Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2022 12:49 Norskt varðskip siglir fram hjá gasborpallinum Sleipni A um 250 kílómetra undan ströndum Noregs í byrjun mánaðar. Starfsmenn þar hafa séð til þyrilvængjudróna nýlega. AP/Ole Berg-Rusten/NTB Scanpix Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. Verð á norsku jarðgasi er í hæstu hæðum eftir að Rússar skrúfuðu fyrir gasleiðslur til Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir Evrópuþjóða vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Því telja sérfræðingar að norskir orkuinnviðir kunni að vera eitt helsta skotmark skemmdarverka Rússa í álfunni um þessar mundir. Drónar sem hafa sést á lofti yfir Norðursjó og Noregi hafa þannig vakið áhyggjur af því að Rússar kunni að undirbúa einhvers konar spellvirki. Loka hefur þurft flugvöllum eftir að sást til dróna í grennd þeirra og gasvinnslustöð var rýmd eftir að sprengjuhótun barst í síðustu viku. Amund Revheim, yfirmaður lögreglunnar í Suðvestur-Noregi sem hefur Norðursjó á sinni könnu, segir að teknar hafi verið skýrslur af fleiri en sjötíu starfsmönnum olíuborpalla sem segjast hafa séð til dróna á flugi. „Tilgátan sem er í gangi er að þeim sé stjórnað frá skipum eða kafbátum í grenndinni,“ segir Revheim við AP-fréttastofuna. Stjórnendur sumra borpalla segjast ennfremur hafa séð til rannsóknarskipa undir rússneskum fána í nágrenni þeirra. Ståle Ulriksen, greinandi hjá norska sjóhernum, segir að lítill munur sé oft á herskipum og borgaralegum skipum frá Rússlandi. Réttar væri að lýsa rannsóknarskipunum sem njósnaskipum. Til að bregðast við hefur norska ríkisstjórnin sent her- og varðskip og herþotur til þess að vakta borpallana á hafi úti og hermenn til þess að gæta hreinsistöðva á landi. Flesland-flugvelli í Björgvin var lokað til skamms tíma eftir að sást til dróna á flugi í nágrenni hans í síðustu viku.Vísir/EPA Eiga þegar í óhefðbundnu stríði við Rússa Að minnsta kosti sjö Rússar hafa verið handteknir fyrir að fljúga drónum ólöglega eða vera með dróna í vörslu sinni í Noregi. Öryggislögreglan tók yfir rannsókn á drónaflugi sem lamaði flugsamgöngur í Björgvin á miðvikudag. Martin Bernsen frá öryggislögreglunni PST, segir viðvarandi áhyggjur til staðar af skemmdarverkum og að Rússar vinni að því að kortleggja möguleg skotmörk í Noregi. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur heitið því að'svara erlendum leyniþjónustustofnunum. „Það er ekki ásættanlegt að erlendar leyniþjónustur fljúgi drónum yfir norskum flugvöllum. Rússar mega ekki fljúga drónum yfir Noregi,“ sagði hann. Rússneska sendiráðið í Osló vænir gestgjafa sína um að þjást af geðrofi vegna ofsóknarbrjálæðis. Ulriksen frá sjóhernum segir að það kunni að vera hluti af ráðabruggi Rússa. „Nokkrum drónunum hefur verið flogið með kveikt á ljósunum. Það átti að sjást til þeirra. Ég held að þetta sé tilraun til þess að ógna Noregi og vesturlöndum,“ segir Ulriksen. Aðgerðir Rússa kunni að vera hluti af óhefðbundnum hernaði til að ógna og afla njósna um grundvallarinnviði vestrænna ríkja sem þeir gætu mögulega unnið skemmdir á síðar. „Ég held ekki að við stefnum í hefðbundið stríð við Rússland en ég held að við séum nú þegar í óhefðbundnu stríði,“ segir hann. Telja fiskiskip hafa valdið sambandsleysi á Hjaltslandseyjum Grunur leikur á að skemmdarverk hafi vísvitandi verið unnin á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti í