„Stigu allar upp í seinni hálfleik“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 23. október 2022 22:46 Bjarni á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Bára Haukar unnu öflugan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkur í stórleik helgarinnar í Subway deildinni í körfubolta. Það leit ekki vel út fyrir Hauka í upphafi leiks gegn Njarðvíkingum í Ólafssal í kvöld, en Njarðvík opnaði leikinn 2-14. Þá tók Bjarni Magnússon þjálfari Hauka leikhlé og smám saman sáust batamerki á leik liðsins sem endaði með öruggum sigri þeirra, lokatölur 79-64. Bjarni sagði að seinni frammistaða liðsins í seinni hálfleik hefði í raun verið sú sem hann lagði upp með í upphafi. „Við vorum bara að ströggla, bæði byrjunin og allur fyrri hálfleikur eiginlega, voru langt frá því hvernig við ætluðum að mæta í þennan leik, á báðum endum. Voru að reyna að þröngva okkur inn í leikinn, lítil samskipti varnarlega og vorum langt frá leikmönnum. Njarðvíkingar fengu svolítið að gera bara það sem þær vildu. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik hvað við vildum bæta og spiluðum svo seinni hálfleikinn eins og við ætluðum að spila þann fyrri.“ Það voru margir leikmenn Hauka að leggja stig í púkkið í kvöld. Fjórir leikmenn fóru í tveggja stafa tölu og Bjarni sagðist vera mjög sáttur með baráttuna og liðsframmistöðuna í kvöld. „Mjög svo. Það stigu allar upp í seinni hálfeik, það áttu allar eitthvað inni. Ég er með fínt lið í höndunum og ungar stelpur sem eru alltaf að taka réttu skrefin finnst mér. Það er þroskamerki á liðinu núna samanborið við í fyrra. Þessir yngri leikmenn eru að fá stærra hlutverk núna, sérstaklega í fjarveru Lovísu og Helenu. Mér finnst þær hafa verið að svara því nokkuð vel undanfarið. Svo bara stórt hrós á Jönu. Við missum Keiru hérna útaf meidda þá kemur þessi elska, hún Jana. Það kemur svo mikil orka með henni og hún stýrði þessu eins og herforingi, eins og hún hafi spilað í þessari deild í mörg ár. Gerði þetta rosalega vel og ég er mjög stoltur af henni framlagi, að bera uppi liðið þegar við þurftum á því að halda.“ Keira Robinson fór meidd útaf undir lok leiksins og við fyrstu sýn litu meiðslin ekki vel út, en Bjarni endaði á að bera hana útaf. Aðspurður um bráðabirgðagreiningu á meiðslunum sagði hann að ef einhver væri alvarlega meiddur eftir þetta væri það hann sjálfur. „Fyrsta greining er að ég hafi örugglega tognað við þetta. Það er svona fyrsta greiningin. En ég hef ekki miklar áhyggjur, hún er búin að vera að glíma við einhver smá meiðsli fætinum og þetta voru held ég bara krampaviðbrögð við því. Mér heyrist það á sjúkraþjálfaranum að þetta sé ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Bara hvíld og gott slátur og nóg af vatni og þá erum við bara „good to go“.“ Haukar Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Það leit ekki vel út fyrir Hauka í upphafi leiks gegn Njarðvíkingum í Ólafssal í kvöld, en Njarðvík opnaði leikinn 2-14. Þá tók Bjarni Magnússon þjálfari Hauka leikhlé og smám saman sáust batamerki á leik liðsins sem endaði með öruggum sigri þeirra, lokatölur 79-64. Bjarni sagði að seinni frammistaða liðsins í seinni hálfleik hefði í raun verið sú sem hann lagði upp með í upphafi. „Við vorum bara að ströggla, bæði byrjunin og allur fyrri hálfleikur eiginlega, voru langt frá því hvernig við ætluðum að mæta í þennan leik, á báðum endum. Voru að reyna að þröngva okkur inn í leikinn, lítil samskipti varnarlega og vorum langt frá leikmönnum. Njarðvíkingar fengu svolítið að gera bara það sem þær vildu. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik hvað við vildum bæta og spiluðum svo seinni hálfleikinn eins og við ætluðum að spila þann fyrri.“ Það voru margir leikmenn Hauka að leggja stig í púkkið í kvöld. Fjórir leikmenn fóru í tveggja stafa tölu og Bjarni sagðist vera mjög sáttur með baráttuna og liðsframmistöðuna í kvöld. „Mjög svo. Það stigu allar upp í seinni hálfeik, það áttu allar eitthvað inni. Ég er með fínt lið í höndunum og ungar stelpur sem eru alltaf að taka réttu skrefin finnst mér. Það er þroskamerki á liðinu núna samanborið við í fyrra. Þessir yngri leikmenn eru að fá stærra hlutverk núna, sérstaklega í fjarveru Lovísu og Helenu. Mér finnst þær hafa verið að svara því nokkuð vel undanfarið. Svo bara stórt hrós á Jönu. Við missum Keiru hérna útaf meidda þá kemur þessi elska, hún Jana. Það kemur svo mikil orka með henni og hún stýrði þessu eins og herforingi, eins og hún hafi spilað í þessari deild í mörg ár. Gerði þetta rosalega vel og ég er mjög stoltur af henni framlagi, að bera uppi liðið þegar við þurftum á því að halda.“ Keira Robinson fór meidd útaf undir lok leiksins og við fyrstu sýn litu meiðslin ekki vel út, en Bjarni endaði á að bera hana útaf. Aðspurður um bráðabirgðagreiningu á meiðslunum sagði hann að ef einhver væri alvarlega meiddur eftir þetta væri það hann sjálfur. „Fyrsta greining er að ég hafi örugglega tognað við þetta. Það er svona fyrsta greiningin. En ég hef ekki miklar áhyggjur, hún er búin að vera að glíma við einhver smá meiðsli fætinum og þetta voru held ég bara krampaviðbrögð við því. Mér heyrist það á sjúkraþjálfaranum að þetta sé ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Bara hvíld og gott slátur og nóg af vatni og þá erum við bara „good to go“.“
Haukar Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Njarðvík 79-64 | Haukakonur magnaðar gegn meisturunum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á Ásvöllum í stórleik sjöttu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta en liðin eru með jafnmörg stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. 23. október 2022 22:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum