Kílómetrahá flóðbylgja við áreksturinn sem grandaði risaeðlunum Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2022 21:00 Loftsteinninn sem grandaði risaeðlunum hefur verið kenndur við Chicxulub í Mexíkó. Vísindamennirnir gáfu sér að hann hefði verið rúmlega fjórtán kílómetrar að þvermáli og eðlismassi hans hafi verið meira en 2,6 tonn á rúmmetra. Vísir/Getty Ógurleg flóðbylgja, hátt í tveggja kílómetra há, fylgdi í kjölfar áreksturs loftsteins við jörðina sem grandaði risaeðlunum fyrir tugum milljóna ára. Ný hermun tölvulíkans bendir til þess að flóðbylgjan hafi náð yfir alla jörðina. Talið er að tími risaeðlanna hafi að mestu liðið undir lok þegar meira en fjórtán kílómetra breiður loftsteinn skall á því sem er nú er hafsbotninn rétt norðan við Yucatán-skaga í Mexíkó fyrir um 66 milljónum ára. Auk þess þurrkaðist um þrír fjórði hluti alls dýra- og plöntulífs út við hamfarirnar. Áreksturinn þeytti gríðarlegu magni ryks og bergs sem gufaði upp í einu vetfangi upp í andrúmsloftið og stormar af völdum brennandi ofurheitra elda kunna að hafa geisað um alla jörð. Rykið, bergagnirnar og sótið frá eldunum skyggðu á sólarljós lengi á eftir og olli kólnun loftslagsins. Höfin súrnuðu þegar brennisteinsríku rykið olli súru regni. Lengi hefur verið vitað að áreksturinn olli flóðbylgjum sem gengu á land um alla jörð en ný rannsókn sem byggði meðal annars á keyrslu tölvulíkans sýnir fram á hversu tröllauknar þær voru. Bylgjan sem myndaðist við áreksturinn sjálfan er þannig talin hafa verið meira en 1,6 kílómetra há. Til samanburðar stendur Eyjafjallajökull rúmlega 1.600 metra yfir sjávarmáli. „Þetta var hnattræn flóðbylgja. Allur heimurinn sá hana,“ segir Molly Range, einn höfunda rannsóknarinnar frá Michigan-háskóla, við Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu AGU Advances. Um 30.000 sinnum öflugri en flóðbylgjan á Súmötru Upphaflega árekstursbylgjan var þó aðeins byrjunin. Um tíu mínútum eftir áreksturinn þegar gígur hafði myndast og allt stærra brakið sem þeyttist upp í andrúmsloftið var fallið niður aftur fór flóðbylgja af stað á hraða sem er sambærilegur við farþegaþotu. Range segir að þegar bylgjan skall á austurströnd Norður-Ameríku og norðurströnd Afríku hafi öldurnar verið að minnsta kosti átta metra háar. Á þessum tíma var ekki land á milli Norður- og Suður-Ameríku þannig að flóðbylgjan barst óhindrað í gegnum Kyrrahafið. Til að setja stærðargráðu flóðbylgjunnar í samhengi grípur Range til samanburðar við þá sem varð fleiri en 200.000 manns að bana eftir jarðskjálfta upp á 9,2 undan vesturströnd norðanveðrar Súmötru árið 2004. Krafturinn sem leyndist í flóðbylgjunni eftir loftsteinsárekturinn var um það bil 30.000 sinnum meiri. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni studdust einnig við jarðfræðirannsóknir um leið og kraft flóðbylgjunnar. Fundu þeir meðal annars merki um að hún hafi verið nógu kröftug til þess að raska verulega setlögum á hásléttum á hafsbotninum og við strandlengjur á fleiri en hundrað stöðum. Þær rannsóknir styðja hermun tölvulíkananna. Ýmsum spurning um áhrif flóðbylgjunnar er enn ósvarað, til dæmis um hversu mikil flóð á landi urðu. Til þess að leggja mat á það þurfa vísindamenn að hafa betri þekkingu á landslagi hafbotnsins og dýpt hafsins á jörðinni á þessum tíma fyrir tugum milljóna ára. Vísindi Risaeðlur Geimurinn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Leifarnar sem fundust í miðvesturhluta