síðasta mánuði. Þær fluttu áður jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu en Rússar skrúfuðu fyrir það eftir að Evrópuríki lögðu viðskiptaþvinganir á vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rússar og fulltrúar vestrænna ríkja hafa sakað hver annan um að hafa staðið að spellvirkjunum. Í skugga þeirra ásakana voru ljósleiðarastrengir klipptir í sundur í Marseille, næststæstu borg Frakklands í síðustu viku. Strengirnir tengdu borgina við aðra hluta Frakklands og Evrópu. Net- og símasamband lá niðri tímabundið vegna skemmdarverkanna. Lögreglan þar rannsakar málið, að sögn AP. Í tístinu hér fyrir neðan má sjá myndir fjarskiptafyrirtækisins Free af skemmdunum sem voru unnar á ljósleiðarastrengunum í Suðaustur-Frakklandi fyrir helgi. Un acte de vandalisme cette nuit sur un NRA prive de service une partie des abonnés ADSL de Folschviller (57). Nous vous tiendrons informé sur l'évolution du rétablissement du service. Merci de votre patience. pic.twitter.com/YXUfdym5tX— Free 1337 (@Free_1337) October 22, 2022 Skemmdarverkin eru sögð líkjast þeim sem voru framin á netköplum í landinu í apríl. Þá var netlaust í nokkrum héruðum og í hluta Parísar. Franska leyniþjónustan tók þátt í þeirri rannsókn. Ekki hefur verið greint frá því hver klippti á strengina. Fiskiskip eru sögð hafa verið sökudólgurinn þegar sæstrengir til Hjaltlandseyja skemmdust þannig að net- og símasambandslaust varð þar um tíma á fimmtudag. Færeyska fjarskiptafélagið Føroya Tele sagði breska ríkisútvarpinu BBC að strengirnir hefðu skemmst en ekki rofnað alveg. „Við höfum ástæðu til að telja að fiskiskip hafi valdið því,“ segir Páll Vesturbú frá Føroya Tele. Noregur Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Enginn friður án þess að orðið sé við kröfum Rússa Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Verð á norsku jarðgasi er í hæstu hæðum eftir að Rússar skrúfuðu fyrir gasleiðslur til Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir Evrópuþjóða vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Því telja sérfræðingar að norskir orkuinnviðir kunni að vera eitt helsta skotmark skemmdarverka Rússa í álfunni um þessar mundir. Drónar sem hafa sést á lofti yfir Norðursjó og Noregi hafa þannig vakið áhyggjur af því að Rússar kunni að undirbúa einhvers konar spellvirki. Loka hefur þurft flugvöllum eftir að sást til dróna í grennd þeirra og gasvinnslustöð var rýmd eftir að sprengjuhótun barst í síðustu viku. Amund Revheim, yfirmaður lögreglunnar í Suðvestur-Noregi sem hefur Norðursjó á sinni könnu, segir að teknar hafi verið skýrslur af fleiri en sjötíu starfsmönnum olíuborpalla sem segjast hafa séð til dróna á flugi. „Tilgátan sem er í gangi er að þeim sé stjórnað frá skipum eða kafbátum í grenndinni,“ segir Revheim við AP-fréttastofuna. Stjórnendur sumra borpalla segjast ennfremur hafa séð til rannsóknarskipa undir rússneskum fána í nágrenni þeirra. Ståle Ulriksen, greinandi hjá norska sjóhernum, segir að lítill munur sé oft á herskipum og borgaralegum skipum frá Rússlandi. Réttar væri að lýsa rannsóknarskipunum sem njósnaskipum. Til að bregðast við hefur norska ríkisstjórnin sent her- og varðskip og herþotur til þess að vakta borpallana á hafi úti og hermenn til þess að gæta hreinsistöðva á landi. Flesland-flugvelli í Björgvin var lokað til skamms tíma eftir að sást til dróna á flugi í nágrenni hans í síðustu viku.Vísir/EPA Eiga þegar í óhefðbundnu stríði við Rússa Að minnsta kosti sjö Rússar hafa verið handteknir fyrir að fljúga drónum ólöglega eða vera með dróna í vörslu sinni í Noregi. Öryggislögreglan tók yfir rannsókn á drónaflugi sem lamaði flugsamgöngur í Björgvin á miðvikudag. Martin Bernsen frá öryggislögreglunni PST, segir viðvarandi áhyggjur til staðar af skemmdarverkum og að Rússar vinni að því að kortleggja möguleg skotmörk í Noregi. