Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2022 10:51 Bylgja mótmæla hófst í Íran í kjölfar dauða Möhsu Amini í haldi siðgæðislögreglunnar í september. Síðan þá hafa nokkrar táningsstúlkur látið lífið en yfirvöld neita því að bera ábyrgð á dauða þeirra frekar en Amini. AP/Markus Schreiber Kennarar við skóla í norðvestanverðu Íran fullyrða að öryggissveitarmenn hafi barið fimmtán ára gamla stúlku til bana þegar þeir gerðu rassíu þar. Stúlkan var ein nokkurra nemenda sem fengu að kenna á því þegar þeir neituðu að syngja lofsöng um æðstaklerk landsins. Stéttarfélag kennara í Ardabil heldur því fram að Asra Panahi hafi verið barin til bana í Shahed-framhaldsskólanum þegar yfirvöld neyddu nemendur ólöglega til þess að taka þátt í viðburði til stuðnings ríkisstjórninni í síðustu viku. Þeim hafi meðal annars verið skipað að flytja lag til dýrðar æjatollanum Khomenei, æðsta leiðtoga landsins. Við upphaf viðburðarins hafi nokkur fjöldi nemenda gert hróp að stjórnvöldum. Þá hafi bæði óeinkennisklæddir karlar og konur úr röðum öryggissveita ausið svívirðingum yfir nemendurna og barið þá. Eftir að kennsla hófst á ný hafi öryggissveitir gert rassíu í skólanum og barið suma nemendur enn meira. Nokkrir nemendur séu særðir og tíu handteknir. Panahi hafi látist á sjúkrahúsi skömmu síðar. Írönsk yfirvöld hafna frásögn kennarasambands og fullyrða að Panahi hafi þjáðst af hjartagalla. Þingmaður Ardabil hélt því fram að stúlkan hefði svipt sig lífi með því að taka inn töflur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Klerkastjórnin hefur gefið svipaðar skýringar á dauða annarra stúlkna í mótmælaöldu sem hefur gengið yfir landið undanfarnar vikur. Mótmælin hófust eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglu en fjölskylda hennar segir að hún hafi einnig verið barin til bana. Ættingjar stúlknanna hafa meðal annars verið dregnir fram í ríkisfjölmiðla til þess að segja þær hafa þjáðst af heilsubresti sem skýri dauða þeirra. Íran Jafnréttismál Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Stéttarfélag kennara í Ardabil heldur því fram að Asra Panahi hafi verið barin til bana í Shahed-framhaldsskólanum þegar yfirvöld neyddu nemendur ólöglega til þess að taka þátt í viðburði til stuðnings ríkisstjórninni í síðustu viku. Þeim hafi meðal annars verið skipað að flytja lag til dýrðar æjatollanum Khomenei, æðsta leiðtoga landsins. Við upphaf viðburðarins hafi nokkur fjöldi nemenda gert hróp að stjórnvöldum. Þá hafi bæði óeinkennisklæddir karlar og konur úr röðum öryggissveita ausið svívirðingum yfir nemendurna og barið þá. Eftir að kennsla hófst á ný hafi öryggissveitir gert rassíu í skólanum og barið suma nemendur enn meira. Nokkrir nemendur séu særðir og tíu handteknir. Panahi hafi látist á sjúkrahúsi skömmu síðar. Írönsk yfirvöld hafna frásögn kennarasambands og fullyrða að Panahi hafi þjáðst af hjartagalla. Þingmaður Ardabil hélt því fram að stúlkan hefði svipt sig lífi með því að taka inn töflur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Klerkastjórnin hefur gefið svipaðar skýringar á dauða annarra stúlkna í mótmælaöldu sem hefur gengið yfir landið undanfarnar vikur. Mótmælin hófust eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglu en fjölskylda hennar segir að hún hafi einnig verið barin til bana. Ættingjar stúlknanna hafa meðal annars verið dregnir fram í ríkisfjölmiðla til þess að segja þær hafa þjáðst af heilsubresti sem skýri dauða þeirra.
Íran Jafnréttismál Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20
Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17
Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40