Bandaríkjanna eru taldar sýna atburðarásina nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni fyrir um 66 milljónum ára. 30. mars 2019 11:34 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Talið er að tími risaeðlanna hafi að mestu liðið undir lok þegar meira en fjórtán kílómetra breiður loftsteinn skall á því sem er nú er hafsbotninn rétt norðan við Yucatán-skaga í Mexíkó fyrir um 66 milljónum ára. Auk þess þurrkaðist um þrír fjórði hluti alls dýra- og plöntulífs út við hamfarirnar. Áreksturinn þeytti gríðarlegu magni ryks og bergs sem gufaði upp í einu vetfangi upp í andrúmsloftið og stormar af völdum brennandi ofurheitra elda kunna að hafa geisað um alla jörð. Rykið, bergagnirnar og sótið frá eldunum skyggðu á sólarljós lengi á eftir og olli kólnun loftslagsins. Höfin súrnuðu þegar brennisteinsríku rykið olli súru regni. Lengi hefur verið vitað að áreksturinn olli flóðbylgjum sem gengu á land um alla jörð en ný rannsókn sem byggði meðal annars á keyrslu tölvulíkans sýnir fram á hversu tröllauknar þær voru. Bylgjan sem myndaðist við áreksturinn sjálfan er þannig talin hafa verið meira en 1,6 kílómetra há. Til samanburðar stendur Eyjafjallajökull rúmlega 1.600 metra yfir sjávarmáli. „Þetta var hnattræn flóðbylgja. Allur heimurinn sá hana,“ segir Molly Range, einn höfunda rannsóknarinnar frá Michigan-háskóla, við Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu AGU Advances. Um 30.000 sinnum öflugri en flóðbylgjan á Súmötru Upphaflega árekstursbylgjan var þó aðeins byrjunin. Um tíu mínútum eftir áreksturinn þegar gígur hafði myndast og allt stærra brakið sem þeyttist upp í andrúmsloftið var fallið niður aftur fór flóðbylgja af stað á hraða sem er sambærilegur við farþegaþotu. Range segir að þegar bylgjan skall á austurströnd Norður-Ameríku og norðurströnd Afríku hafi öldurnar verið að minnsta kosti átta metra háar. Á þessum tíma var ekki land á milli Norður- og Suður-Ameríku þannig að flóðbylgjan barst óhindrað í gegnum Kyrrahafið. Til að setja stærðargráðu flóðbylgjunnar í samhengi grípur Range til samanburðar við þá sem varð fleiri en 200.000 manns að bana eftir jarðskjálfta upp á 9,2 undan vesturströnd norðanveðrar Súmötru árið 2004. Krafturinn sem leyndist í flóðbylgjunni eftir loftsteinsárekturinn var um það bil 30.000 sinnum meiri. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni studdust einnig við jarðfræðirannsóknir um leið og kraft flóðbylgjunnar. Fundu þeir meðal annars merki um að hún hafi verið nógu kröftug til þess að raska verulega setlögum á hásléttum á hafsbotninum og við strandlengjur á fleiri en hundrað stöðum. Þær rannsóknir styðja hermun tölvulíkananna. Ýmsum spurning um áhrif flóðbylgjunnar er enn ósvarað, til dæmis um hversu mikil flóð á landi urðu. Til þess að leggja mat á það þurfa vísindamenn að hafa betri þekkingu á landslagi hafbotnsins og dýpt hafsins á jörðinni á þessum tíma fyrir tugum milljóna ára.
Vísindi Risaeðlur Geimurinn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Leifarnar sem fundust í miðvesturhluta Bandaríkjanna eru taldar sýna atburðarásina nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni fyrir um 66 milljónum ára. 30. mars 2019 11:34 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Leifarnar sem fundust í miðvesturhluta Bandaríkjanna eru taldar sýna atburðarásina nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni fyrir um 66 milljónum ára. 30. mars 2019 11:34