Íhuga að halda fegurðarsamkeppni á Íslandi fyrir konur í stærri stærðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2022 22:00 Á lokakvöldi keppninnar. Í Japan var haldin á dögunum fegurðarsamkeppnin Today’s Woman fyrir konur í stærri stærðum. Íslensk stúlka sem starfaði við keppnina segir að hugsanlega verði hún haldin á Íslandi í náinni framtíð. „Japan er land með djúpar rætur í hefðum sínum, en þrátt fyrir það er alltaf möguleiki fyrir nýjar og spennandi hugmynd,“ segir Thelma Heimisdóttir í samtali við Vísi. „Konur 18 ára og eldri voru gjaldgengar. Þetta er fyrsta fegurðarsamkeppni sinnar tegundar sem haldin hefur verið í Japan, en hún var sett saman og framkvæmd af Steven Haynes,“ segir Thelma. „Steven Haynes er Bandaríkjamaður sem hefur búið í Japan í yfir 20 ár. Þar starfar hann sem dansari, módel, leikari og framkvæmdastjóri fyrir fegurðarsamkeppnina Supranational. Hann tók þá ákvörðun að setja saman keppni fyrir konur í stærri stærðum þegar hann áttaði sig á því að allar fegurðarsamkeppnir sem hann hafði komið nálægt voru aðeins fyrir konur í „einni“ stærð. Thelma Heimisdótttir „Í byrjun héldu sumir að þetta væri svik eða plat. Margir spurðu mig af hverju ég væri að búa til þessa keppni því konur yfirstærð væru ekkert aðlagandi. Ég trúði því ekki sem ég heyrði og ákvað að gera eitthvað í málinu. Allir eiga rétt á að tilheyra samfélaginu,” segir Steven um keppnina. Hann segir að þetta hafi verið mikilvæg keppni fyrir konurnar sem tóku þátt. Opnað dyr fyrir þær sem hefðu aldrei opnast og gefið þeim rödd sem loksins er hlustað á. Sigurvegarar í ár voru þær Diana L. Barr (Elegant Class) og Chihiro Kise (Sophisticated Class). Steven Haynes „Þessi keppni hjálpaði mér að sjá að ég er einhvers virði, nákvæmlega eins og ég er. Ekki þegar ég er mjórri, léttari eða klæðist minni stærðum, heldur sú kona sem ég er núna. Nú get ég miklu fremur haft jákvæð áhrif; ég get sýnt öðrum að þær eru líka einhvers virði í dag: hvar sem þær eru, hvernig sem þær eru og hverjar þær eru,“ sagði Diana um keppnina. Thelma segir að margar japanskar konur finni fyrir mikilli pressu til að halda sér grönnum. Chihiro Kise segir að þessi keppni muni örugglega hafa mikil áhrif. Hún er mjög ánægð með að keppninni var komið á fót í Japan þar sem fólk ber sig oft saman við aðra og leggur áherslu á samvinnu. Hún hefur heyrt af bæði neikvæðum og jákvæðum viðbrögðum af keppninni. Sigurvegarar keppninnar í Japan. „Þegar samfélagið fer í gegnum breytingar þá heyrist mikið í þeim sem gagnrýna breytingar. Hún segir að keppnin hafi ekki bara góð áhrif á konur í yfirstærð, heldur allar konur. Hún hefur fengið mörg skilaboð á Instagram frá alls konar konum sem segjast hafa lært að taka eftir sinni eigin fegurð án þess að vera bera sig stöðugt saman við aðrar,“ segir Thelma. „Keppnin mun verða haldin á Hawaii á næsta ári, en Steven vonast til þess að geta komið með hana til Evrópu sem fyrst og þá byrja á Íslandi. En það veltur á því hvort konur á Íslandi hafi áhuga á að taka þátt,“ segir Thelma að lokum. Japan Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
„Japan er land með djúpar rætur í hefðum sínum, en þrátt fyrir það er alltaf möguleiki fyrir nýjar og spennandi hugmynd,“ segir Thelma Heimisdóttir í samtali við Vísi. „Konur 18 ára og eldri voru gjaldgengar. Þetta er fyrsta fegurðarsamkeppni sinnar tegundar sem haldin hefur verið í Japan, en hún var sett saman og framkvæmd af Steven Haynes,“ segir Thelma. „Steven Haynes er Bandaríkjamaður sem hefur búið í Japan í yfir 20 ár. Þar starfar hann sem dansari, módel, leikari og framkvæmdastjóri fyrir fegurðarsamkeppnina Supranational. Hann tók þá ákvörðun að setja saman keppni fyrir konur í stærri stærðum þegar hann áttaði sig á því að allar fegurðarsamkeppnir sem hann hafði komið nálægt voru aðeins fyrir konur í „einni“ stærð. Thelma Heimisdótttir „Í byrjun héldu sumir að þetta væri svik eða plat. Margir spurðu mig af hverju ég væri að búa til þessa keppni því konur yfirstærð væru ekkert aðlagandi. Ég trúði því ekki sem ég heyrði og ákvað að gera eitthvað í málinu. Allir eiga rétt á að tilheyra samfélaginu,” segir Steven um keppnina. Hann segir að þetta hafi verið mikilvæg keppni fyrir konurnar sem tóku þátt. Opnað dyr fyrir þær sem hefðu aldrei opnast og gefið þeim rödd sem loksins er hlustað á. Sigurvegarar í ár voru þær Diana L. Barr (Elegant Class) og Chihiro Kise (Sophisticated Class). Steven Haynes „Þessi keppni hjálpaði mér að sjá að ég er einhvers virði, nákvæmlega eins og ég er. Ekki þegar ég er mjórri, léttari eða klæðist minni stærðum, heldur sú kona sem ég er núna. Nú get ég miklu fremur haft jákvæð áhrif; ég get sýnt öðrum að þær eru líka einhvers virði í dag: hvar sem þær eru, hvernig sem þær eru og hverjar þær eru,“ sagði Diana um keppnina. Thelma segir að margar japanskar konur finni fyrir mikilli pressu til að halda sér grönnum. Chihiro Kise segir að þessi keppni muni örugglega hafa mikil áhrif. Hún er mjög ánægð með að keppninni var komið á fót í Japan þar sem fólk ber sig oft saman við aðra og leggur áherslu á samvinnu. Hún hefur heyrt af bæði neikvæðum og jákvæðum viðbrögðum af keppninni. Sigurvegarar keppninnar í Japan. „Þegar samfélagið fer í gegnum breytingar þá heyrist mikið í þeim sem gagnrýna breytingar. Hún segir að keppnin hafi ekki bara góð áhrif á konur í yfirstærð, heldur allar konur. Hún hefur fengið mörg skilaboð á Instagram frá alls konar konum sem segjast hafa lært að taka eftir sinni eigin fegurð án þess að vera bera sig stöðugt saman við aðrar,“ segir Thelma. „Keppnin mun verða haldin á Hawaii á næsta ári, en Steven vonast til þess að geta komið með hana til Evrópu sem fyrst og þá byrja á Íslandi. En það veltur á því hvort konur á Íslandi hafi áhuga á að taka þátt,“ segir Thelma að lokum.
Japan Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira