Sveitarfélagið tekur yfir rekstur laugarinnar og hyggst stórefla starfið Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2022 22:00 Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að mikið standi til í hreppnum. Framundan sé meðal annars úthlutun lóða í grennd við Skeiðalaug í Brautarholti. Skeiðgnúp Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hyggst taka yfir rekstur Skeiðalaugar í Brautarholti um áramótin þegar samningur við verktaka rennur út. Stefnt er á að lengja opnunartíma laugarinnar verulega. Síðustu ár hefur laugin einungis verið opin tvo daga vikunnar í fjóra tíma í senn. Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að til standi að stórefla starfið í Skeiðalaug. „Íbúar hafa lengi kallað eftir rýmri opnunartíma. Við erum lítið sveitarfélag sem sameinaðist fyrir um tuttugu árum, erum með 580 íbúa, og rekum tvær sundlaugar – Skeiðalaug og sundlaugina í Árnesi.“ Hann segir að með nýjum meirihluta sé markmiðið að taka laugina svolítið í gegn. „Við viljum lengja opnunartíma, efla þjónustu og þar með bæta búsetuskilyrðin. Við erum að fara að úthluta lóðum þarna nærri lauginni og við sjáum því fram á fjölgun íbúa.“ Opin í fjóra tíma, tvo daga í viku Skeiðalaug hefur síðustu ár einungis verið opin á mánudögum og fimmtudögum yfir vetrarmánuðina, milli 18 og 22 á kvöldin. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í gær. Full samstaða var um að ráðast í að sveitarfélagið tæki yfir reksturinn. Haraldi sveitarstjóra hefur verið falið að ráða starfskraft til starfa í Skeiðalaug. Hann segir sveitarstjórn hafa verið í samskiptum við arkitekt laugarinnar með það að markmiði að endurbæta og efla laugina. Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti.SkeiðGrúp Vill helst sjá hana opna alla daga vikunnar Haraldur gerir ráð fyrir að hægt verði að lengja opnunartíma laugarinnar strax um áramót. „Til lengri tíma litið vill maður auðvitað sjá laugina opna alla daga vikunnar. Við þurfum þó að komast þangað. Við þurfum að geta rekið hana en með lengri opnunartíma gæti skapast betri rekstrargrundvöllur. Það eru líka uppi hugmyndir um að byggja við sundlaugina og koma upp æfingaaðstöðu. Við lifum og hrærumst fyrir sundlaugar. Við vitum að það er fátt betra en að fara í laugina eftir langan vinnudag.“ Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að laugin sé 16,68 metrar á lengd og átta metra breið. Þar er einnig að finna heitan pott, vatnsgufubaðstofu, og hvíldarbekki. Sundlaugar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að til standi að stórefla starfið í Skeiðalaug. „Íbúar hafa lengi kallað eftir rýmri opnunartíma. Við erum lítið sveitarfélag sem sameinaðist fyrir um tuttugu árum, erum með 580 íbúa, og rekum tvær sundlaugar – Skeiðalaug og sundlaugina í Árnesi.“ Hann segir að með nýjum meirihluta sé markmiðið að taka laugina svolítið í gegn. „Við viljum lengja opnunartíma, efla þjónustu og þar með bæta búsetuskilyrðin. Við erum að fara að úthluta lóðum þarna nærri lauginni og við sjáum því fram á fjölgun íbúa.“ Opin í fjóra tíma, tvo daga í viku Skeiðalaug hefur síðustu ár einungis verið opin á mánudögum og fimmtudögum yfir vetrarmánuðina, milli 18 og 22 á kvöldin. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar í gær. Full samstaða var um að ráðast í að sveitarfélagið tæki yfir reksturinn. Haraldi sveitarstjóra hefur verið falið að ráða starfskraft til starfa í Skeiðalaug. Hann segir sveitarstjórn hafa verið í samskiptum við arkitekt laugarinnar með það að markmiði að endurbæta og efla laugina. Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti.SkeiðGrúp Vill helst sjá hana opna alla daga vikunnar Haraldur gerir ráð fyrir að hægt verði að lengja opnunartíma laugarinnar strax um áramót. „Til lengri tíma litið vill maður auðvitað sjá laugina opna alla daga vikunnar. Við þurfum þó að komast þangað. Við þurfum að geta rekið hana en með lengri opnunartíma gæti skapast betri rekstrargrundvöllur. Það eru líka uppi hugmyndir um að byggja við sundlaugina og koma upp æfingaaðstöðu. Við lifum og hrærumst fyrir sundlaugar. Við vitum að það er fátt betra en að fara í laugina eftir langan vinnudag.“ Skeiðalaug var byggð af heimamönnum árið 1975 og er staðsett í Brautarholti. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að laugin sé 16,68 metrar á lengd og átta metra breið. Þar er einnig að finna heitan pott, vatnsgufubaðstofu, og hvíldarbekki.
Sundlaugar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Barátta grindvískra barna fyrir lengri opnun í sundlauginni skilar árangri Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur lagt til að opnunartími sundlaugarinnar í bænum verði lengdur til klukkan 18 um helgar yfir vetrartímann í stað klukkan 16. Breytingin kemur í kjölfar undirskriftarsöfnunar grunnskólabarna í bænum. 19. október 2022 11:26
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00