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur heitið því að'svara erlendum leyniþjónustustofnunum. „Það er ekki ásættanlegt að erlendar leyniþjónustur fljúgi drónum yfir norskum flugvöllum. Rússar mega ekki fljúga drónum yfir Noregi,“ sagði hann. Rússneska sendiráðið í Osló vænir gestgjafa sína um að þjást af geðrofi vegna ofsóknarbrjálæðis. Ulriksen frá sjóhernum segir að það kunni að vera hluti af ráðabruggi Rússa. „Nokkrum drónunum hefur verið flogið með kveikt á ljósunum. Það átti að sjást til þeirra. Ég held að þetta sé tilraun til þess að ógna Noregi og vesturlöndum,“ segir Ulriksen. Aðgerðir Rússa kunni að vera hluti af óhefðbundnum hernaði til að ógna og afla njósna um grundvallarinnviði vestrænna ríkja sem þeir gætu mögulega unnið skemmdir á síðar. „Ég held ekki að við stefnum í hefðbundið stríð við Rússland en ég held að við séum nú þegar í óhefðbundnu stríði,“ segir hann. Telja fiskiskip hafa valdið sambandsleysi á Hjaltslandseyjum Grunur leikur á að skemmdarverk hafi vísvitandi verið unnin á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti í síðasta mánuði. Þær fluttu áður jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu en Rússar skrúfuðu fyrir það eftir að Evrópuríki lögðu viðskiptaþvinganir á vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rússar og fulltrúar vestrænna ríkja hafa sakað hver annan um að hafa staðið að spellvirkjunum. Í skugga þeirra ásakana voru ljósleiðarastrengir klipptir í sundur í Marseille, næststæstu borg Frakklands í síðustu viku. Strengirnir tengdu borgina við aðra hluta Frakklands og Evrópu. Net- og símasamband lá niðri tímabundið vegna skemmdarverkanna. Lögreglan þar rannsakar málið, að sögn AP. Í tístinu hér fyrir neðan má sjá myndir fjarskiptafyrirtækisins Free af skemmdunum sem voru unnar á ljósleiðarastrengunum í Suðaustur-Frakklandi fyrir helgi. Un acte de vandalisme cette nuit sur un NRA prive de service une partie des abonnés ADSL de Folschviller (57). Nous vous tiendrons informé sur l'évolution du rétablissement du service. Merci de votre patience. pic.twitter.com/YXUfdym5tX— Free 1337 (@Free_1337) October 22, 2022 Skemmdarverkin eru sögð líkjast þeim sem voru framin á netköplum í landinu í apríl. Þá var netlaust í nokkrum héruðum og í hluta Parísar. Franska leyniþjónustan tók þátt í þeirri rannsókn. Ekki hefur verið greint frá því hver klippti á strengina. Fiskiskip eru sögð hafa verið sökudólgurinn þegar sæstrengir til Hjaltlandseyja skemmdust þannig að net- og símasambandslaust varð þar um tíma á fimmtudag. Færeyska fjarskiptafélagið Føroya Tele sagði breska ríkisútvarpinu BBC að strengirnir hefðu skemmst en ekki rofnað alveg. „Við höfum ástæðu til að telja að fiskiskip hafi valdið því,“ segir Páll Vesturbú frá Føroya Tele.
Noregur Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Enginn friður án þess að orðið sé við kröfum Rússa Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08
Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01