Sunak segir heilindi og fagmennsku verða hans leiðarljós Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2022 19:30 Rishi Sunak er fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á sex árum og sá þriðji á fjórum mánuðum. AP/Alberto Pezzal Nýr forsætisráðherra Bretlands segist þegar ætla að hefjast handa við að leiðrétta þau mistök sem gerð hefðu verið í hagstjórninni undir stjórn fyrrverandi forsætisráðherra. Stjórn hans muni hafa heilindi, fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi. Liz Truss yfirgaf forsætisráðherrabústaðinn í morgun rúin trausti, óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá upphafi mælinga, eftir aðeins sjö vikur við völd. Hún bar sig þó vel í kveðjuræðunni áður en hún hélt á fund konungs til að segja formlega af sér, sagðist sannfærðari nú en áður um að mæta þyrfti efnahagsvanda Breta af djörfung. Liz Truss ítrekaði í kveðjuræðu sinni að skattalækkanir væru leiðin til að auka hagvöxt í Bretlandi.AP/Alberto Pezzal „Í því felst að lækka skatta svo fólk haldi eftir meira af tekjum sínum. Við þurfum meiri hagvöxt sem skapar meira starfsöryggi, hærri tekjur og fleiri tækifæri fyrir börn okkar og barnabörn,“ sagði Truss enn á því að lækka ætti skatta. En það voru einmitt hugmyndir hennar um miklar skattalækkanir sem hleyptu öllu í bál og brand í bresku efnahagslífi. Lífeyrissjóðir voru á barmi gjaldþrots, pundið féll og Englandsbanki greip inn í. Karl III bauð Rishi Sunak í dag að mynda ríkisstjórn. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í tvær aldir og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar. forsætisráðherra landsinsAP/Aaron Chown Rishi Sunak gekk á fund Karls III konungs um leið og Truss hafði sagt af sér. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í 200 ár og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar og fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á sex árum. Hann þakkaði Truss og sagði hana ekki hafa haft rangt fyrir sér í að efla þyrfti hagvöxt. Ærin verkefni bíða nýja forsætisráðherrans í þeirri efnahagskreppu sem Bretland er í dag.AP/Kin Cheung „Tiltekin mistök voru gerð. Þau voru hvorki gerð af illvilja né af illum hvötum. Þvert á móti, en mistök engu að síður. Ég var kosinn leiðtogi flokks míns og forsætisráðherra ykkar til að ráða bót á þeim. Og sú vinna hefst nú þegar,“ sagði Sunak rétt áður en hann gekk inn um dyrnar á Downingstræti 10. Og Sunak talaði líka til stjórnartíðar Borisar Johnson sem hrökklaðist frá völdum í sumar vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð. Hann ætlaði að sameina þjóðina með aðgerðum. „Þessi ríkisstjórn mun starfa af heilindum, með fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi á öllum stigum,“ sagði Rishi Sunak. Bretland Tengdar fréttir Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. 25. október 2022 11:54 Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Liz Truss yfirgaf forsætisráðherrabústaðinn í morgun rúin trausti, óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá upphafi mælinga, eftir aðeins sjö vikur við völd. Hún bar sig þó vel í kveðjuræðunni áður en hún hélt á fund konungs til að segja formlega af sér, sagðist sannfærðari nú en áður um að mæta þyrfti efnahagsvanda Breta af djörfung. Liz Truss ítrekaði í kveðjuræðu sinni að skattalækkanir væru leiðin til að auka hagvöxt í Bretlandi.AP/Alberto Pezzal „Í því felst að lækka skatta svo fólk haldi eftir meira af tekjum sínum. Við þurfum meiri hagvöxt sem skapar meira starfsöryggi, hærri tekjur og fleiri tækifæri fyrir börn okkar og barnabörn,“ sagði Truss enn á því að lækka ætti skatta. En það voru einmitt hugmyndir hennar um miklar skattalækkanir sem hleyptu öllu í bál og brand í bresku efnahagslífi. Lífeyrissjóðir voru á barmi gjaldþrots, pundið féll og Englandsbanki greip inn í. Karl III bauð Rishi Sunak í dag að mynda ríkisstjórn. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í tvær aldir og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar. forsætisráðherra landsinsAP/Aaron Chown Rishi Sunak gekk á fund Karls III konungs um leið og Truss hafði sagt af sér. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í 200 ár og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar og fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á sex árum. Hann þakkaði Truss og sagði hana ekki hafa haft rangt fyrir sér í að efla þyrfti hagvöxt. Ærin verkefni bíða nýja forsætisráðherrans í þeirri efnahagskreppu sem Bretland er í dag.AP/Kin Cheung „Tiltekin mistök voru gerð. Þau voru hvorki gerð af illvilja né af illum hvötum. Þvert á móti, en mistök engu að síður. Ég var kosinn leiðtogi flokks míns og forsætisráðherra ykkar til að ráða bót á þeim. Og sú vinna hefst nú þegar,“ sagði Sunak rétt áður en hann gekk inn um dyrnar á Downingstræti 10. Og Sunak talaði líka til stjórnartíðar Borisar Johnson sem hrökklaðist frá völdum í sumar vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð. Hann ætlaði að sameina þjóðina með aðgerðum. „Þessi ríkisstjórn mun starfa af heilindum, með fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi á öllum stigum,“ sagði Rishi Sunak.
Bretland Tengdar fréttir Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. 25. október 2022 11:54 Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. 25. október 2022 11:54
Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03