Karen Knúts ætlaði alltaf að spila í vetur en „Toggi tók mig úr umferð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 11:00 Karen Knútsdóttir var flottur gestur í Seinni bylgjunni. S2 Sport Karen Knútsdóttir hefur farið á kostum inn á handboltavellinum undanfarin ár og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar þegar Fram varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hún spilar ekki með Fram í vetur. Karen var gestur í síðustu Seinni bylgju og sýndi þar að hún gæti átt framtíð sína þar þegar handboltaskórnir fara upp á hillu sem verður þó vonandi ekki strax. Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sagðist hafa verið búinn að reyna mikið að fá Karen í þáttinn. „Loksins tókst það,“ sagði Einar. Kom pínu á óvart „Toggi tók mig úr leik og eitthvað varð ég að gera,“ sagði Karen hlæjandi. „Þetta gengur bara ljómandi vel, takk fyrir að spyrja,“ sagði Karen aðspurð um hvernig meðgangan gengur. „Þetta kom alveg pínu á óvart ég ætla ekki að ljúga neitt um það. Ég komst að þessu á degi þrjú á undirbúningstímabilinu og ég ákvað að vera ekkert með,“ sagði Karen. Best geymdi leyndarmálið „Þetta varð að best geymda leyndarmálinu,“ sagði Karen sem er þá búin að ná sér að kálfameiðslunum. „Á næsta tímabili verður kálfurinn orðinn nógu góður,“ sagði Karen létt en hélt svo áfram. „Það voru mjög mikið að stærðfræðingum sem voru að leggja saman tvo og tvo og föttuðu að ég væri ólétt,“ sagði Karen. „Þetta er alltaf gleðiefni en ég verð að spyrja þig: Hvernig var að segja Stebba frá þessu,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar og er þar að tala um Stefán Arnarson, þjálfara Framliðsins. Var ekkert eðlilega stressuð „Ég var ekkert eðlilega stressuð. Þetta var eins og ég væri að fara að hringja í pabba minn til að segja honum að ég hefði gert eitthvað vitlaust af mér. Þetta eru bara gleðifréttir og Stebbi tók því bara þannig. Þetta var ekki fyrsta óléttusímtalið sem hann hefur fengið,“ sagði Karen. „Ég gæti trúað því að Addi P hafi fengið tvö á ferlinum og bæði frá mér. Hann hefur aldrei þjálfað stelpur áður,“ sagði Karen og var þar að tala um Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. Það má horfa á spjallið þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Karen Knútsdóttir um óléttuna sína Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira
Karen var gestur í síðustu Seinni bylgju og sýndi þar að hún gæti átt framtíð sína þar þegar handboltaskórnir fara upp á hillu sem verður þó vonandi ekki strax. Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sagðist hafa verið búinn að reyna mikið að fá Karen í þáttinn. „Loksins tókst það,“ sagði Einar. Kom pínu á óvart „Toggi tók mig úr leik og eitthvað varð ég að gera,“ sagði Karen hlæjandi. „Þetta gengur bara ljómandi vel, takk fyrir að spyrja,“ sagði Karen aðspurð um hvernig meðgangan gengur. „Þetta kom alveg pínu á óvart ég ætla ekki að ljúga neitt um það. Ég komst að þessu á degi þrjú á undirbúningstímabilinu og ég ákvað að vera ekkert með,“ sagði Karen. Best geymdi leyndarmálið „Þetta varð að best geymda leyndarmálinu,“ sagði Karen sem er þá búin að ná sér að kálfameiðslunum. „Á næsta tímabili verður kálfurinn orðinn nógu góður,“ sagði Karen létt en hélt svo áfram. „Það voru mjög mikið að stærðfræðingum sem voru að leggja saman tvo og tvo og föttuðu að ég væri ólétt,“ sagði Karen. „Þetta er alltaf gleðiefni en ég verð að spyrja þig: Hvernig var að segja Stebba frá þessu,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar og er þar að tala um Stefán Arnarson, þjálfara Framliðsins. Var ekkert eðlilega stressuð „Ég var ekkert eðlilega stressuð. Þetta var eins og ég væri að fara að hringja í pabba minn til að segja honum að ég hefði gert eitthvað vitlaust af mér. Þetta eru bara gleðifréttir og Stebbi tók því bara þannig. Þetta var ekki fyrsta óléttusímtalið sem hann hefur fengið,“ sagði Karen. „Ég gæti trúað því að Addi P hafi fengið tvö á ferlinum og bæði frá mér. Hann hefur aldrei þjálfað stelpur áður,“ sagði Karen og var þar að tala um Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. Það má horfa á spjallið þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Karen Knútsdóttir um óléttuna sína
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira