andrési 600 þúsund krónur í miskabætur auk 3,6 milljóna króna í málskostnað. Vestmannaeyjar Dómsmál Hafnarmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakaði Írisi um einelti og lygar og sagði starfi sínu lausu vegna málsins síðasta sumar. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sakaði hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar en hann yrði ráðinn í starfið. Þá sagði hann að hann sæi sér ekki annan kost færan en að flytja frá Vestmannaeyjum. Eftir að hafa ekki fengið starfið höfðaði Andrés mál á hendur Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjahöfn. Í gær féll dómur í málinu sem hefur þó ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands. Bæjarmiðillinn Eyjar.net greinir frá niðurstöðum málsins. Einelti ekki sannað Í niðurstöðum héraðsdóms segir að Andrési hafi ekki tekist að sanna að hann hefði þurft að þola yfirgang og ósanngjarna framkomu af hálfu bæjarstjórans eða starfsmanna bæjarins. Vestmannaeyjabær var þess vegna sýknaður af öllum kröfum Andrésar. Hins vegar segir í dóminum að brotalamir hafi verið á ráðningarferlinu þegar Dóra Björk Gunnarsdóttir var ráðin hafnarstjóri. Þar segir að hafnarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni né veitt stefnanda andmælarétt vegna greinargerðar Hagvangs, sem sá um ráðningarferlið. Andrés sagðist á sínum tíma vera sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu, sem unnið var að Hagvangi, hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann sagði að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Vegna brotalama á ráðningarferlinu var Vestmannaeyjahöfn dæmd til að greiða Andrési 600 þúsund krónur í miskabætur auk 3,6 milljóna króna í málskostnað.
Vestmannaeyjar Dómsmál Hafnarmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira