Mygla fannst undir gervigrasinu í nýju íþróttahúsi Garðbæinga Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 13:32 Fjölnota íþróttahöllin Miðgarður var tekin í notkun fyrr á þessu ári. Garðabær Mygla hefur fundist í gúmmíundirlagi undir gervigrasinu í Miðgarði, nýrri knattspyrnuhöll Garðbæinga, sem opnuð var fyrr á árinu. Gert er ráð fyrir að fletta þurfi upp gervigrasinu og skipta um gúmmíundirlag þó að enn liggi ekki fyrir tímasetningar hvað það varðar. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar sérfræðinga á húsnæði Miðgarðs á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í morgun. Þar kom fram að líklegt þyki að sveppurinn hafi borist inn í húsið með leysingarvatni í mars síðastliðinn þegar mikið vatn flæddi inn í höllina. Í fundargerðinni kemur fram að foreldrar og forráðmenn barna og aðrir notendur hafi verið upplýstir um málið, en að enn sé beðið eftir frekari niðurstöðum um umfang vandans. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Arnar Almar segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnin sé að bregðast við í málinu og vilji tryggja öryggi og heilbrigði þeirra sem nýta húsið. „Við teljum okkur vera að gera það með þessum ráðstöfunum. Svo er vinna við verkefni að gera þær umbætur sem þarf í húsinu. Það er það sem við sitjum nú yfir og erum að afla okkur gagna um.“ Hann segir líkur á að fjarlægja þurfi allt gúmmíundirlagið þó að það sé enn ekki komið á hreint. „Við erum að bíða eftir frekari gögnum og ég hugsa að það teljist í fáeinum vikum þar til að við vitum meira. Þá ættum við að geta skýrt betur frá því hvernig aðgerðaplanið verður. Á meðan er þessi áhersla á sótthreinsun og mælingar til að tryggja að allt sé innan þeirra marka sem eru sett. Eins og staðan er í dag þá er staðan í húsinu vel innan þeirra marka sem sett eru um loftgæði,“ segir bæjarstjórinn. Regluleg sótthreinsun Í fundargerðinni segir að samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verði jarðvegssveppnum haldið niðri með reglulegri sótthreinsun þangað til gúmmíundirlag verður fjarlægt. „Fyrsta sótthreinsun fór fram laugardaginn 15. október. Regluleg sótthreinsun mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æfingar eða kennsla þar sem gervigrasið er og tryggt verður að öll ummerki sótthreinsunar verða horfin áður en notkun hefst á ný eftir hverja hreinsun. Vegna tíðra loftskipta og með reglulegri sótthreinsun á að vera tryggt að heilsu barna, starfsfólks, foreldra auk annarra sem í húsið koma sé ekki ógnað. Reglulega verður fylgst með loftgæðum og ef þau fara yfir viðmiðunarmörk verður allri starfsemi umsvifalaust hætt,“ segir í fundargerðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Almars um málið. Garðabær Íþróttir barna Mygla Stjarnan Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar sérfræðinga á húsnæði Miðgarðs á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í morgun. Þar kom fram að líklegt þyki að sveppurinn hafi borist inn í húsið með leysingarvatni í mars síðastliðinn þegar mikið vatn flæddi inn í höllina. Í fundargerðinni kemur fram að foreldrar og forráðmenn barna og aðrir notendur hafi verið upplýstir um málið, en að enn sé beðið eftir frekari niðurstöðum um umfang vandans. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Arnar Almar segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnin sé að bregðast við í málinu og vilji tryggja öryggi og heilbrigði þeirra sem nýta húsið. „Við teljum okkur vera að gera það með þessum ráðstöfunum. Svo er vinna við verkefni að gera þær umbætur sem þarf í húsinu. Það er það sem við sitjum nú yfir og erum að afla okkur gagna um.“ Hann segir líkur á að fjarlægja þurfi allt gúmmíundirlagið þó að það sé enn ekki komið á hreint. „Við erum að bíða eftir frekari gögnum og ég hugsa að það teljist í fáeinum vikum þar til að við vitum meira. Þá ættum við að geta skýrt betur frá því hvernig aðgerðaplanið verður. Á meðan er þessi áhersla á sótthreinsun og mælingar til að tryggja að allt sé innan þeirra marka sem eru sett. Eins og staðan er í dag þá er staðan í húsinu vel innan þeirra marka sem sett eru um loftgæði,“ segir bæjarstjórinn. Regluleg sótthreinsun Í fundargerðinni segir að samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verði jarðvegssveppnum haldið niðri með reglulegri sótthreinsun þangað til gúmmíundirlag verður fjarlægt. „Fyrsta sótthreinsun fór fram laugardaginn 15. október. Regluleg sótthreinsun mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æfingar eða kennsla þar sem gervigrasið er og tryggt verður að öll ummerki sótthreinsunar verða horfin áður en notkun hefst á ný eftir hverja hreinsun. Vegna tíðra loftskipta og með reglulegri sótthreinsun á að vera tryggt að heilsu barna, starfsfólks, foreldra auk annarra sem í húsið koma sé ekki ógnað. Reglulega verður fylgst með loftgæðum og ef þau fara yfir viðmiðunarmörk verður allri starfsemi umsvifalaust hætt,“ segir í fundargerðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Almars um málið.
Garðabær Íþróttir barna Mygla Stjarnan Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira