Telur Ísland geta orðið leiðandi í matarsjálfbærni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2022 09:01 Um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er á Íslandi er framleidd hérlendis. Sérfræðingur í sjálfbærni segir nauðsynlegt að Íslendingar líti í eigin matarkistu og telur landið geta orðið leiðandi í sjálfbærri matvælaframleiðslu. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins skilaði nýlega skýrslu um stöðu neyðarbirgða á landinu. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir stöðu matvælabirgða, lyfja- og lækningatækjabirgða, eldsneytisbirgða á landinu. Fram kemur í skýrslunni að fæðuöryggi á Íslandi sé háð innflutningi matvæla og innlendri matvælaframleiðslu. Innlend framleiðsla sé hins vegar mjög háð innflutningi aðfanga, svo sem eldsneytis, fóðurs, sáðvöru og áburðar. Þar segir jafnframt að huga þurfi að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu. En hvað getur hinn almenni neytandi gert til að vera sjálfbærari í sinni matvælaneyslu? „Ég held með því að einbeita sér að því sem vex hérna, hvort sem það er að safna mat eða með sjálfsþurftarbúskap en einnig hvað varðar markaðssetningu,“ segir Rob Kinneen og nefnir þar sem dæmi hvað Íslendingar hafa náð langt í gróðurhúsarækt. Marg líkt með íslenskri matarmenningu og matarmenningu frumbyggja Aðgengi að matvælum allan ársins hring og frá öllum heimshornum hafi breytt matvælaumhverfinu að hans mati. „Það þarf að einbeita sér að því sem er tiltækt hér og nú og fagna því eftir árstíðum,“ segir Rob. Rob er af frumbyggjaættum frá Alaska og hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að aukinni sjálfbærni í matvælaneyslu. Margt sé líkt með Íslandi og Alaska hvað það varðar. „Ég sé mikil líkindi. Lítill íbúafjöldi, mikið rými. Það sem er spennandi fyrir mig eru sérkenni matarins, persónuleiki matarmenningarinnarsem er hér nú þegar.“ Framleiðum aðeins helming matvöru sem neytt er Margir hafa eflaust fundið fyrir áhrifum hækkandi hrávöruverðs erlendis undanfarna mánuði. Það hefur meðal annars haft áhrif á verð matarkörfunnar hér en íslensk matvara er þó en dýrari en erlend. Fréttastofa brá sér í matvöruverslun og tíndi saman matvæli, sem hægt var að finna bæði úr innlendri og erlendri framleiðslu. Í körfunum tveimur var talsvert af grænmeti, brauð, ostur og hafrar. Verðmunurinn á körfunum var tæpar þúsund krónur. Sú erlenda kostaði 5.928 krónur en sú íslenska 6.720. Ísland framleiðir í dag um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er. Um 96 prósent mjólkurvara, 91 prósent kjöts, 10 prósent grænmetis og ávaxta, aðeins eitt prósent korns, 44 prósent kartafla og 36 prósent fisks. Rob segir nýusköpun nauðsynlega í matvælaframleiðslu. „Hvað tækni varðar held ég að Ísland gæti orðið leiðandi þar. Ég held að þetta gæti verið nýsköpun sem þið gætuð fagnað og sýnt hvernig eigi að gera þetta.“ Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins skilaði nýlega skýrslu um stöðu neyðarbirgða á landinu. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir stöðu matvælabirgða, lyfja- og lækningatækjabirgða, eldsneytisbirgða á landinu. Fram kemur í skýrslunni að fæðuöryggi á Íslandi sé háð innflutningi matvæla og innlendri matvælaframleiðslu. Innlend framleiðsla sé hins vegar mjög háð innflutningi aðfanga, svo sem eldsneytis, fóðurs, sáðvöru og áburðar. Þar segir jafnframt að huga þurfi að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu. En hvað getur hinn almenni neytandi gert til að vera sjálfbærari í sinni matvælaneyslu? „Ég held með því að einbeita sér að því sem vex hérna, hvort sem það er að safna mat eða með sjálfsþurftarbúskap en einnig hvað varðar markaðssetningu,“ segir Rob Kinneen og nefnir þar sem dæmi hvað Íslendingar hafa náð langt í gróðurhúsarækt. Marg líkt með íslenskri matarmenningu og matarmenningu frumbyggja Aðgengi að matvælum allan ársins hring og frá öllum heimshornum hafi breytt matvælaumhverfinu að hans mati. „Það þarf að einbeita sér að því sem er tiltækt hér og nú og fagna því eftir árstíðum,“ segir Rob. Rob er af frumbyggjaættum frá Alaska og hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að aukinni sjálfbærni í matvælaneyslu. Margt sé líkt með Íslandi og Alaska hvað það varðar. „Ég sé mikil líkindi. Lítill íbúafjöldi, mikið rými. Það sem er spennandi fyrir mig eru sérkenni matarins, persónuleiki matarmenningarinnarsem er hér nú þegar.“ Framleiðum aðeins helming matvöru sem neytt er Margir hafa eflaust fundið fyrir áhrifum hækkandi hrávöruverðs erlendis undanfarna mánuði. Það hefur meðal annars haft áhrif á verð matarkörfunnar hér en íslensk matvara er þó en dýrari en erlend. Fréttastofa brá sér í matvöruverslun og tíndi saman matvæli, sem hægt var að finna bæði úr innlendri og erlendri framleiðslu. Í körfunum tveimur var talsvert af grænmeti, brauð, ostur og hafrar. Verðmunurinn á körfunum var tæpar þúsund krónur. Sú erlenda kostaði 5.928 krónur en sú íslenska 6.720. Ísland framleiðir í dag um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er. Um 96 prósent mjólkurvara, 91 prósent kjöts, 10 prósent grænmetis og ávaxta, aðeins eitt prósent korns, 44 prósent kartafla og 36 prósent fisks. Rob segir nýusköpun nauðsynlega í matvælaframleiðslu. „Hvað tækni varðar held ég að Ísland gæti orðið leiðandi þar. Ég held að þetta gæti verið nýsköpun sem þið gætuð fagnað og sýnt hvernig eigi að gera þetta.“
Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira