„Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 14:09 Haraldur Benediktsson ræddi hugmynd sína um samfélagsvegi á Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill hraða vegaframkvæmdum með álagningu veggjalda. Hann segir hugmynd sína um samfélagsvegi hvorki frumlega né óumdeilanlega en telur að hún muni bæta lífsgæði íbúa úti á landi. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi hugmynd sína um „samfélagsvegi“ á Sprengisandi í morgun. Hugmyndin felur í sér að sveitarfélög stofni félög utan um tiltekna vegi, skuldsetji sig í upphafi með fjárfestingunni, og að lokum verði vegaframkvæmdin greidd upp með veggjöldum og væntanlegum fjárframlögum úr ríkissjóði. „Samgönguáætlun er fimmtán ára áætlun - skipt í þrjú fimm ára tímabil. Og það má kannski segja að veruleikinn sé að það sé fyrst og fremst í hendi þeir vegir sem eru á fimm ára áætluninni. Og hverju svararðu þá fólki sem býr við ónýtan veg og segir að þetta komi eftir tíu til fimmtán ár,“ spyr Haraldur. Leita þurfi nýrra leiða Hann segir að samkvæmt samgönguáætlun sé búið að eyrnamerkja fjármagn og það sé búið að tímafesta tilteknar framkvæmdir. Einhverjar framkvæmdir sitji þó á hakanum í tíu eða fimmtán ár, og jafnvel lengur. „Ef þú vilt komast framar með framkvæmdina þá þarftu að leita nýrra leiða. Ég get í sjálfu sér tekið þátt í að samþykkja samgönguáætlun í þinginu og komið svo daginn eftir með þingmannamál - eins og oft hefur verið gert. En ég vil hins vegar mæta inn í umræðuna með einhverja hugmyndafræði,“ segir Haraldur. Hann stingur upp á að ríkið geri samning við samgöngufélagið í kjölfar stofnunar félagsins þannig að það fái framlögin á þeim tíma sem þau áttu til að falla samkvæmt samgönguáætlun. Horfir til mjög lágra veggjalda Aðspurður telur hann að veggjöld verði ekki of íþyngjandi fyrir íbúa enda gætu ferðamenn greitt stóran hluta kostnaðarins. Ríkið gæti einnig sparað töluvert þegar uppi er staðið. „Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda - lægstu veggjöldin yrðu þá innheimt af þeim sem að búa við veginn. Við skulum alveg virða það að það verður þungur kross fyrir íbúana, en það er velvilji fyrir því, ég finn það. Hvað getur umferðin þá greitt stóran hluta af framkvæmdakostnaðinum? Þarf ríkið að leggja allt fjármagnið sem búið er að merkja til vegarins í viðkomandi veg? Kemst það af með 80% af framlaginu eða 50% og í einhverjum tilfellum 100%? Þá peninga sem þar sparast vil ég nota til að laga aðra vegi í viðkomandi héraði, segir Haraldur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Umferð Vegtollar Vegagerð Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi hugmynd sína um „samfélagsvegi“ á Sprengisandi í morgun. Hugmyndin felur í sér að sveitarfélög stofni félög utan um tiltekna vegi, skuldsetji sig í upphafi með fjárfestingunni, og að lokum verði vegaframkvæmdin greidd upp með veggjöldum og væntanlegum fjárframlögum úr ríkissjóði. „Samgönguáætlun er fimmtán ára áætlun - skipt í þrjú fimm ára tímabil. Og það má kannski segja að veruleikinn sé að það sé fyrst og fremst í hendi þeir vegir sem eru á fimm ára áætluninni. Og hverju svararðu þá fólki sem býr við ónýtan veg og segir að þetta komi eftir tíu til fimmtán ár,“ spyr Haraldur. Leita þurfi nýrra leiða Hann segir að samkvæmt samgönguáætlun sé búið að eyrnamerkja fjármagn og það sé búið að tímafesta tilteknar framkvæmdir. Einhverjar framkvæmdir sitji þó á hakanum í tíu eða fimmtán ár, og jafnvel lengur. „Ef þú vilt komast framar með framkvæmdina þá þarftu að leita nýrra leiða. Ég get í sjálfu sér tekið þátt í að samþykkja samgönguáætlun í þinginu og komið svo daginn eftir með þingmannamál - eins og oft hefur verið gert. En ég vil hins vegar mæta inn í umræðuna með einhverja hugmyndafræði,“ segir Haraldur. Hann stingur upp á að ríkið geri samning við samgöngufélagið í kjölfar stofnunar félagsins þannig að það fái framlögin á þeim tíma sem þau áttu til að falla samkvæmt samgönguáætlun. Horfir til mjög lágra veggjalda Aðspurður telur hann að veggjöld verði ekki of íþyngjandi fyrir íbúa enda gætu ferðamenn greitt stóran hluta kostnaðarins. Ríkið gæti einnig sparað töluvert þegar uppi er staðið. „Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda - lægstu veggjöldin yrðu þá innheimt af þeim sem að búa við veginn. Við skulum alveg virða það að það verður þungur kross fyrir íbúana, en það er velvilji fyrir því, ég finn það. Hvað getur umferðin þá greitt stóran hluta af framkvæmdakostnaðinum? Þarf ríkið að leggja allt fjármagnið sem búið er að merkja til vegarins í viðkomandi veg? Kemst það af með 80% af framlaginu eða 50% og í einhverjum tilfellum 100%? Þá peninga sem þar sparast vil ég nota til að laga aðra vegi í viðkomandi héraði, segir Haraldur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Umferð Vegtollar Vegagerð Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira