Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2022 16:31 Horft yfir Ármúla í Reykjavík. Hámarkshraði þar verður nú 30 km/klst í stað 50 km/klst áður. Vísir/Vilhelm Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. Með breytingunni verður hámarkshraði í götunum ýmist þrjátíu eða fjörutíu kílómetrar á klukkustund í stað fimmtíu km/klst áður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að ákveðið hafi verið að flýta því að ráðast í þennan hluta hámarkshraðaáætlunarinnar vegna skólastarfsemi í Ármúla þar sem grunnskólanemendur séu mikið á ferðinni á svæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður í Ármúla, Selmúla, Síðumúla, Vegmúla, Fellsmúla, Hallarmúla og Háaleitisbraut. Breytingin verður auglýst í Stjórnartíðindum og tekur gildi þegar umferðarmerkjum hefur verið breytt. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður það á næstu vikum. Yfirlýst markmið borgaryfirvalda er að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum innan borgarinnar. „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir. Sé ætlunin að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni þar sem ólíkir ferðamátar mætast verður blöndun ólíkra ferðamáta að vera á forsendum gangandi og hjólandi vegfarenda. Eitt skref í þá átt er að stuðla að lágum umferðarhraða við þær aðstæður,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Breytingarnar á hámarkshraða eru eftirfarandi: Háaleitisbraut, frá Kringlumýrarbraut að Ármúla, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Miklubraut norður fyrir Safamýri að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Ármúla að núverandi 30 km/klst svæði,hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Lágmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Hallarmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Ármúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Selmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Síðumúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Vegmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Fellsmúli, frá Grensásvegi að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Umferðaröryggi Umferð Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14. apríl 2022 14:02 Hafa lækkað hámarkshraða á þessum götum borgarinnar Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp. 9. desember 2021 14:22 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Með breytingunni verður hámarkshraði í götunum ýmist þrjátíu eða fjörutíu kílómetrar á klukkustund í stað fimmtíu km/klst áður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að ákveðið hafi verið að flýta því að ráðast í þennan hluta hámarkshraðaáætlunarinnar vegna skólastarfsemi í Ármúla þar sem grunnskólanemendur séu mikið á ferðinni á svæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður í Ármúla, Selmúla, Síðumúla, Vegmúla, Fellsmúla, Hallarmúla og Háaleitisbraut. Breytingin verður auglýst í Stjórnartíðindum og tekur gildi þegar umferðarmerkjum hefur verið breytt. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður það á næstu vikum. Yfirlýst markmið borgaryfirvalda er að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum innan borgarinnar. „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir. Sé ætlunin að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni þar sem ólíkir ferðamátar mætast verður blöndun ólíkra ferðamáta að vera á forsendum gangandi og hjólandi vegfarenda. Eitt skref í þá átt er að stuðla að lágum umferðarhraða við þær aðstæður,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Breytingarnar á hámarkshraða eru eftirfarandi: Háaleitisbraut, frá Kringlumýrarbraut að Ármúla, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Miklubraut norður fyrir Safamýri að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Háaleitisbraut, frá Ármúla að núverandi 30 km/klst svæði,hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst. Lágmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Hallarmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Ármúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Selmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Síðumúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Vegmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst. Fellsmúli, frá Grensásvegi að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.
Umferðaröryggi Umferð Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14. apríl 2022 14:02 Hafa lækkað hámarkshraða á þessum götum borgarinnar Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp. 9. desember 2021 14:22 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14. apríl 2022 14:02
Hafa lækkað hámarkshraða á þessum götum borgarinnar Fyrsti áfangi hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkurborgar er að koma til framkvæmda um þessar mundir. Hafa starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða á nokkrum götum í borginni og taka merkingarnar gildi jafnóðum og þær koma upp. 9. desember 2021 14:22