Lygasögurnar það allra versta Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 19:18 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Vísir/Arnar Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. Myndskeið sem tekið var af árás stúlknahóps á hina tólf ára Ísabellu Von í Smáralind í ágúst hefur vakið mikla athygli nú í vikunni eftir að móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, deildi því á samfélagsmiðlum. Ísabella er í 8. bekk í Hraunavallaskóla og hefur sætt hryllilegu einelti af hálfu jafnaldra sinna síðasta rúma árið. Eineltið birtist ekki aðeins í ofbeldi heldur einnig í skelfilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Ísabellu hefur ítrekað verið sagt að hún ætti að drepa sig. Og loks bar eineltið hana ofurliði í gær; hún reyndi að taka eigið líf. Við hittum mæðgurnar í dag, nýkomnar heim af spítalanum. „Þetta bara versnar og versnar með hverjum deginum. Ég held alltaf að botninum sé náð en það bara versnar og versnar og versnar,“ segir Sædís, innt eftir því hvernig síðustu mánuðir hafi verið hjá þeim mæðgum. Vísir/Sara Hvernig er það fyrir þig sem móður hennar að sjá þetta? „Þetta er bara ógeðslegt sko. Maður getur ekki einu sinni ímyndað sér eitthvað svona. Þetta er bara skelfilegt.“ Fékk heilahristing eftir barsmíðarnar Ísabella segir skilaboðum frá gerendum hafa rignt inn allan liðlangan daginn frá því hún byrjaði í Hraunavallaskóla í fyrra. Hún þekkir flesta í gerendahópnum, sem þær mæðgur telja skipaðan um 35 manns. „Svo eru fleiri sem senda nafnlaus skilaboð og fleiri í því sem ég kalla klappliðið. Aðrir sem dreifa, pískra og hvísla á göngunum í skólanum,“ segir Sædís. Hvað er búið að vera erfiðast við þetta? „Eiginlega bara allar lygasögurnar,“ segir Ísabella. Hún segir það hafa verið hryllilegt þegar gerendur gengu í skrokk á henni, líkt og sést á myndböndunum sem farið hafa í dreifingu. Hún segist hafa meitt sig lítillega við barsmíðarnar en móðir hennar tekur dýpra í árinni. „Heilahristing, og marbletti og skrámur og eitthvað. Sem betur fer ekki meira. En hefði getað endað bara hryllilega,“ segir Sædís. Mæðgurnar hafa upplifað sig máttlausa gagnvart eineltinu, sem meira að segja er komið inn á borð lögreglu, en þær vona að nú horfi til betri vegar. Stuðningsyfirlýsingum hefur í það minnsta rignt yfir Ísabellu frá því í morgun. „Fyrirgefningar. Og að ég eigi þetta ekki skilið og eitthvað.“ Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Myndskeið sem tekið var af árás stúlknahóps á hina tólf ára Ísabellu Von í Smáralind í ágúst hefur vakið mikla athygli nú í vikunni eftir að móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, deildi því á samfélagsmiðlum. Ísabella er í 8. bekk í Hraunavallaskóla og hefur sætt hryllilegu einelti af hálfu jafnaldra sinna síðasta rúma árið. Eineltið birtist ekki aðeins í ofbeldi heldur einnig í skelfilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Ísabellu hefur ítrekað verið sagt að hún ætti að drepa sig. Og loks bar eineltið hana ofurliði í gær; hún reyndi að taka eigið líf. Við hittum mæðgurnar í dag, nýkomnar heim af spítalanum. „Þetta bara versnar og versnar með hverjum deginum. Ég held alltaf að botninum sé náð en það bara versnar og versnar og versnar,“ segir Sædís, innt eftir því hvernig síðustu mánuðir hafi verið hjá þeim mæðgum. Vísir/Sara Hvernig er það fyrir þig sem móður hennar að sjá þetta? „Þetta er bara ógeðslegt sko. Maður getur ekki einu sinni ímyndað sér eitthvað svona. Þetta er bara skelfilegt.“ Fékk heilahristing eftir barsmíðarnar Ísabella segir skilaboðum frá gerendum hafa rignt inn allan liðlangan daginn frá því hún byrjaði í Hraunavallaskóla í fyrra. Hún þekkir flesta í gerendahópnum, sem þær mæðgur telja skipaðan um 35 manns. „Svo eru fleiri sem senda nafnlaus skilaboð og fleiri í því sem ég kalla klappliðið. Aðrir sem dreifa, pískra og hvísla á göngunum í skólanum,“ segir Sædís. Hvað er búið að vera erfiðast við þetta? „Eiginlega bara allar lygasögurnar,“ segir Ísabella. Hún segir það hafa verið hryllilegt þegar gerendur gengu í skrokk á henni, líkt og sést á myndböndunum sem farið hafa í dreifingu. Hún segist hafa meitt sig lítillega við barsmíðarnar en móðir hennar tekur dýpra í árinni. „Heilahristing, og marbletti og skrámur og eitthvað. Sem betur fer ekki meira. En hefði getað endað bara hryllilega,“ segir Sædís. Mæðgurnar hafa upplifað sig máttlausa gagnvart eineltinu, sem meira að segja er komið inn á borð lögreglu, en þær vona að nú horfi til betri vegar. Stuðningsyfirlýsingum hefur í það minnsta rignt yfir Ísabellu frá því í morgun. „Fyrirgefningar. Og að ég eigi þetta ekki skilið og eitthvað.“
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04
Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31