Viðar í banni í kvöld vegna háttsemi sinnar Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 15:02 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, fór yfir strikið eftir leik gegn Njarðvík að mati aganefndar KKÍ. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson fær ekki að stýra Hetti í leiknum við Tindastól í kvöld vegna þeirra orða sem hann lét falla eftir tapið gegn Njarðvík, í Subway-deild karla í körfubolta fyrir tveimur vikum. Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ lét Viðar ummæli falla, í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport, sem eru til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks og sýndi með því ósæmilega framkomu á opinberum vettvangi. Körfuknattleikssamband Íslands krafðist þess einnig að ábyrgð Hattar yrði skoðuð en aganefndin taldi ekki ástæðu til að refsa félaginu. Ummælin sem kæra KKÍ byggði á voru sérstaklega þessi: „Körfuboltasamband Reykjavíkur, dómarar og aðrir sem koma að körfubolta hér á Íslandi hafa sýnt okkur nógu mikla vanvirðingu.“ „þetta er skítaframkoma“ „Það var bara verið að verja annað liðið á vellinum eins og prinsessur.“ „Við erum fimm á móti átta.“ Í greinargerð frá lögmanni Viðars var farið fram á að hann yrði sýknaður en til vara að hann hlyti aðeins ávítur eða áminningu, en ekki leikbann. Einnig eru í greinargerðinni útskýringar Viðars á þeim ummælum sem hann lét falla og á það bent að málfrelsi ríki á Íslandi. Hann fallist þó á að ummæli hans sé hægt að skilja á óheppilegan hátt og ætli að reyna að gæta meiri varkárni framvegis, þó að hann samþykki ekki að tekinn sé af honum réttur til að gagnrýna þegar við á. Í niðurstöðu aganefndar segir að gagnrýni á starfsemi KKÍ, dómara og leikmenn muni ætíð vera heimil en að slík gagnrýni þurfi að vera málefnaleg og ekki til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Sú hafi ekki verið raunin í þessu tilfelli og ummæli Viðars verið skaðleg. „Þegar ummæli kærða eru skoðuð í heild sinni verður ekki annað séð en að með þeim hafi kærði vegið ómaklega að heilindum dómara leiksins með ásökunum um vanvirðingu og skítaframkomu, sem hann skýrði svo nánar með því að fullyrða að annað liðið hafi verið varið eins og prinsessur. Einnig vóg kærði ómaklega að Körfuknattleikssambandi Íslands og öðrum er koma að körfuknattleik í landinu með ummælum sínum um vanvirðingu og skítaframkomu,“ segir í úrskurðinum en hann er hægt að skoða í heild sinni hér. Subway-deild karla Höttur Körfubolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ lét Viðar ummæli falla, í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport, sem eru til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks og sýndi með því ósæmilega framkomu á opinberum vettvangi. Körfuknattleikssamband Íslands krafðist þess einnig að ábyrgð Hattar yrði skoðuð en aganefndin taldi ekki ástæðu til að refsa félaginu. Ummælin sem kæra KKÍ byggði á voru sérstaklega þessi: „Körfuboltasamband Reykjavíkur, dómarar og aðrir sem koma að körfubolta hér á Íslandi hafa sýnt okkur nógu mikla vanvirðingu.“ „þetta er skítaframkoma“ „Það var bara verið að verja annað liðið á vellinum eins og prinsessur.“ „Við erum fimm á móti átta.“ Í greinargerð frá lögmanni Viðars var farið fram á að hann yrði sýknaður en til vara að hann hlyti aðeins ávítur eða áminningu, en ekki leikbann. Einnig eru í greinargerðinni útskýringar Viðars á þeim ummælum sem hann lét falla og á það bent að málfrelsi ríki á Íslandi. Hann fallist þó á að ummæli hans sé hægt að skilja á óheppilegan hátt og ætli að reyna að gæta meiri varkárni framvegis, þó að hann samþykki ekki að tekinn sé af honum réttur til að gagnrýna þegar við á. Í niðurstöðu aganefndar segir að gagnrýni á starfsemi KKÍ, dómara og leikmenn muni ætíð vera heimil en að slík gagnrýni þurfi að vera málefnaleg og ekki til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Sú hafi ekki verið raunin í þessu tilfelli og ummæli Viðars verið skaðleg. „Þegar ummæli kærða eru skoðuð í heild sinni verður ekki annað séð en að með þeim hafi kærði vegið ómaklega að heilindum dómara leiksins með ásökunum um vanvirðingu og skítaframkomu, sem hann skýrði svo nánar með því að fullyrða að annað liðið hafi verið varið eins og prinsessur. Einnig vóg kærði ómaklega að Körfuknattleikssambandi Íslands og öðrum er koma að körfuknattleik í landinu með ummælum sínum um vanvirðingu og skítaframkomu,“ segir í úrskurðinum en hann er hægt að skoða í heild sinni hér.
Subway-deild karla Höttur Körfubolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira