„Þú færð svona tilfinningu eins og þú sért að spila úrslitaleik“ Jón Már Ferro skrifar 25. október 2022 21:55 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum mjög stoltur af sínum mönnum eftir órúlegan 44–39 sigur á móti Ferencváros. Leikurinn var magnaður frá a–ö. Fyrir leik bjuggust flestir við sigri Ungverjanna. Lærisveinar Snorra tóku það ekki í mál. „Við sprengdum upp hraðann og rúmlega það. Þeir áttu engin svör við því í fyrri hálfleik. Auðvitað keyra þeir svo bara á okkur í seinni hálfleik og við erum í vandræðum með það svosem. Þegar við náðum okkar vopnum að vera aðeins aggressivir, þá trufluðum við þá. Við lendum samt alveg í vandræðum með þá Lékai í stöðunni maður á mann. Þeir skora 39 mörk. Það er mjög mikið að fá á sig.“ Snorri var á því að þessi leikur hafi verið öðruvísi en aðrir leikir Vals á tímabilinu. „Ég ætla að segja að þetta sé gott lið. Auðvitað getum við lagað fullt en þetta er önnur dýnamík og þetta eru allt alvöru skrokkar. Frábærir maður á mann og góður línumaður. Það er bara erfiðara að eiga við þetta heldur en við erum vanir. Vonandi náum við að aðlaga okkur að þessu. Við þurfum að spila betri vörn og fá á okkur færri mörk en 39 held ég í framhaldinu.“ Það var mikið rætt og ritað um stærð leiksins í aðdragandanum. Allt stóðst að mati Snorra. „Það er erfitt að segja en auðvitað er öll umgjörð og umtal í kringum svona leiki og þú færð svona tilfinningu að þú sért að spila úrslitaleik. Þú þarft ekkert að gíra menn inn í þetta. Með fullri virðingu fyrir öllum deildarleikjum, þú getur borið þetta saman við Final 4 í bikarnum. Það þekkja það allir þjálfarar og leikmenn að spennustigið þar er bara öðruvísi heldur en í deildarleikjum.“ Snorri óttast ekki athyglina sem sumir af hans leikmönnum munu fá í kjölfar leiksins. „Ekkert eftir þennan leik. Ég vissi að þetta yrði svona og sagði það í viðtali um daginn. Það segir sig sjálft. Þeir sem standa sig vel þeir komast á kortið. Ég óttast það ekki. Ég yrði frekar ánægður fyrir þeirra hönd.“ Eins og sást í kvöld þá er munur á milli leikja í Olís deildinni og EHF Evrópukeppninni. Það er ein af áskorunum Valsara á komandi tímabili. „Alveg örugglega einhverntímann. Leiknum okkar á föstudaginn var frestað. Næsti leikur er úti á Benidorm, í þessari geggjuðu keppni. Það er flott, því við fáum góðan tíma til endurheimtar fyrir hann. Kúnstin hjá mér og leikmönnum verður að geta skipt á milli. Eðlilega fljúga menn svolítið hátt núna. Það er fegurðin í þessu fyrir mig sem þjálfara að þurfa glíma við þetta.“ Handbolti Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Sjá meira
Leikurinn var magnaður frá a–ö. Fyrir leik bjuggust flestir við sigri Ungverjanna. Lærisveinar Snorra tóku það ekki í mál. „Við sprengdum upp hraðann og rúmlega það. Þeir áttu engin svör við því í fyrri hálfleik. Auðvitað keyra þeir svo bara á okkur í seinni hálfleik og við erum í vandræðum með það svosem. Þegar við náðum okkar vopnum að vera aðeins aggressivir, þá trufluðum við þá. Við lendum samt alveg í vandræðum með þá Lékai í stöðunni maður á mann. Þeir skora 39 mörk. Það er mjög mikið að fá á sig.“ Snorri var á því að þessi leikur hafi verið öðruvísi en aðrir leikir Vals á tímabilinu. „Ég ætla að segja að þetta sé gott lið. Auðvitað getum við lagað fullt en þetta er önnur dýnamík og þetta eru allt alvöru skrokkar. Frábærir maður á mann og góður línumaður. Það er bara erfiðara að eiga við þetta heldur en við erum vanir. Vonandi náum við að aðlaga okkur að þessu. Við þurfum að spila betri vörn og fá á okkur færri mörk en 39 held ég í framhaldinu.“ Það var mikið rætt og ritað um stærð leiksins í aðdragandanum. Allt stóðst að mati Snorra. „Það er erfitt að segja en auðvitað er öll umgjörð og umtal í kringum svona leiki og þú færð svona tilfinningu að þú sért að spila úrslitaleik. Þú þarft ekkert að gíra menn inn í þetta. Með fullri virðingu fyrir öllum deildarleikjum, þú getur borið þetta saman við Final 4 í bikarnum. Það þekkja það allir þjálfarar og leikmenn að spennustigið þar er bara öðruvísi heldur en í deildarleikjum.“ Snorri óttast ekki athyglina sem sumir af hans leikmönnum munu fá í kjölfar leiksins. „Ekkert eftir þennan leik. Ég vissi að þetta yrði svona og sagði það í viðtali um daginn. Það segir sig sjálft. Þeir sem standa sig vel þeir komast á kortið. Ég óttast það ekki. Ég yrði frekar ánægður fyrir þeirra hönd.“ Eins og sást í kvöld þá er munur á milli leikja í Olís deildinni og EHF Evrópukeppninni. Það er ein af áskorunum Valsara á komandi tímabili. „Alveg örugglega einhverntímann. Leiknum okkar á föstudaginn var frestað. Næsti leikur er úti á Benidorm, í þessari geggjuðu keppni. Það er flott, því við fáum góðan tíma til endurheimtar fyrir hann. Kúnstin hjá mér og leikmönnum verður að geta skipt á milli. Eðlilega fljúga menn svolítið hátt núna. Það er fegurðin í þessu fyrir mig sem þjálfara að þurfa glíma við þetta.“
Handbolti Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, . Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. 25. október 2022 20:20