Veggur Alþingisgarðsins hvergi sjáanlegur á forhönnun borgarinnar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. október 2022 12:06 Hér má sjá hluta af forhönnun borgarinnar á svæðinu. Reykjavíkurborg Myndir af nýrri forhönnun af göngugötuskipulagi við Kirkjustræti og Templarasund í miðbæ Reykjavíkur voru birtar á miðvikudag. Útlit breytinganna er sagt gera tilraun til þess að tengja saman hið gamla og nýja. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir vegg Alþingisgarðsins á myndunum, það stangast á við orð skrifstofustjóra Alþingis en hún segir til umræðu að friða garðinn. Forhönnunin, sem unnin var af Hornsteinum Arkitektum, Hildiberg Hönnunarhúsi og Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar er sögð leggja áherslu á að tengja saman fortíð og framtíð. Endurskipulag þetta sé gert til þess að breyta svæðinu í göngugötu en ekki verði hægt að aka um svæðið nema með leyfi Alþingis. Einnig verði göngugatan hituð til þess að tryggja megi gott aðgengi. Hér má sjá forhönnun á svæðinu, að kvöldi til. Reykjavíkurborg Hönnunin á götuflísum göngugötunnar er sögð sækja innblástur til vefnaðar og gamalla handrita. Mynstrið sé einnig einskonar virðingarvottur til kvenna sem og brautryðjenda frá árum áður. Þar að auki verði lýsing á svæðinu uppfærð svo gefa megi kennileitum á svæðinu gaum og til dæmis leggja áherslu á ákveðna hluta Alþingisbyggingarinnar. Það má því með sanni segja að stefnan sé tekin að því að tengja saman hið gamla og nýja í miðbæ Reykjavíkur. Vegna þessa er athyglisvert að sjá vegg Alþingisgarðsins fjarlægðan á myndum af forhönnun svæðisins. Hér sést yfirlitsmynd af forhönnuninni og eins og sjá má er enginn veggur við Alþingisgarðinn. Reykjavíkurborg Fréttastofa leitaði til skrifstofustjóra Alþingis, Rögnu Árnadóttur og athugaði hvort stefna væri tekin á að rífa vegginn enda virtist ekki vera gert ráð fyrir honum. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ragna ekki standa til að rífa vegginn. „Myndirnar hljóta að vera ónákvæmar að þessu leyti því það stendur ekki til að breyta veggjum Alþingisgarðsins. Hann á sér merka sögu og mun vera elstur íslenskra garða sem varðveist hefur í upphaflegri mynd,“ skrifar Ragna. Hún segir það jafnframt vera til umræðu að friðlýsa garðinn en minjastofnun hafi lagt það til og sé það nú á borði forsætisnefndar Alþingis. Langa umfjöllun um sögu Alþingisgarðsins má sjá á Instagram síðu Alþingis. Fjallað er um tilurð og skipulag garðsins ásamt fleiru. View this post on Instagram A post shared by Alþingi (@althingi) Reykjavík Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Forhönnunin, sem unnin var af Hornsteinum Arkitektum, Hildiberg Hönnunarhúsi og Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar er sögð leggja áherslu á að tengja saman fortíð og framtíð. Endurskipulag þetta sé gert til þess að breyta svæðinu í göngugötu en ekki verði hægt að aka um svæðið nema með leyfi Alþingis. Einnig verði göngugatan hituð til þess að tryggja megi gott aðgengi. Hér má sjá forhönnun á svæðinu, að kvöldi til. Reykjavíkurborg Hönnunin á götuflísum göngugötunnar er sögð sækja innblástur til vefnaðar og gamalla handrita. Mynstrið sé einnig einskonar virðingarvottur til kvenna sem og brautryðjenda frá árum áður. Þar að auki verði lýsing á svæðinu uppfærð svo gefa megi kennileitum á svæðinu gaum og til dæmis leggja áherslu á ákveðna hluta Alþingisbyggingarinnar. Það má því með sanni segja að stefnan sé tekin að því að tengja saman hið gamla og nýja í miðbæ Reykjavíkur. Vegna þessa er athyglisvert að sjá vegg Alþingisgarðsins fjarlægðan á myndum af forhönnun svæðisins. Hér sést yfirlitsmynd af forhönnuninni og eins og sjá má er enginn veggur við Alþingisgarðinn. Reykjavíkurborg Fréttastofa leitaði til skrifstofustjóra Alþingis, Rögnu Árnadóttur og athugaði hvort stefna væri tekin á að rífa vegginn enda virtist ekki vera gert ráð fyrir honum. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ragna ekki standa til að rífa vegginn. „Myndirnar hljóta að vera ónákvæmar að þessu leyti því það stendur ekki til að breyta veggjum Alþingisgarðsins. Hann á sér merka sögu og mun vera elstur íslenskra garða sem varðveist hefur í upphaflegri mynd,“ skrifar Ragna. Hún segir það jafnframt vera til umræðu að friðlýsa garðinn en minjastofnun hafi lagt það til og sé það nú á borði forsætisnefndar Alþingis. Langa umfjöllun um sögu Alþingisgarðsins má sjá á Instagram síðu Alþingis. Fjallað er um tilurð og skipulag garðsins ásamt fleiru. View this post on Instagram A post shared by Alþingi (@althingi)
Reykjavík Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira