Bað um kaup á Haaland, Vlahovic og Diaz en Man. Utd hafnaði því Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 07:31 Ralf Rangnick stýrði Manchester United frá desember í fyrra og út leiktíðina en uppskeran var ansi rýr. Getty Ralf Rangnick lagði fram stjörnum prýddan óskalista fyrir forráðamenn Manchester United varðandi kaup á leikmönnum í janúar síðastliðnum, eftir að hann hafði nýverið tekið við sem knattspyrnustjóri félagsins. Félagið neitaði hins vegar að gera vetrarviðskipti. Þetta kemur fram í viðtali Christian Falk hjá BILD við hinn þýska Rangnick, sem var ráðinn til bráðabirgða hjá United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Rangnick átti upphaflega að taka við sem ráðgjafi hjá United eftir að stjóratíð hans lyki en hætt var við það og er hann í dag landsliðsþjálfari Austurríkis. United fékk aðeins 58 stig í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, sem er versta stigasöfnun félagsins í deildinni, og líklega hefði liðinu ekki veitt af liðsstyrk í janúar eins og Rangnick fór fram á. Í staðinn var enginn keyptur. Rangnick nefndi meðal annars Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Luis Diaz og Erling Haaland. Juventus keypti svo Vlahovic, Liverpool keypti Diaz og Manchester City keypti Haaland, og Nkunku raðar inn mörkum í Þýskalandi. TRUE Ralf Rangnick told me: He tried to get for @ManUtd Alavaro Morata, Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Josko Gvardiol, Luis Diaz & Erling Haaland. But the Club refused Winter-Transfers pic.twitter.com/hJ5fhM3dpE— Christian Falk (@cfbayern) October 26, 2022 Raunhæfast hefði verið fyrir United að klófesta Nkunku og liðsfélaga hans hjá RB Leipzig, Josko Gvardiol, en United hafnaði þeirri hugmynd og vildi bíða fram á sumar, þegar nýr stjóri yrði ráðinn sem reyndist svo vera Erik ten Hag. „Það voru aldrei nein félagaskiptaskjöl og félagið óskaði ekki eftir því. En jafnvel án þess að hafa slíkt handrit þá var öllum alveg ljóst að þörfin var til staðar í mörgum stöðum. Þess vegna ræddum við um leikmenn eins og Josko Gvardiol og Christian Nkunku frá RB Leipzig. Þetta voru raunhæfir möguleikar,“ sagði Rangnick og bætti við: „Við ræddum líka um Alvaro Morata, Luis Diaz, Dusan Vlahovic og, eins og ég segi, Erling Haaland þegar þeir voru enn á markaðnum. En félagið ákvað á þeim tíma að byggja liðið upp undir nýjum stjóra.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali Christian Falk hjá BILD við hinn þýska Rangnick, sem var ráðinn til bráðabirgða hjá United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Rangnick átti upphaflega að taka við sem ráðgjafi hjá United eftir að stjóratíð hans lyki en hætt var við það og er hann í dag landsliðsþjálfari Austurríkis. United fékk aðeins 58 stig í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, sem er versta stigasöfnun félagsins í deildinni, og líklega hefði liðinu ekki veitt af liðsstyrk í janúar eins og Rangnick fór fram á. Í staðinn var enginn keyptur. Rangnick nefndi meðal annars Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Luis Diaz og Erling Haaland. Juventus keypti svo Vlahovic, Liverpool keypti Diaz og Manchester City keypti Haaland, og Nkunku raðar inn mörkum í Þýskalandi. TRUE Ralf Rangnick told me: He tried to get for @ManUtd Alavaro Morata, Dusan Vlahovic, Christopher Nkunku, Josko Gvardiol, Luis Diaz & Erling Haaland. But the Club refused Winter-Transfers pic.twitter.com/hJ5fhM3dpE— Christian Falk (@cfbayern) October 26, 2022 Raunhæfast hefði verið fyrir United að klófesta Nkunku og liðsfélaga hans hjá RB Leipzig, Josko Gvardiol, en United hafnaði þeirri hugmynd og vildi bíða fram á sumar, þegar nýr stjóri yrði ráðinn sem reyndist svo vera Erik ten Hag. „Það voru aldrei nein félagaskiptaskjöl og félagið óskaði ekki eftir því. En jafnvel án þess að hafa slíkt handrit þá var öllum alveg ljóst að þörfin var til staðar í mörgum stöðum. Þess vegna ræddum við um leikmenn eins og Josko Gvardiol og Christian Nkunku frá RB Leipzig. Þetta voru raunhæfir möguleikar,“ sagði Rangnick og bætti við: „Við ræddum líka um Alvaro Morata, Luis Diaz, Dusan Vlahovic og, eins og ég segi, Erling Haaland þegar þeir voru enn á markaðnum. En félagið ákvað á þeim tíma að byggja liðið upp undir nýjum stjóra.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira