Hreyfihömluð börn komist oft ekki í bekkjarafmæli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. október 2022 13:35 Sjálfsbjörg vill vekja foreldra og skólayfirvöld til meðvitundar um aðgengi. Sjálfsbjörg Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, fær reglulega ábendingar um að fötluð börn verði út undan þegar barnaafmæli eru haldin á stöðum þar sem aðgengismál eru í ólestri. Þau fái boð en komist ekki líkt og hin börnin. Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar segir að í dag sé engin afsökun fyrir lélegu aðgengi. „Öllum er boðið í tíu ára afmæli Katrínar Sólar. Það er ekki aðgengi fyrir hjólastóla. Hlökkum til að sjá þig, nema þú sért fatlaður.“ Þetta boðskort er liður í aðgengisherferð Sjálfsbjargar sem hefur yfirskriftina; öllum boðið nema fötluðum. Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, segir aðgengismál síst vera einkamál fatlaðra. „Við höfum reglulega fengið ábendingar um að þegar barnaafmæli eru haldin og eitt fatlað barn er í bekknum að það sé endalaust verið að bjóða á sama stað í barnaafmæli þar sem ekki er aðgengi fyrir hjólastólanotendur eða börn með göngugrindur og fötluð börn verða hreinlega oft út undan. Við viljum vekja foreldra og skóla til umhugsunar að skoða og athuga hvort að staðirnir sem foreldrarnir eru að bjóða á séu aðgengilegir öllum“ Hér er hægt að fræðast nánar um herferðina. Það sé auðvelt að finna upplýsingar um aðgengilega staði. Bæði á heimasíðu Sjálfsbjargar og í smáforritnu TravAble er yfirlit yfir þjónustu og staði með gott aðgengi. Í forritinu geta notendur einnig skráð nýja aðgengilega staði. Ósk segir að í dag sé í raun engin afsökun fyrir að hafa ekki gott aðgengi. „Gert var samkomulag milli stjórnvalda og Öryrkjabandalagsins um að bæta aðgengi fyrir fatlaða í opinberum byggingum. Opinberir aðilar geta sótt um styrk til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir breytingum til að bæta aðgengi hjá sér. Þá eru einnig aðgengisfulltrúar í sveitarfélögum þannig að fólk á að geta haft samband við þá og einnig er alltaf velkomið að hafa samband við okkur hjá Sjálfsbjörg.“ Ósk segir að málin séu þó að þokast í rétta átt. „Ég held að þetta sé hægt og rólega að breytast. Byggingareglugerðir eru að verða strangari og fólk fer oftar eftir þeim. Fleiri nýbyggingar eru aðgengilegar hreyfihömluðum. Þetta frábæra verkefni sem Sjálfsbjörg er meðal annars aðili að, römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland hefur heldur betur haft góð áhrif á samfélagið og fólk er orðið meira meðvitað um hvað þetta skiptir miklu máli. Við fáum fyrirspurnir frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem vilja gera betur og biðja um aðstoð þannig að ég held að það sé góð aðgengisbylgja í gangi núna og fólk er að verða meira meðvitað.“ Börn og uppeldi Verslun Tengdar fréttir „Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00 Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
„Öllum er boðið í tíu ára afmæli Katrínar Sólar. Það er ekki aðgengi fyrir hjólastóla. Hlökkum til að sjá þig, nema þú sért fatlaður.“ Þetta boðskort er liður í aðgengisherferð Sjálfsbjargar sem hefur yfirskriftina; öllum boðið nema fötluðum. Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, segir aðgengismál síst vera einkamál fatlaðra. „Við höfum reglulega fengið ábendingar um að þegar barnaafmæli eru haldin og eitt fatlað barn er í bekknum að það sé endalaust verið að bjóða á sama stað í barnaafmæli þar sem ekki er aðgengi fyrir hjólastólanotendur eða börn með göngugrindur og fötluð börn verða hreinlega oft út undan. Við viljum vekja foreldra og skóla til umhugsunar að skoða og athuga hvort að staðirnir sem foreldrarnir eru að bjóða á séu aðgengilegir öllum“ Hér er hægt að fræðast nánar um herferðina. Það sé auðvelt að finna upplýsingar um aðgengilega staði. Bæði á heimasíðu Sjálfsbjargar og í smáforritnu TravAble er yfirlit yfir þjónustu og staði með gott aðgengi. Í forritinu geta notendur einnig skráð nýja aðgengilega staði. Ósk segir að í dag sé í raun engin afsökun fyrir að hafa ekki gott aðgengi. „Gert var samkomulag milli stjórnvalda og Öryrkjabandalagsins um að bæta aðgengi fyrir fatlaða í opinberum byggingum. Opinberir aðilar geta sótt um styrk til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir breytingum til að bæta aðgengi hjá sér. Þá eru einnig aðgengisfulltrúar í sveitarfélögum þannig að fólk á að geta haft samband við þá og einnig er alltaf velkomið að hafa samband við okkur hjá Sjálfsbjörg.“ Ósk segir að málin séu þó að þokast í rétta átt. „Ég held að þetta sé hægt og rólega að breytast. Byggingareglugerðir eru að verða strangari og fólk fer oftar eftir þeim. Fleiri nýbyggingar eru aðgengilegar hreyfihömluðum. Þetta frábæra verkefni sem Sjálfsbjörg er meðal annars aðili að, römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland hefur heldur betur haft góð áhrif á samfélagið og fólk er orðið meira meðvitað um hvað þetta skiptir miklu máli. Við fáum fyrirspurnir frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem vilja gera betur og biðja um aðstoð þannig að ég held að það sé góð aðgengisbylgja í gangi núna og fólk er að verða meira meðvitað.“
Börn og uppeldi Verslun Tengdar fréttir „Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00 Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
„Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00
Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03
101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33