Mögulegt að „týnda rafmyntadrottningin“ hafi fengið veður af fyrirhuguðum aðgerðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 14:46 Ruja Ignatova hvarf sporlaust árið 2017. Bandaríska alríkislögreglan Talið er mögulegt að Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, sem nefnd hefur verið hin týnda rafmyntadrottning, hafi fengið veður af lögregluaðgerðum gegn henni áður en að hún lét sig hverfa. Töluvert hefur verið fjallað um mál Ignatovu hér á landi, ekki síst þar sem hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir voru miklar vinkonur á þeim tíma sem Ignatova hvarf. Lögregluyfirvöld víða um heim hafa viljað hafa hendur í hári Ignatovu sem lét sig hverfa sporlaust árið 2017, eftir að lögreglurannsókn á rafmynt hennar OneCoin hóst. Hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarða dollara út úr þeim sem fjárfestu í svikamyllu hennar. Í sumar var hún sett á lista FBI yfir eftirsóttust glæpamenn heims. Fjallað er um nýjar vendingar í máli hennar á vef BBC. Þar segir að gögn, sem BBC hefur skoðað, bendi til þess að Ignatova hafi haft upplýsingar um aðgerðir lögreglu áður en hún lét sig hverfa. Frank Schneider, fyrrverandi ráðgjafi Ignatovu, sem stendur nú frammi fyrir því að vera framseldur til Bandaríkjanna vegna meintrar aðildar hans að svikamyllunni, segir að ýmislegt bendi til þess að Ignatova hafi aflað upplýsingana í gegnum eigin tengiliði í Búlgaríu. Fjallað var um mál Ignatovu í hlaðvarpinu Eftirmálar og rætt við Ásdísi Rán. Gögnin sem um ræðir fela meðal annars í sér upplýsingar frá fundi ýmissa löggæsluaðila á skrifstofu Europol í Haag í Hollandi. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um háttsettann uppljóstrara innan OneCoin auk ýmissa upplýsinga. Yfirvöld í Bandaríkjunum halda því fram að Schneider hafi verið sá sem aflað hafi þessara gagna og látið Ignatovu vita. Hann sjálfur neitar sök og segir liggja beinast við að einhver innan búlgarska embættiskerfisins hafi varað Ignatovu við. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún hvarf. Talið er mögulegt að hún hafi látið breyta útli sínu til þess að komast hjá því að þurfa að svara til saka vegna málsins. Búlgaría Rafmyntir Tengdar fréttir Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33 Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00 Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um mál Ignatovu hér á landi, ekki síst þar sem hún og Ásdís Rán Gunnarsdóttir voru miklar vinkonur á þeim tíma sem Ignatova hvarf. Lögregluyfirvöld víða um heim hafa viljað hafa hendur í hári Ignatovu sem lét sig hverfa sporlaust árið 2017, eftir að lögreglurannsókn á rafmynt hennar OneCoin hóst. Hún er grunuð um að hafa svikið rúma fjóra milljarða dollara út úr þeim sem fjárfestu í svikamyllu hennar. Í sumar var hún sett á lista FBI yfir eftirsóttust glæpamenn heims. Fjallað er um nýjar vendingar í máli hennar á vef BBC. Þar segir að gögn, sem BBC hefur skoðað, bendi til þess að Ignatova hafi haft upplýsingar um aðgerðir lögreglu áður en hún lét sig hverfa. Frank Schneider, fyrrverandi ráðgjafi Ignatovu, sem stendur nú frammi fyrir því að vera framseldur til Bandaríkjanna vegna meintrar aðildar hans að svikamyllunni, segir að ýmislegt bendi til þess að Ignatova hafi aflað upplýsingana í gegnum eigin tengiliði í Búlgaríu. Fjallað var um mál Ignatovu í hlaðvarpinu Eftirmálar og rætt við Ásdísi Rán. Gögnin sem um ræðir fela meðal annars í sér upplýsingar frá fundi ýmissa löggæsluaðila á skrifstofu Europol í Haag í Hollandi. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um háttsettann uppljóstrara innan OneCoin auk ýmissa upplýsinga. Yfirvöld í Bandaríkjunum halda því fram að Schneider hafi verið sá sem aflað hafi þessara gagna og látið Ignatovu vita. Hann sjálfur neitar sök og segir liggja beinast við að einhver innan búlgarska embættiskerfisins hafi varað Ignatovu við. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún hvarf. Talið er mögulegt að hún hafi látið breyta útli sínu til þess að komast hjá því að þurfa að svara til saka vegna málsins.
Búlgaría Rafmyntir Tengdar fréttir Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33 Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00 Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017. 30. júní 2022 23:33
Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. 4. apríl 2022 13:00
Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. 22. nóvember 2019 16:53