Óttast dreifingu ebólu í höfuðborg Úganda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2022 20:45 Úgandskur læknir setur á sig hlífðarbúnað áður en hann sinnir sjúklingi með ebólu. Hajarah Nalwadda/AP Sex börn úr sömu fjölskyldunni í Kampala, höfuðborg Úganda, hafa greinst með ebólu. Yfirvöld óttast að útbreiðslan verði hraðari nú þegar hún hefur náð til þéttbýlli svæða landsins. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heilbrigðisyfirvöldum í Úganda. Svokallað Súdan-afbrigði ebólu, sem ekkert bóluefni er til við, hefur dreifst um Úganda síðan í september, og hafa stjórnvöld haft miklar áhyggjur af því að afbrigðið dreifist til höfuðborgarinnar. Áhyggjurnar snúa helst að því að veiran myndi dreifast hraðar milli fólks í þéttbýli borgarinnar. Börnin sex smituðust eftir að ættingi þeirra kom í heimsókn á heimilið. Sá hafði komið smitaður frá svæði í Úganda þar sem staða faraldursins er hvað verst. Viðkomandi er nú látinn. Frá því að dreifing afbrigðisins hófst hafa 109 greinst með það í Úganda og 30 látist í landinu, þar af 15 í Kampala. Dreifing í þéttbýli ekki góðar fréttir Samkvæmt BBC telja margir að forsetinn Yoweri Museveni hafi verið of seinn að bregðast við eftir að vísbendingar um útbreiðslu ebólu í landinu komu fram. Jane Ruth Aceng, heilbrigðisráðherra Úganda, segist hafa vaxandi áhyggjur af aukinni útbreiðslu ebólu í höfuðborginni og á öðrum þéttbýlum stöðum. Talið er að ef veiran nær mikilli útbreiðslu í borginni muni það auka líkurnar á dreifingu til annarra landa til muna. Úganda Ebóla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heilbrigðisyfirvöldum í Úganda. Svokallað Súdan-afbrigði ebólu, sem ekkert bóluefni er til við, hefur dreifst um Úganda síðan í september, og hafa stjórnvöld haft miklar áhyggjur af því að afbrigðið dreifist til höfuðborgarinnar. Áhyggjurnar snúa helst að því að veiran myndi dreifast hraðar milli fólks í þéttbýli borgarinnar. Börnin sex smituðust eftir að ættingi þeirra kom í heimsókn á heimilið. Sá hafði komið smitaður frá svæði í Úganda þar sem staða faraldursins er hvað verst. Viðkomandi er nú látinn. Frá því að dreifing afbrigðisins hófst hafa 109 greinst með það í Úganda og 30 látist í landinu, þar af 15 í Kampala. Dreifing í þéttbýli ekki góðar fréttir Samkvæmt BBC telja margir að forsetinn Yoweri Museveni hafi verið of seinn að bregðast við eftir að vísbendingar um útbreiðslu ebólu í landinu komu fram. Jane Ruth Aceng, heilbrigðisráðherra Úganda, segist hafa vaxandi áhyggjur af aukinni útbreiðslu ebólu í höfuðborginni og á öðrum þéttbýlum stöðum. Talið er að ef veiran nær mikilli útbreiðslu í borginni muni það auka líkurnar á dreifingu til annarra landa til muna.
Úganda Ebóla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira