Sunak staðfestir framboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 10:21 Rishi Sunak vill verða forsætisráðherra Bretlands. Peter Summers/Getty Images) Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. Sunak tilkynnti um ákvörðunina á Twitter í morgun. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir því að Sunak myndi bjóða sig fram. Talning BBC hefur gefið til kynna að hann hafi verið fyrstur til að tryggja sér stuðning yfir 100 þingmanna Íhaldsflokksins, sem er sá þröskuldur sem þarf að yfirstíga til að geta boðið sig fram. Framboð Sunak þýðir að tveir frambjóðendur hafa formlega tilkynnt um framboð. Hinn er Penny Mordaunt, leiðtoga neðri deildar breska þingsins. Boris Johnson, sem sagði af sér sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra í sumar er einnig sagður íhuga framboð. Í færslu á Twitter segir Sunak að hann vilji fyrst og fremst einbeita sér að efnahagsmálum þar sem laga þurfi efnahag Bretlands. Þá sé mikilvægt að sameina Íhaldsflokkinn og ná árangri fyrir landsmenn. The United Kingdom is a great country but we face a profound economic crisis.That’s why I am standing to be Leader of the Conservative Party and your next Prime Minister. I want to fix our economy, unite our Party and deliver for our country. pic.twitter.com/BppG9CytAK— Rishi Sunak (@RishiSunak) October 23, 2022 Frestur til að bjóða sig fram rennur út síðdegis á morgun. Sem fyrr segir geta þeir aðeins boðið sig fram sem geta sýnt fram á stuðning eitt hundrað af þeim 357 þingmönnum sem sitja á þingi fyrir Íhaldsflokkinn. Það þýðir að hámarki þrír geta boðið sig fram. Leiðtogakjörið fer fram í vikunni en sá sem ber sigur úr bítum þar mun taka við Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún sagði af sér í síðustu viku eftir afar stutta forsætisráðherratíð, þá stystu í sögu Bretlands. Bretland Tengdar fréttir Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Sunak tilkynnti um ákvörðunina á Twitter í morgun. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir því að Sunak myndi bjóða sig fram. Talning BBC hefur gefið til kynna að hann hafi verið fyrstur til að tryggja sér stuðning yfir 100 þingmanna Íhaldsflokksins, sem er sá þröskuldur sem þarf að yfirstíga til að geta boðið sig fram. Framboð Sunak þýðir að tveir frambjóðendur hafa formlega tilkynnt um framboð. Hinn er Penny Mordaunt, leiðtoga neðri deildar breska þingsins. Boris Johnson, sem sagði af sér sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra í sumar er einnig sagður íhuga framboð. Í færslu á Twitter segir Sunak að hann vilji fyrst og fremst einbeita sér að efnahagsmálum þar sem laga þurfi efnahag Bretlands. Þá sé mikilvægt að sameina Íhaldsflokkinn og ná árangri fyrir landsmenn. The United Kingdom is a great country but we face a profound economic crisis.That’s why I am standing to be Leader of the Conservative Party and your next Prime Minister. I want to fix our economy, unite our Party and deliver for our country. pic.twitter.com/BppG9CytAK— Rishi Sunak (@RishiSunak) October 23, 2022 Frestur til að bjóða sig fram rennur út síðdegis á morgun. Sem fyrr segir geta þeir aðeins boðið sig fram sem geta sýnt fram á stuðning eitt hundrað af þeim 357 þingmönnum sem sitja á þingi fyrir Íhaldsflokkinn. Það þýðir að hámarki þrír geta boðið sig fram. Leiðtogakjörið fer fram í vikunni en sá sem ber sigur úr bítum þar mun taka við Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún sagði af sér í síðustu viku eftir afar stutta forsætisráðherratíð, þá stystu í sögu Bretlands.
Bretland Tengdar fréttir Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02