Missti andlitið þegar hann sá ljósmyndina mikilvægu Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2022 10:30 Juan Gabríel var ættleiddur frá Kólumbíu fyrir fjörutíu árum. Fimmta þáttaröðin af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á sunnudagskvöldið á Stöð 2 en þar var fjallað um leit Juan Gabriel Rios Kristjánssonar sem ættleiddur var frá Kólumbíu fyrir fjörutíu árum og ólst upp á Akureyri. Juan var upphaflega skírður Jóhannes Gabriel en breytti nafninu sínu í sitt upprunalega nafn svo fjölskyldan hans ytra ætti auðveldara með að finna hann. Juan hefur leitað að blóðmóður sinni árum saman, en það eina sem hann átti til að byrja með var 40 ára gömul ljósmynd. Þar heldur móðir hans á honum í návist blómóður hans. Gabriel fékk góða hæfileika til náms, en eftir að hafa klárað gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands ákvað hann að halda áfram og náði sér í mastersgráðu í lífeðlisfræði. Síðar ákvað hann að taka aðra mastersgráðu í efnagreiningu og í framhaldinu var honum boðið í doktorsnám í lífeðlisfræði, sem hann þáði. Lagt jafn mikinn metnað í námið og leitina Það er skemmst frá því að segja að Gabriel hefur lagt sama metnað í upprunaleit sína og námsferilinn. Hann er á rúmum áratug búinn að viða að sér töluverðu magni af upplýsingum, og skipulagið er slíkt að þær eru settar upp í lítinn gagnagrunn. Þegar hann lagði af stað hafði hann þó ekki úr miklu að moða. Hann vissi að hann var fæddur í borginni Cucuta, rétt við landamæri Venesúela, að móðir hans héti Nelie Rios og að hann ætti bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann. Hér skulum við aðeins vara lesendur við. Því ef þú átt eftir að sjá þáttinn í heild sinni og vilt ekki vita hvernig þátturinn sjálfur þróaðist, þá skalt þú hætta að lesa núna. . . . . Það er búið að vara þig við… . . . . . Sumarið 2006 ákvað Juan Gabriel að flytja til Barcelona þar sem sendiráð Kólumbíu er staðsett þar og ætlaði hann að freista þess að fá aðstoð kólumbíska sendiráðsins í upprunaleitinni og að læra spænsku til að geta átt samskipti við móður sína í Kólumbíu þegar og ef honum tækist að finna hana. Juan fékk ákveðna aðstoð frá sendiráðinu en þá var nú bara hálfur sigurinn unninn. Það tók mörg ár að finna ættingja hans, en hann er ekki virkur á samfélagsmiðlum en hefur stofnað aðgang á þeim flestum til þess eins að geta leitað. Þegar afmælisdagur Neliar blóðmóður hans nálgast hefur hann vanið sig á að taka árlegar skorpur í leitinni og það var á einum slíkum rúnti um netið sem hann rakst á Facebook reikning sem hann staldraði við. Eigandinn hét Will Rios Rios. Lygileg tilviljun á Facebook Það var þó ekki beint nafnið sjálft sem vakti athygli Gabriels heldur það sem stóð skrifað í sviga aftan við það - gælunafnið „El hamil”. Það hvarflaði að Gabriel að þar gæti verið á ferðinni Will Hamilton Rios sem hafði verið skráður til heimilis með móður hans. Will reyndist eiga vin sem hét Juan Pablo, líkt og annar bróðir Gabriels. Í myndasafni Wills reyndist svo vera mynd af móður hans í tilefni af mæðradeginum og þar hafði Juan Pablo skilið eftir athugasemd - konan var líka móðir hans. Gabriel hafði því fundið bræður með nokkurn veginn sömu nöfn og mennirnir sem voru skráðir til heimilis með Nelie Rios og mynd af konu sem gat mögulega verið sama kona og á myndunum hans. Það sem meira var, í athugasemd á síðunni hjá Will hafði verið skilið eftir símanúmer hjá konunni á myndinni. Myndin er ein mikilvægasta eign Juan Gabríels og hún reyndist örlagavaldur . Það tók Juan Gabriel þrjá daga að safna kjarki í að hringja og þegar hann loksins gerði það svaraði kona sem sagði að Nelie væri ekki við. Hann bað hana að biðja Nelie að hafa samband og daginn eftir fékk hann talskilaboð. Þau reyndust vera frá tengdadóttur hennar sem vildi vita hvert erindið væri. Gabriel fór eins og köttur í kringum heitan graut og sagðist vera með viðkvæm skilaboð til Nelie. Þá skýringu tók hún ekki gilda. Eftir nokkurt þref ákvað Gabriel að taka sénsinn og senda myndina af mæðrum sínum sem hann hefur haldið upp á í 40 ár. Hann bað hana að sýna Nelie myndina og eftir það sat hann við tölvuna og beið. Það var ekki fyrr en 20 löngum mínútum síðar sem hann fékk næstu sendingu og hjartað tók kipp þegar hann sá hvað í henni var. Mynd af gamalli útprentaðri ljósmynd sem Nelie Rios hafði greinilega fengið líka og geymt jafn vandlega og hann. Í framhaldinu fékk hann talskilaboð frá móður sinni sem voru vægast sagt tilfinningaþrungin eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Missti andlitið þegar hann sá ljósmyndina mikilvægu Seinna í þættinum fór Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarmaður þáttanna, með Juan Gabriel út til Kólumbíu og hitti þar nokkra ættingja hans. Í næsta þætti heldur leitin áfram og spurning hvort hann fái að hitta móður sína og enn fleiri skyldmenni. Leitin að upprunanum Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Juan var upphaflega skírður Jóhannes Gabriel en breytti nafninu sínu í sitt upprunalega nafn svo fjölskyldan hans ytra ætti auðveldara með að finna hann. Juan hefur leitað að blóðmóður sinni árum saman, en það eina sem hann átti til að byrja með var 40 ára gömul ljósmynd. Þar heldur móðir hans á honum í návist blómóður hans. Gabriel fékk góða hæfileika til náms, en eftir að hafa klárað gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands ákvað hann að halda áfram og náði sér í mastersgráðu í lífeðlisfræði. Síðar ákvað hann að taka aðra mastersgráðu í efnagreiningu og í framhaldinu var honum boðið í doktorsnám í lífeðlisfræði, sem hann þáði. Lagt jafn mikinn metnað í námið og leitina Það er skemmst frá því að segja að Gabriel hefur lagt sama metnað í upprunaleit sína og námsferilinn. Hann er á rúmum áratug búinn að viða að sér töluverðu magni af upplýsingum, og skipulagið er slíkt að þær eru settar upp í lítinn gagnagrunn. Þegar hann lagði af stað hafði hann þó ekki úr miklu að moða. Hann vissi að hann var fæddur í borginni Cucuta, rétt við landamæri Venesúela, að móðir hans héti Nelie Rios og að hann ætti bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann. Hér skulum við aðeins vara lesendur við. Því ef þú átt eftir að sjá þáttinn í heild sinni og vilt ekki vita hvernig þátturinn sjálfur þróaðist, þá skalt þú hætta að lesa núna. . . . . Það er búið að vara þig við… . . . . . Sumarið 2006 ákvað Juan Gabriel að flytja til Barcelona þar sem sendiráð Kólumbíu er staðsett þar og ætlaði hann að freista þess að fá aðstoð kólumbíska sendiráðsins í upprunaleitinni og að læra spænsku til að geta átt samskipti við móður sína í Kólumbíu þegar og ef honum tækist að finna hana. Juan fékk ákveðna aðstoð frá sendiráðinu en þá var nú bara hálfur sigurinn unninn. Það tók mörg ár að finna ættingja hans, en hann er ekki virkur á samfélagsmiðlum en hefur stofnað aðgang á þeim flestum til þess eins að geta leitað. Þegar afmælisdagur Neliar blóðmóður hans nálgast hefur hann vanið sig á að taka árlegar skorpur í leitinni og það var á einum slíkum rúnti um netið sem hann rakst á Facebook reikning sem hann staldraði við. Eigandinn hét Will Rios Rios. Lygileg tilviljun á Facebook Það var þó ekki beint nafnið sjálft sem vakti athygli Gabriels heldur það sem stóð skrifað í sviga aftan við það - gælunafnið „El hamil”. Það hvarflaði að Gabriel að þar gæti verið á ferðinni Will Hamilton Rios sem hafði verið skráður til heimilis með móður hans. Will reyndist eiga vin sem hét Juan Pablo, líkt og annar bróðir Gabriels. Í myndasafni Wills reyndist svo vera mynd af móður hans í tilefni af mæðradeginum og þar hafði Juan Pablo skilið eftir athugasemd - konan var líka móðir hans. Gabriel hafði því fundið bræður með nokkurn veginn sömu nöfn og mennirnir sem voru skráðir til heimilis með Nelie Rios og mynd af konu sem gat mögulega verið sama kona og á myndunum hans. Það sem meira var, í athugasemd á síðunni hjá Will hafði verið skilið eftir símanúmer hjá konunni á myndinni. Myndin er ein mikilvægasta eign Juan Gabríels og hún reyndist örlagavaldur . Það tók Juan Gabriel þrjá daga að safna kjarki í að hringja og þegar hann loksins gerði það svaraði kona sem sagði að Nelie væri ekki við. Hann bað hana að biðja Nelie að hafa samband og daginn eftir fékk hann talskilaboð. Þau reyndust vera frá tengdadóttur hennar sem vildi vita hvert erindið væri. Gabriel fór eins og köttur í kringum heitan graut og sagðist vera með viðkvæm skilaboð til Nelie. Þá skýringu tók hún ekki gilda. Eftir nokkurt þref ákvað Gabriel að taka sénsinn og senda myndina af mæðrum sínum sem hann hefur haldið upp á í 40 ár. Hann bað hana að sýna Nelie myndina og eftir það sat hann við tölvuna og beið. Það var ekki fyrr en 20 löngum mínútum síðar sem hann fékk næstu sendingu og hjartað tók kipp þegar hann sá hvað í henni var. Mynd af gamalli útprentaðri ljósmynd sem Nelie Rios hafði greinilega fengið líka og geymt jafn vandlega og hann. Í framhaldinu fékk hann talskilaboð frá móður sinni sem voru vægast sagt tilfinningaþrungin eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Missti andlitið þegar hann sá ljósmyndina mikilvægu Seinna í þættinum fór Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarmaður þáttanna, með Juan Gabriel út til Kólumbíu og hitti þar nokkra ættingja hans. Í næsta þætti heldur leitin áfram og spurning hvort hann fái að hitta móður sína og enn fleiri skyldmenni.
Leitin að upprunanum Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira